Stóra samhengið Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 08:00 Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. Könnun sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, sem fulltrúar nemenda í ráðinu stóðu fyrir í haust, sýndi sömuleiðis að aðeins 10% svarenda vissu hvaða úrræði stæðu þeim til boða innan háskólans. Fáir vita hvaða úrræði eru til staðar innan háskólanna, lítil fræðsla hefur staðið háskólanemendum til boða um geðheilbrigði og ofan á allt er hinni „rómantísku staðalímynd“ haldið á lofti að það sé eðlilegt að vera fátækur námsmaður. Það er hins vegar ekkert eðlilegt við það að vera í krefjandi námi, ná ekki endum saman og hafa hvorki efni á húsnæði né geðheilbrigðisþjónustu. Þegar fjallað er um streitu og andlega líðan er mikilvægt að horfa á stóra samhengið. Auðvelt er að benda á tímaþröng, verkefnaskil og próf sem ástæður fyrir kvíða og streitu nemenda en aðstæður námsmanna á háskólastigi eru flóknari og margslungnari en það. Grunnframfærsla námsmanna hjá LÍN er töluvert lægri en annarra samfélagshópa. Þar að auki fá aðeins 9% háskólanemenda kost á að leigja á Stúdentagörðum en yfir 1.000 nemendur eru á biðlista. Nemandi sem fluttur er að heiman og er einn af þeim fáu útvöldu sem fá að leigja á Stúdentagörðum borgar um og yfir 100.000 krónur á mánuði. Þeir sem fá ekki að vera hluti af þessum níu prósentum neyðast til að leita annað þar sem leiguverð er töluvert hærra. Húsnæðiskostnaður sem nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum er talinn verulega íþyngjandi samkvæmt heimildum Íbúðalánasjóðs. Húsnæðiskostnaður nemenda á Stúdentagörðum er um 62% af ráðstöfunartekjum, ef nemandinn fær full námslán. Jafnvel þó húsaleigubætur komi inn í reikningsdæmið er húsnæðiskostnaðurinn enn 44%. En jú, það er fullkomlega eðlilegt að vera skítblankur námsmaður sem nær ekki endum saman og hefur í þokkabót ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. Af hverju viðgengst þetta viðhorf? Það er hægt að leysa þetta vandamál. Í fyrsta lagi þarf LÍN að sinna hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður – og gefa öllum námsmönnum jafnt færi á að stunda nám. Bæta þarf grunnframfærslu og hækka frítekjumarkið; það er gert með breyttum úthlutunarreglum. Byggja þarf fleiri stúdentaíbúðir og auka þannig framboð svo lægri leiga verði að raunveruleika fyrir fleiri námsmenn. Efla þarf fræðslu og forvarnir innan háskólans og hægt er að grípa fyrr inn í áður en nemandi stendur frammi fyrir alvarlegum einkennum. Þetta væri hægt með skólahjúkrunarfræðingi en enginn hjúkrunarfræðingur er starfandi á háskólastigi í dag. Auk þess þarf að huga að úrræðum fyrir þá nemendur sem standa frammi fyrir alvarlegum þunglyndis- og/eða kvíðaeinkennum og tryggja þarf greitt aðgengi að skólasálfræðingum í nærumhverfi nemenda. Þar að auki þarf að tryggja jafnt aðgengi að þessum úrræðum og að þau séu á færi allra óháð efnahag. Stúdentar hafa nú þegar ályktað um fjölgun stöðugilda sálfræðinga, lagt könnun fyrir nemendur um streitu og andlega líðan, haldið málþing um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu stúdenta og haldið umræðunni á lofti með tíðum greinaskrifum. Við höfum gert okkar; nú er kominn tími til að stjórnvöld sinni sínum skyldum. Góð geðheilsa á að vera á færi allra og við eigum ekki að sætta okkur við þá hugmynd að námsmenn eiga að vera fátækir og ná ekki endum saman. Afleiðing þess er of kostnaðarsöm, bæði fyrir stúdenta og samfélagið.Höfundur er formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ og oddviti Röskvu.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar Halldóru Bjargar Rafnsdóttur og Andra Hauksteins Oddssonar á geðheilsu nemenda við þrjá háskóla á Íslandi mælist um þriðjungur háskólanema hér á landi með klínísk einkenni þunglyndis. Könnun sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs, sem fulltrúar nemenda í ráðinu stóðu fyrir í haust, sýndi sömuleiðis að aðeins 10% svarenda vissu hvaða úrræði stæðu þeim til boða innan háskólans. Fáir vita hvaða úrræði eru til staðar innan háskólanna, lítil fræðsla hefur staðið háskólanemendum til boða um geðheilbrigði og ofan á allt er hinni „rómantísku staðalímynd“ haldið á lofti að það sé eðlilegt að vera fátækur námsmaður. Það er hins vegar ekkert eðlilegt við það að vera í krefjandi námi, ná ekki endum saman og hafa hvorki efni á húsnæði né geðheilbrigðisþjónustu. Þegar fjallað er um streitu og andlega líðan er mikilvægt að horfa á stóra samhengið. Auðvelt er að benda á tímaþröng, verkefnaskil og próf sem ástæður fyrir kvíða og streitu nemenda en aðstæður námsmanna á háskólastigi eru flóknari og margslungnari en það. Grunnframfærsla námsmanna hjá LÍN er töluvert lægri en annarra samfélagshópa. Þar að auki fá aðeins 9% háskólanemenda kost á að leigja á Stúdentagörðum en yfir 1.000 nemendur eru á biðlista. Nemandi sem fluttur er að heiman og er einn af þeim fáu útvöldu sem fá að leigja á Stúdentagörðum borgar um og yfir 100.000 krónur á mánuði. Þeir sem fá ekki að vera hluti af þessum níu prósentum neyðast til að leita annað þar sem leiguverð er töluvert hærra. Húsnæðiskostnaður sem nemur 40% eða meira af ráðstöfunartekjum er talinn verulega íþyngjandi samkvæmt heimildum Íbúðalánasjóðs. Húsnæðiskostnaður nemenda á Stúdentagörðum er um 62% af ráðstöfunartekjum, ef nemandinn fær full námslán. Jafnvel þó húsaleigubætur komi inn í reikningsdæmið er húsnæðiskostnaðurinn enn 44%. En jú, það er fullkomlega eðlilegt að vera skítblankur námsmaður sem nær ekki endum saman og hefur í þokkabót ekki efni á geðheilbrigðisþjónustu. Af hverju viðgengst þetta viðhorf? Það er hægt að leysa þetta vandamál. Í fyrsta lagi þarf LÍN að sinna hlutverki sínu sem jöfnunarsjóður – og gefa öllum námsmönnum jafnt færi á að stunda nám. Bæta þarf grunnframfærslu og hækka frítekjumarkið; það er gert með breyttum úthlutunarreglum. Byggja þarf fleiri stúdentaíbúðir og auka þannig framboð svo lægri leiga verði að raunveruleika fyrir fleiri námsmenn. Efla þarf fræðslu og forvarnir innan háskólans og hægt er að grípa fyrr inn í áður en nemandi stendur frammi fyrir alvarlegum einkennum. Þetta væri hægt með skólahjúkrunarfræðingi en enginn hjúkrunarfræðingur er starfandi á háskólastigi í dag. Auk þess þarf að huga að úrræðum fyrir þá nemendur sem standa frammi fyrir alvarlegum þunglyndis- og/eða kvíðaeinkennum og tryggja þarf greitt aðgengi að skólasálfræðingum í nærumhverfi nemenda. Þar að auki þarf að tryggja jafnt aðgengi að þessum úrræðum og að þau séu á færi allra óháð efnahag. Stúdentar hafa nú þegar ályktað um fjölgun stöðugilda sálfræðinga, lagt könnun fyrir nemendur um streitu og andlega líðan, haldið málþing um stöðu mála í geðheilbrigðisþjónustu stúdenta og haldið umræðunni á lofti með tíðum greinaskrifum. Við höfum gert okkar; nú er kominn tími til að stjórnvöld sinni sínum skyldum. Góð geðheilsa á að vera á færi allra og við eigum ekki að sætta okkur við þá hugmynd að námsmenn eiga að vera fátækir og ná ekki endum saman. Afleiðing þess er of kostnaðarsöm, bæði fyrir stúdenta og samfélagið.Höfundur er formaður sviðsráðs Heilbrigðisvísindasviðs SHÍ og oddviti Röskvu.Greinin er hluti af herferð Stúdentaráðs Háskóla Íslands vegna fjárhags stúdenta. Stúdentar hafa setið eftir þegar kemur að kjörum þeirra og úr því þarf að bæta stax.
Er þetta í lagi? Nýlega birtist opið bréf frá lánasjóðsfulltrúa Stúdentaráðs Háskóla Íslands til mennta- og menningarmálaráðherra um mikilvægi þess að skipað verði í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN). 31. janúar 2018 08:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar