300 borgarlínur frá aldamótum Pawel Bartoszek skrifar 22. janúar 2018 08:00 Er ekki galið að fara að byggja upp eitthvert sporvagna-léttlestar-hraðvagnakerfi í Reykjavík? Þetta er úreld tækni sem allir eru búnir að segja skilið við! Almennt eru allar evrópskar borgir að leggja niður sporvagna til að rýma fyrir sjálfkeyrandi bílum. Einu borgirnar sem ég man eftir að hafi byggt upp einhver svona léttlestarkerfi frá aldamótum eru Palermo, Edinborg, Murcia, Zaragoza, Lyon, Toulouse, Nice, Santa Cruz de Tenerife, Sevilla, Aþena, Dublin, Nottingham, Bordeaux, Portó, Búkarest og Bilbao. Og þetta eru allt stórborgir! Það dettur engum í hug að setja sporvagn eða léttlest í borg með undir hálfri milljón íbúa. Enda þekkist varla á meginlandinu að þannig smáborg fjárfesti í slíku. Einu undantekningarnar sem koma upp í hugann eru Árósar, Lúxemborg, Olsztyn, Aubagne, Besançon, Tours, Brest, Dijon, Le Havre, Angers, Reims, Flórens, Mestre, Björgvin, Bergamo, Cagliari, Vitoria-Gasteiz, Le Mans, Kassel, Padova, Clermont-Ferrand, Mulhouse, Valenciennes, Sassari og Messina. Þessar borgir, sem eru svipaðar Reykavík að stærð, hafa byggt upp léttlestarkerfi frá aldamótum. Engar aðrar! Þessar örfáu undantekningar er að finna í Evrópu, vitaskuld. Annars staðar í hinum vestræna heimi þykja hugmyndir um uppbyggingu nýrra léttlestar- eða sporvagnakerfa fráleitar. Nær allar bandarískar borgir lögðu niður sporvagnakerfi sín á 20. öldinni og engum dettur í hug að endurvekja þá drauga. Engin borg í Norður-Ameríku hefur byggt upp slíkt kerfi á þessari öld. Það er að segja ef frá eru taldar borgirnar Detroit, Washington, Kansas City, Cincinnati, Charlotte, Dallas, Tucson, Atlanta, Salt Lake City, Norfolk, Seattle, Phoenix, Oceanside, Seattle, Philadelphia, Minneapolis, Little Rock, Houston, Camden, Tacoma, Tampa, Portland og Ottawa. Það má síðan bæta við að öll dæmin að ofan eru kerfi sem ákveðin voru fyrir þónokkru síðan, áður en menn áttuðu sig á því að fljúgandi snjallbílar væru framtíðin. Ekki veit ég til þess að verið sé að byggja upp nein ný léttlestarkerfi í þessum töluðu orðum fyrir utan örfáa staði á borð við Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Tampere, Avignon, Amiens, Lens, Nîmes, St. Louis, Contra Costa, El Paso, Milwaukee, Oklahoma, Tempe og Maryland. En svo er auðvitað fáránlegt að ræða einhver sporvagnakerfi þegar það stendur ekki einu sinni til að byggja upp slíkt í Reykjavík. Nei, í Reykjavík á að öllum líkindum að fara að byggja upp svokallað Bus Rapid Transit kerfi, strætóa með sporvagnavaralit, á sérakreinum. Það eru ekki margar evrópskar borgir sem hafa hleypt svona furðuskepnum á göturnar frá aldamótum. Nei, þær eru: Helsinki, Belfort, Caen, Cannes, Châlon-sur-Saône, Douai, La Rochelle, Le Mans, Lille, Lorient, Lyon, Maubeuge, Metz, Nancy, Nantes, Nîmes, Rouen, Saint-Nazaire, Strasbourg, Toulouse, Almere, Amsterdam, Eindhoven, Utrecht, Castellón, Granada, Gautaborg, Zürich, Istanbúl, Cambridge, Fareham, Kent, Luton og Swansea. Þessi örfáu dæmi um ný hraðvagnakerfi er vitanlega flest að finna í Evrópu, álfu hópsálanna. Ísland er miklu meira eins og Norður-Ameríka. Við erum einstaklingshyggjufólk sem viljum ferðast ein í bíl, þangað sem okkur hentar, þegar það hentar okkur. Það er því mun nærtækara að líta til fordæma um BRT-kerfi í Norður-Ameríku. Og þau eru fá. Frá aldamótum eru þetta einungis borgirnar Gatineau, Winnipeg, York, Alexandria, Cleveland, Eugene, Fort Collins, Hartford, Las Vegas, Los Angeles, New York og San Bernandino. Þá liggur það fyrir. Á þessari öld hafa einungis um 120 evrópskar eða norðuramerískar borgir opnað ný léttlestar-, sporvagna- eða hraðvagnakerfi. Einungis 120 nýjar „borgarlínur“. Til viðbótar má finna dæmi um 130 ný slík kerfi í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu á sama tímabili. Samtals eru þetta því um 250 borgir um allan heim. Loks má bæta því við að frá aldamótum hafa verið opnuð um 60 ný neðanjarðarlestarkerfi. Vonandi að þessi upptalning verði til þess að þagga niður í draumórafólkinu sem heldur að einhverjar hágæða-almenningssamgöngur séu framtíðin. Á tæpum tuttugu árum hafa 300 borgir um allan heim opnað nýjar borgarlínur. Allar hinar borgirnar eru að búa sig undir framtíðina. Og framtíðin er víst tómur, sjálfkeyrandi bíll, einn á leiðinni, að sækja eiganda sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Er ekki galið að fara að byggja upp eitthvert sporvagna-léttlestar-hraðvagnakerfi í Reykjavík? Þetta er úreld tækni sem allir eru búnir að segja skilið við! Almennt eru allar evrópskar borgir að leggja niður sporvagna til að rýma fyrir sjálfkeyrandi bílum. Einu borgirnar sem ég man eftir að hafi byggt upp einhver svona léttlestarkerfi frá aldamótum eru Palermo, Edinborg, Murcia, Zaragoza, Lyon, Toulouse, Nice, Santa Cruz de Tenerife, Sevilla, Aþena, Dublin, Nottingham, Bordeaux, Portó, Búkarest og Bilbao. Og þetta eru allt stórborgir! Það dettur engum í hug að setja sporvagn eða léttlest í borg með undir hálfri milljón íbúa. Enda þekkist varla á meginlandinu að þannig smáborg fjárfesti í slíku. Einu undantekningarnar sem koma upp í hugann eru Árósar, Lúxemborg, Olsztyn, Aubagne, Besançon, Tours, Brest, Dijon, Le Havre, Angers, Reims, Flórens, Mestre, Björgvin, Bergamo, Cagliari, Vitoria-Gasteiz, Le Mans, Kassel, Padova, Clermont-Ferrand, Mulhouse, Valenciennes, Sassari og Messina. Þessar borgir, sem eru svipaðar Reykavík að stærð, hafa byggt upp léttlestarkerfi frá aldamótum. Engar aðrar! Þessar örfáu undantekningar er að finna í Evrópu, vitaskuld. Annars staðar í hinum vestræna heimi þykja hugmyndir um uppbyggingu nýrra léttlestar- eða sporvagnakerfa fráleitar. Nær allar bandarískar borgir lögðu niður sporvagnakerfi sín á 20. öldinni og engum dettur í hug að endurvekja þá drauga. Engin borg í Norður-Ameríku hefur byggt upp slíkt kerfi á þessari öld. Það er að segja ef frá eru taldar borgirnar Detroit, Washington, Kansas City, Cincinnati, Charlotte, Dallas, Tucson, Atlanta, Salt Lake City, Norfolk, Seattle, Phoenix, Oceanside, Seattle, Philadelphia, Minneapolis, Little Rock, Houston, Camden, Tacoma, Tampa, Portland og Ottawa. Það má síðan bæta við að öll dæmin að ofan eru kerfi sem ákveðin voru fyrir þónokkru síðan, áður en menn áttuðu sig á því að fljúgandi snjallbílar væru framtíðin. Ekki veit ég til þess að verið sé að byggja upp nein ný léttlestarkerfi í þessum töluðu orðum fyrir utan örfáa staði á borð við Kaupmannahöfn, Óðinsvé, Tampere, Avignon, Amiens, Lens, Nîmes, St. Louis, Contra Costa, El Paso, Milwaukee, Oklahoma, Tempe og Maryland. En svo er auðvitað fáránlegt að ræða einhver sporvagnakerfi þegar það stendur ekki einu sinni til að byggja upp slíkt í Reykjavík. Nei, í Reykjavík á að öllum líkindum að fara að byggja upp svokallað Bus Rapid Transit kerfi, strætóa með sporvagnavaralit, á sérakreinum. Það eru ekki margar evrópskar borgir sem hafa hleypt svona furðuskepnum á göturnar frá aldamótum. Nei, þær eru: Helsinki, Belfort, Caen, Cannes, Châlon-sur-Saône, Douai, La Rochelle, Le Mans, Lille, Lorient, Lyon, Maubeuge, Metz, Nancy, Nantes, Nîmes, Rouen, Saint-Nazaire, Strasbourg, Toulouse, Almere, Amsterdam, Eindhoven, Utrecht, Castellón, Granada, Gautaborg, Zürich, Istanbúl, Cambridge, Fareham, Kent, Luton og Swansea. Þessi örfáu dæmi um ný hraðvagnakerfi er vitanlega flest að finna í Evrópu, álfu hópsálanna. Ísland er miklu meira eins og Norður-Ameríka. Við erum einstaklingshyggjufólk sem viljum ferðast ein í bíl, þangað sem okkur hentar, þegar það hentar okkur. Það er því mun nærtækara að líta til fordæma um BRT-kerfi í Norður-Ameríku. Og þau eru fá. Frá aldamótum eru þetta einungis borgirnar Gatineau, Winnipeg, York, Alexandria, Cleveland, Eugene, Fort Collins, Hartford, Las Vegas, Los Angeles, New York og San Bernandino. Þá liggur það fyrir. Á þessari öld hafa einungis um 120 evrópskar eða norðuramerískar borgir opnað ný léttlestar-, sporvagna- eða hraðvagnakerfi. Einungis 120 nýjar „borgarlínur“. Til viðbótar má finna dæmi um 130 ný slík kerfi í Suður-Ameríku, Afríku, Asíu og Eyjaálfu á sama tímabili. Samtals eru þetta því um 250 borgir um allan heim. Loks má bæta því við að frá aldamótum hafa verið opnuð um 60 ný neðanjarðarlestarkerfi. Vonandi að þessi upptalning verði til þess að þagga niður í draumórafólkinu sem heldur að einhverjar hágæða-almenningssamgöngur séu framtíðin. Á tæpum tuttugu árum hafa 300 borgir um allan heim opnað nýjar borgarlínur. Allar hinar borgirnar eru að búa sig undir framtíðina. Og framtíðin er víst tómur, sjálfkeyrandi bíll, einn á leiðinni, að sækja eiganda sinn.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun