Hugleiðingar um votlendi - eru náttúruleg ferli á Íslandi öðruvísi en erlendis? Auður Magnúsdóttir og Árni Bragason skrifar 29. janúar 2018 13:56 Í loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna er endurheimt votlendis ein af þeim aðgerðum sem samningurinn viðurkennir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í mörgum löndum hefur verið farið í aðgerðir til þess að endurheimta votlendi í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka líffræðilegan fjölbreytileika, vernda vatnsbúskap og/eða draga úr útskolun næringarefna. Sem dæmi má nefna Finnland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland og Skotland. Á Íslandi eru stór framræst landsvæði í lítilli notkun. Margir landeigendur, ríki, sveitafélög, bændur og einkaaðilar hafa hug á því að endurheimta þessi landssvæði og stuðla þannig að minni losun gróðurhúsalofttegunda, temprun vatnssveifla og aukinni fjölbreytni í fuglalífi og gróðri á svæðinu. Í Bændablaðinu 25. janúar er opnugrein eftir þá Dr. Þorstein Guðmundsson og Dr. Guðna Þorlvaldsson og umfjöllun á forsíðunni. Þeir félagar draga ýmislegt fram varðandi óvissu og skort á rannsóknum á votlendi og endurheimt en efast ekki um að losun á sér stað á fjölmörgum stöðum. Ekkert af því sem þeir draga fram er nýtt eða kemur á óvart enda allt of lítið fé fengist til rannsókna og mælinga á gasjafnvægi á framræstu landi. Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa sýnt að framræsla mýra á Íslandi hefur sömu áhrif og erlendis, enda engin ástæða til að ætla annað en að sömu náttúrulegu ferlin fari þá í gang þar sem örverur nýta sér lífræna efnið sem safnast hefur upp í mýrum síðastliðin árhundruð til orkumyndunar. Til þess þurfa þær súrefni og losa frá sér koldíoxíð. Þegar mýrin er endurheimt og vatni aftur hleypt á hana, fá örverurnar ekkert súrefni og geta því ekki nýtt lífræna efnið og hætta því að losa koltvísýring. Hægara ferli fer þá í gang þar sem örverur losa metan en það er miklum mun hægara og því er loftslagsávinningurinn við það að endurheimta votlendi mjög mikill. Að auki losnar hlátursgas úr jarðvegi við framræslu í mjög litlum mæli en hefur samt áhrif á heildarjöfnuna þar sem hún er margfalt öflugari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð og metan. Þeir Þorsteinn og Guðni velta fyrir sér hvort ekki sé vænlegra að auka ræktun á framræstu landi til að auka bindingu. Það getur að sjálfsögðu átt við í einhverjum tilvikum þar sem viðkomandi landeigandi á ekki kost á öðru landi. Við viljum og þurfum að ná árangri í loftslagsmálum og teljum því að endurheimta eigi framræst land sem ekki er í notkun og taka til ræktunar lítt gróið og illa farið land eins og fjölmargir bændur eru að gera í samstarfi við Landgræðsluna í verkefnunum Bændur græða landið og í verkefnum Landbótasjóðs. Fráleitt er að halda því fram að endurheimt votlendis hamli möguleikum bænda til túnræktar og annarrar landnýtingar enda er landeigendum frjálst að taka þátt í slíkum aðgerðum. Þar er verið að beita hræðsluáróðri sem á ekki við nein rök að styðjast. Endurheimt votlendis hefur af lítt skiljanlegum ástæðum verið mætt af mikilli andsstöðu á Íslandi og ráðamenn hafa ekki enn tekið af skarið og valið endurheimt votlendis til þess að berjast við loftslagsvána. Þar hafa efasemdarmenn borið fyrir sig skort á rannsóknum á endurheimtaraðgerðum á Íslandi og óvissu í bæði tölum um losun og heildarflatarmál framræstra svæða. Eins og í öllum vísindarannsóknum er óvissa í mælingum og þegar um er að ræða líffræðileg kerfi er óvissan alltaf töluverð. Við vitum þó að á Íslandi voru grafnir tæplega 40 þúsund kílómetrar af skurðum á síðustu öld og af þeim hafa 34 þúsund kílómetrar verið kortlagðir. Flatarmál raskaðra votlenda er því augljóslega mjög stórt og hefur verið vel kortlagt. Við vitum líka að framræst votlendi losar mikið af gróðurhúsalofttegunum vegna ítarlega rannsókna síðastliðinna áratuga erlendis og á Íslandi. Landeigendur á Íslandi sem hafa áhuga á því að endurheimt votlendi í sinni eigu geta því núna strax farið af stað og lagt sitt af mörkum. Brýnt er að tryggja fjármagn til þessa og þar þarf ríkið en einnig einkaaðilar að koma að. Hópur áhugafólks hefur unnið að stofnun Votlendissjóðsins síðastliðna mánuði en hann hefur það markmið að tengja saman þá sem vilja leggja sitt af mörkum fjárhagslega í baráttunni gegn loftslagsvánni og eigendur raskaðra votlenda sem vilja endurheimta þeirra fyrri virkni. Berjumst saman gegn loftslagsvánni afkomendum okkar til heilla.Dr. Auður Magnúsdóttir, forseti Auðlinda og umhverfisdeildar LbhÍDr. Árni Bragason, landgræðslustjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna er endurheimt votlendis ein af þeim aðgerðum sem samningurinn viðurkennir til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í mörgum löndum hefur verið farið í aðgerðir til þess að endurheimta votlendi í þeim tilgangi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, auka líffræðilegan fjölbreytileika, vernda vatnsbúskap og/eða draga úr útskolun næringarefna. Sem dæmi má nefna Finnland, Svíþjóð, Hvíta-Rússland og Skotland. Á Íslandi eru stór framræst landsvæði í lítilli notkun. Margir landeigendur, ríki, sveitafélög, bændur og einkaaðilar hafa hug á því að endurheimta þessi landssvæði og stuðla þannig að minni losun gróðurhúsalofttegunda, temprun vatnssveifla og aukinni fjölbreytni í fuglalífi og gróðri á svæðinu. Í Bændablaðinu 25. janúar er opnugrein eftir þá Dr. Þorstein Guðmundsson og Dr. Guðna Þorlvaldsson og umfjöllun á forsíðunni. Þeir félagar draga ýmislegt fram varðandi óvissu og skort á rannsóknum á votlendi og endurheimt en efast ekki um að losun á sér stað á fjölmörgum stöðum. Ekkert af því sem þeir draga fram er nýtt eða kemur á óvart enda allt of lítið fé fengist til rannsókna og mælinga á gasjafnvægi á framræstu landi. Rannsóknir íslenskra vísindamanna hafa sýnt að framræsla mýra á Íslandi hefur sömu áhrif og erlendis, enda engin ástæða til að ætla annað en að sömu náttúrulegu ferlin fari þá í gang þar sem örverur nýta sér lífræna efnið sem safnast hefur upp í mýrum síðastliðin árhundruð til orkumyndunar. Til þess þurfa þær súrefni og losa frá sér koldíoxíð. Þegar mýrin er endurheimt og vatni aftur hleypt á hana, fá örverurnar ekkert súrefni og geta því ekki nýtt lífræna efnið og hætta því að losa koltvísýring. Hægara ferli fer þá í gang þar sem örverur losa metan en það er miklum mun hægara og því er loftslagsávinningurinn við það að endurheimta votlendi mjög mikill. Að auki losnar hlátursgas úr jarðvegi við framræslu í mjög litlum mæli en hefur samt áhrif á heildarjöfnuna þar sem hún er margfalt öflugari gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð og metan. Þeir Þorsteinn og Guðni velta fyrir sér hvort ekki sé vænlegra að auka ræktun á framræstu landi til að auka bindingu. Það getur að sjálfsögðu átt við í einhverjum tilvikum þar sem viðkomandi landeigandi á ekki kost á öðru landi. Við viljum og þurfum að ná árangri í loftslagsmálum og teljum því að endurheimta eigi framræst land sem ekki er í notkun og taka til ræktunar lítt gróið og illa farið land eins og fjölmargir bændur eru að gera í samstarfi við Landgræðsluna í verkefnunum Bændur græða landið og í verkefnum Landbótasjóðs. Fráleitt er að halda því fram að endurheimt votlendis hamli möguleikum bænda til túnræktar og annarrar landnýtingar enda er landeigendum frjálst að taka þátt í slíkum aðgerðum. Þar er verið að beita hræðsluáróðri sem á ekki við nein rök að styðjast. Endurheimt votlendis hefur af lítt skiljanlegum ástæðum verið mætt af mikilli andsstöðu á Íslandi og ráðamenn hafa ekki enn tekið af skarið og valið endurheimt votlendis til þess að berjast við loftslagsvána. Þar hafa efasemdarmenn borið fyrir sig skort á rannsóknum á endurheimtaraðgerðum á Íslandi og óvissu í bæði tölum um losun og heildarflatarmál framræstra svæða. Eins og í öllum vísindarannsóknum er óvissa í mælingum og þegar um er að ræða líffræðileg kerfi er óvissan alltaf töluverð. Við vitum þó að á Íslandi voru grafnir tæplega 40 þúsund kílómetrar af skurðum á síðustu öld og af þeim hafa 34 þúsund kílómetrar verið kortlagðir. Flatarmál raskaðra votlenda er því augljóslega mjög stórt og hefur verið vel kortlagt. Við vitum líka að framræst votlendi losar mikið af gróðurhúsalofttegunum vegna ítarlega rannsókna síðastliðinna áratuga erlendis og á Íslandi. Landeigendur á Íslandi sem hafa áhuga á því að endurheimt votlendi í sinni eigu geta því núna strax farið af stað og lagt sitt af mörkum. Brýnt er að tryggja fjármagn til þessa og þar þarf ríkið en einnig einkaaðilar að koma að. Hópur áhugafólks hefur unnið að stofnun Votlendissjóðsins síðastliðna mánuði en hann hefur það markmið að tengja saman þá sem vilja leggja sitt af mörkum fjárhagslega í baráttunni gegn loftslagsvánni og eigendur raskaðra votlenda sem vilja endurheimta þeirra fyrri virkni. Berjumst saman gegn loftslagsvánni afkomendum okkar til heilla.Dr. Auður Magnúsdóttir, forseti Auðlinda og umhverfisdeildar LbhÍDr. Árni Bragason, landgræðslustjóri
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun