Mannamót – mikilvægur vettvangur í ferðaþjónustu Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar 17. janúar 2018 08:56 Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin. Mannamót sem er fimm ára í ár hefur vaxið á hverju ári og er nú orðinn einn af mikilvægustu viðburðum ferðaþjónustunnar á hverju ári. Vettvangurinn styður við stærstu áskorun íslenskrar ferðaþjónustu sem er að bæta nýtingu auðlindarinnar og tryggja að henni sé skilað áfram til næstu kynslóða svo hægt sé að byggja upp til lengri tíma og skila landi og þjóð arð af þessari auðlind um ókomna tíð. Byggja verður ferðaþjónustan upp sem öfluga atvinnugrein og í sátt við náttúruna, umhverfi og samfélag. Til að ná þessu fram þarf að ráðast í ýmis verkefni og má þar nefna áskoranirnar um að bæta dreifingu ferðamanna um landið og jafna árstíðasveifluna um allt land. Árangur í þessum stóru forgangsmálum styður við uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum, þar sem þau geta öll bætt nýtingu sinna fjárfestinga með því að ná sem mestum arði úr auðlindinni okkar sem er náttúra og mannlíf á Íslandi. Nú er staðan sú að á Suðurlandi, Vesturlandi, Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu hefur náðst góður árangur í að efla vetrarferðaþjónustu og minnka árstíðasveifluna. Þessi árangur hefur dregið að sér fjárfesta sem byggja upp öfluga afþreyingu, gistingu og veitingaþjónustu. Ríflega 80% fyrirtækja á þessum svæðum er nú í heilsársrekstri sem er lykilatriði í uppbyggingu ferðaþjónustu, skilar sér í öflugra starfsfólki og uppbyggingu svæða þar sem nú eru til staðar ný og spennandi atvinnutækifæri. Vestfirðir, Norðurland og Austurland eiga enn óinnleyst tækifæri í uppbyggingu utan háannatíma vegna skorts á öruggum samgöngum en sú uppbygging mun skila sér í gríðarlegum ávinningi fyrir landið allt þegar náðst hefur að byggja þar upp ferðaþjónustuna sem heilsárs atvinnugrein. Vaxtartækifærin í ferðaþjónustunni eru mikil og gríðarlegur hraði í þróun greinarinnar. Því er nauðsynlegt að til sé heildstæð áætlun bæði til að grípa tækifærin sem skapast og ekki síður til að geta gripið inn í neikvæða þróun þar sem nauðsynlegt er. Markaðsstofur landshlutanna vinna nú í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála að áfangastaðaáætlunum DMP sem ætlað er að svara kalli ferðaþjónustunnar eftir skýrri stefnu til stuðnings við sína uppbyggingu og framkvæmd fjárfestingarverkefna. Í þessari vinnu, sem mun stuðla að uppbyggingu, þróun og vexti, er öflugt samtal hagsmunaaðilanna þ.e. ferðaþjónustufyrirtækjanna og sveitarfélaga lykilatriði en sveitarfélögin eru nú flest farin að sjá ferðaþjónustuna skila þeim miklum tekjum, uppbyggingu og jákvæðum áhrifum á samfélagið. Sýningin Mannamót er frábært vettvangur til að efla þetta samtal og óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið þar til góðar hugmyndir sem öflugir aðilar hafa síðan hrint í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Arnheiður Jóhannsdóttir Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framundan er ferðasýningin Mannamót sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna í samstarfi við Flugfélagið Erni. Á þessari sýningu koma saman ríflega 200 ferðaþjónustufyrirtæki af öllu landinu og kynna starfsemi sína fyrir gestum sem koma frá ferðaskrifstofum á höfuðborgarsvæðinu og erlendis frá, stoðkerfi ferðaþjónustunnar og úr ferðaþjónustutengdu námi. Ekki síður er mikilvægt að á þessum degi nota menn tækifærið til að hitta samstarfsaðila, efla tengslin og ræða stóru málin. Mannamót sem er fimm ára í ár hefur vaxið á hverju ári og er nú orðinn einn af mikilvægustu viðburðum ferðaþjónustunnar á hverju ári. Vettvangurinn styður við stærstu áskorun íslenskrar ferðaþjónustu sem er að bæta nýtingu auðlindarinnar og tryggja að henni sé skilað áfram til næstu kynslóða svo hægt sé að byggja upp til lengri tíma og skila landi og þjóð arð af þessari auðlind um ókomna tíð. Byggja verður ferðaþjónustan upp sem öfluga atvinnugrein og í sátt við náttúruna, umhverfi og samfélag. Til að ná þessu fram þarf að ráðast í ýmis verkefni og má þar nefna áskoranirnar um að bæta dreifingu ferðamanna um landið og jafna árstíðasveifluna um allt land. Árangur í þessum stóru forgangsmálum styður við uppbyggingu ferðaþjónustufyrirtækja í öllum landshlutum, þar sem þau geta öll bætt nýtingu sinna fjárfestinga með því að ná sem mestum arði úr auðlindinni okkar sem er náttúra og mannlíf á Íslandi. Nú er staðan sú að á Suðurlandi, Vesturlandi, Reykjanesi og Höfuðborgarsvæðinu hefur náðst góður árangur í að efla vetrarferðaþjónustu og minnka árstíðasveifluna. Þessi árangur hefur dregið að sér fjárfesta sem byggja upp öfluga afþreyingu, gistingu og veitingaþjónustu. Ríflega 80% fyrirtækja á þessum svæðum er nú í heilsársrekstri sem er lykilatriði í uppbyggingu ferðaþjónustu, skilar sér í öflugra starfsfólki og uppbyggingu svæða þar sem nú eru til staðar ný og spennandi atvinnutækifæri. Vestfirðir, Norðurland og Austurland eiga enn óinnleyst tækifæri í uppbyggingu utan háannatíma vegna skorts á öruggum samgöngum en sú uppbygging mun skila sér í gríðarlegum ávinningi fyrir landið allt þegar náðst hefur að byggja þar upp ferðaþjónustuna sem heilsárs atvinnugrein. Vaxtartækifærin í ferðaþjónustunni eru mikil og gríðarlegur hraði í þróun greinarinnar. Því er nauðsynlegt að til sé heildstæð áætlun bæði til að grípa tækifærin sem skapast og ekki síður til að geta gripið inn í neikvæða þróun þar sem nauðsynlegt er. Markaðsstofur landshlutanna vinna nú í samstarfi við Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála að áfangastaðaáætlunum DMP sem ætlað er að svara kalli ferðaþjónustunnar eftir skýrri stefnu til stuðnings við sína uppbyggingu og framkvæmd fjárfestingarverkefna. Í þessari vinnu, sem mun stuðla að uppbyggingu, þróun og vexti, er öflugt samtal hagsmunaaðilanna þ.e. ferðaþjónustufyrirtækjanna og sveitarfélaga lykilatriði en sveitarfélögin eru nú flest farin að sjá ferðaþjónustuna skila þeim miklum tekjum, uppbyggingu og jákvæðum áhrifum á samfélagið. Sýningin Mannamót er frábært vettvangur til að efla þetta samtal og óhætt að segja að á undanförnum árum hafi orðið þar til góðar hugmyndir sem öflugir aðilar hafa síðan hrint í framkvæmd. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar