Körfubolti

Níundi útisigur Golden State í röð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stephen Curry fór fyrir liði Golden State
Stephen Curry fór fyrir liði Golden State vísir/getty
Meistararnir í Golden State Warriors unnu sinn níunda útileik í röð í nótt þegar liðið hafði bitur gegn Houston Rockets í bandarísku NBA deildinni í körfubolta.

Stephen Curry fór fyrir liði Golden State að vanda og skoraði 29 stig og Klay Thompson setti 28. Warriors hefur nú unnið 16 útileiki á tímabilinu, meira en nokkuð annað lið í deildinni.

Leikurinn var nokkuð jafn lengi af, en meistararnir náðu að koma sér upp 7 stiga forskoti þegar aðeins rúmar 3 mínútur voru eftir. Þeir skoruðu svo næstu fimm stig og svo gott sem tryggðu sér sigurinn, en lokatölur urðu 124-114.

Eric Gordon skoraði 30 stig fyrir Rockets og Gerald Green var atkvæðamikill af bekknum með 29 stig, þar af 8 þrista.







Russell Westbrook náði sér í sína 13. þreföldu tvennu þegar Oklahoma City Thunder hafði betur gegn Los Angeles Clippers á útivelli. Westbrook skoraði 29 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.

Paul George skoraði 31 stig og Carmelo Anthony önnur 22. Heimamenn í Clippers foru með þriggja stiga forystu fyrir loka leikhlutann í leik sem hafði verið mjög jafn. Oklahoma byrjaði hins vegar fjórða leikhluta með því að skora 12 stig í röð því Clippers hittu ekki úr fyrstu sjö skotum sínum í leikhlutanum.







Úrslit næturinnar:

Houston Rockets - Golden State Warriors 114-124

LA Clippers - Oklahoma City Thunder 117-127

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×