Hefur landsbyggðin orðið undir? Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 21. desember 2017 07:00 Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukin framlög til heilbrigðiskerfisins ná ekki til landsins alls. Það eru að minnsta kosti tvær stofnanir á norðausturhluta landsins sem virðast ekki vera á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.Geta ekki haldið sér á floti Það er nefnilega þannig að þó svo að heilbrigðisráðherra segi áherslu vera lagða á að efla heilbrigðisþjónustu um allt land er staðreyndin samt sem áður sú að bæði Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands geta ekki haldið sér á floti og Heilbrigðisstofnun Norðurlands er beinlínis ætlað að hagræða í rekstri sínum. Hagræðing sem getur kostað það að öryggi fólks er stefnt í hættu því að íbúar Raufarhafnar og nærsveita sjá nú fram á að um áramótin er fyrirhugað að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna, þjónustu sem tryggir öryggi íbúa og kemur þeim fljótt og örugglega áfram í réttar hendur heilbrigðisstarfsmanna í heimabyggð. Þetta þýðir að fjórða stærsta heilbrigðisstofnun landsins nær alls ekki að þjónusta með fullnægjandi hætti þá 35 þúsund íbúa sem henni er ætlað, því tek ég undir orð forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að þetta hljóti að vera mistök – og þó. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að hækka greiðsluþátttökuþakið, nefnir til sögunnar ferðakostnað þeirra sem þurfa að nýta sér heilbrigðiskerfið. Í þessum orðum kemur það skýrt fram að ekki standi til að rétta hlut þessara heilbrigðisstofnana þar sem ætlast er til að sjúklingar noti nauðsynlega þjónustu annars staðar en í heimabyggð, það er kannski þannig sem ráðherra skilgreinir hugtökin byggðamál og búsetujafnrétti. Hugsanlega gerir ráðherra sér ekki grein fyrir hvað felst í því að færa þjónustu nær fólki, það er jú misjafnt hvaða sjónarhorn fólk velur sér. Heilbrigðismál eru það mál sem landsmenn vilja í forgang og nú nýverið benti landlæknir á þá staðreynd að heilbrigðiskerfið lifði sínu sjálfstæða lífi og það kristallast í áformum ríkisstjórnarinnar, lítill vilji virðist vera til þess að breyta því þannig að það virki sem best fyrir alla.Bjöguð forgangsröðun Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er bjöguð, það er skýlaus krafa að heilbrigðisstofnanir á Norðausturlandi fái stóraukningu á þessum fjárlögum í meðförum Alþingis. Ég tel það eðlilegt að þegar um er að ræða fjárframlög til heilbrigðiskerfisins þá nái aukningin til landsins alls. Eða hef ég misskilið hlutina allverulega? Hefur kerfið nú þegar tekið völdin í stefnumótun stjórnvalda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukin framlög til heilbrigðiskerfisins ná ekki til landsins alls. Það eru að minnsta kosti tvær stofnanir á norðausturhluta landsins sem virðast ekki vera á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.Geta ekki haldið sér á floti Það er nefnilega þannig að þó svo að heilbrigðisráðherra segi áherslu vera lagða á að efla heilbrigðisþjónustu um allt land er staðreyndin samt sem áður sú að bæði Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands geta ekki haldið sér á floti og Heilbrigðisstofnun Norðurlands er beinlínis ætlað að hagræða í rekstri sínum. Hagræðing sem getur kostað það að öryggi fólks er stefnt í hættu því að íbúar Raufarhafnar og nærsveita sjá nú fram á að um áramótin er fyrirhugað að leggja niður fullbúinn sjúkrabíl og vakt launaðra, menntaðra sjúkraflutningamanna, þjónustu sem tryggir öryggi íbúa og kemur þeim fljótt og örugglega áfram í réttar hendur heilbrigðisstarfsmanna í heimabyggð. Þetta þýðir að fjórða stærsta heilbrigðisstofnun landsins nær alls ekki að þjónusta með fullnægjandi hætti þá 35 þúsund íbúa sem henni er ætlað, því tek ég undir orð forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að þetta hljóti að vera mistök – og þó. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að hækka greiðsluþátttökuþakið, nefnir til sögunnar ferðakostnað þeirra sem þurfa að nýta sér heilbrigðiskerfið. Í þessum orðum kemur það skýrt fram að ekki standi til að rétta hlut þessara heilbrigðisstofnana þar sem ætlast er til að sjúklingar noti nauðsynlega þjónustu annars staðar en í heimabyggð, það er kannski þannig sem ráðherra skilgreinir hugtökin byggðamál og búsetujafnrétti. Hugsanlega gerir ráðherra sér ekki grein fyrir hvað felst í því að færa þjónustu nær fólki, það er jú misjafnt hvaða sjónarhorn fólk velur sér. Heilbrigðismál eru það mál sem landsmenn vilja í forgang og nú nýverið benti landlæknir á þá staðreynd að heilbrigðiskerfið lifði sínu sjálfstæða lífi og það kristallast í áformum ríkisstjórnarinnar, lítill vilji virðist vera til þess að breyta því þannig að það virki sem best fyrir alla.Bjöguð forgangsröðun Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er bjöguð, það er skýlaus krafa að heilbrigðisstofnanir á Norðausturlandi fái stóraukningu á þessum fjárlögum í meðförum Alþingis. Ég tel það eðlilegt að þegar um er að ræða fjárframlög til heilbrigðiskerfisins þá nái aukningin til landsins alls. Eða hef ég misskilið hlutina allverulega? Hefur kerfið nú þegar tekið völdin í stefnumótun stjórnvalda? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun