Kvikmyndaiðnaður ræktar vörumerkið Ísland Sigurður Hannesson skrifar 21. desember 2017 07:00 Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni er umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem hefur víðtæk og jákvæð áhrif á samfélagið allt. Það efni sem framleitt er styrkir stöðu tungumálsins okkar, laðar erlenda ferðamenn til landsins og skapar ótal störf og önnur verðmæti í samfélaginu. Velta í þessari grein hugverkaiðnaðar nam tæplega 20 milljörðum króna í fyrra og hefur hún aldrei áður verið meiri. Hefur veltan í greininni fjórfaldast frá árinu 2010 og er samanlögð velta á tímabilinu 2009-2016 orðin tæplega 100 milljarðar króna. Fjöldi ferðamanna sækir landið heim eftir að hafa dáðst að íslenskri náttúru í alþjóðlegum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Einn af hverjum sex erlendum ferðamönnum sækir Ísland heim vegna alþjóðlegra kvikmynda, heimildarmynda, sjónvarpsþátta og tónlistarmyndbanda sem sýna íslenska náttúru, samkvæmt könnun á ferðavenjum erlendra ferðamanna. Þessu til viðbótar segja 4,4% að hugmyndin hafi vaknað við að horfa á íslenskar kvikmyndir. Það er því hægt að fullyrða að stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma gerir það vegna þeirrar öflugu starfsemi sem hér er á þessum vettvangi hugverkaiðnaðar. Greinin skilar þannig talsvert meiru til þjóðarbúsins en ofangreindar veltutölur einar bera með sér og er þannig stór þáttur í gjaldeyrissköpun landsins, hagvexti síðustu ára og atvinnusköpun. Um síðustu áramót tók gildi breyting á lögum um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar og hækkaði endurgreiðslan úr 20% í 25%. Það var mikil sátt á Alþingi með afgreiðslu málsins og voru allir flokkar sammála um mikilvægi þess. Einstök náttúra, íslenskt fagfólk með reynslu og skattalegir hvatar skapa Íslandi sérstöðu til að laða til sín erlend verkefni og ætti ekki að setja hömlur á endurgreiðslurnar líkt og greint hefur verið frá í fréttum. Þá ætti að stefna að því að auka enn frekar framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Þannig ræktum við vörumerkið Ísland og aukum eftirspurn eftir Íslandi og því sem frá landinu kemur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Hannesson Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Framleiðsla á kvikmyndum, myndböndum og sjónvarpsefni er umfangsmikil atvinnugrein hér á landi sem hefur víðtæk og jákvæð áhrif á samfélagið allt. Það efni sem framleitt er styrkir stöðu tungumálsins okkar, laðar erlenda ferðamenn til landsins og skapar ótal störf og önnur verðmæti í samfélaginu. Velta í þessari grein hugverkaiðnaðar nam tæplega 20 milljörðum króna í fyrra og hefur hún aldrei áður verið meiri. Hefur veltan í greininni fjórfaldast frá árinu 2010 og er samanlögð velta á tímabilinu 2009-2016 orðin tæplega 100 milljarðar króna. Fjöldi ferðamanna sækir landið heim eftir að hafa dáðst að íslenskri náttúru í alþjóðlegum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Einn af hverjum sex erlendum ferðamönnum sækir Ísland heim vegna alþjóðlegra kvikmynda, heimildarmynda, sjónvarpsþátta og tónlistarmyndbanda sem sýna íslenska náttúru, samkvæmt könnun á ferðavenjum erlendra ferðamanna. Þessu til viðbótar segja 4,4% að hugmyndin hafi vaknað við að horfa á íslenskar kvikmyndir. Það er því hægt að fullyrða að stór hluti þeirra erlendu ferðamanna sem hingað koma gerir það vegna þeirrar öflugu starfsemi sem hér er á þessum vettvangi hugverkaiðnaðar. Greinin skilar þannig talsvert meiru til þjóðarbúsins en ofangreindar veltutölur einar bera með sér og er þannig stór þáttur í gjaldeyrissköpun landsins, hagvexti síðustu ára og atvinnusköpun. Um síðustu áramót tók gildi breyting á lögum um endurgreiðslu til kvikmyndagerðar og hækkaði endurgreiðslan úr 20% í 25%. Það var mikil sátt á Alþingi með afgreiðslu málsins og voru allir flokkar sammála um mikilvægi þess. Einstök náttúra, íslenskt fagfólk með reynslu og skattalegir hvatar skapa Íslandi sérstöðu til að laða til sín erlend verkefni og ætti ekki að setja hömlur á endurgreiðslurnar líkt og greint hefur verið frá í fréttum. Þá ætti að stefna að því að auka enn frekar framleiðslu á leiknu íslensku sjónvarpsefni. Þannig ræktum við vörumerkið Ísland og aukum eftirspurn eftir Íslandi og því sem frá landinu kemur. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun