Bitcoin tekur skarpa dýfu eftir hraðan vöxt Daníel Freyr Birkisson skrifar 22. desember 2017 12:04 Bitcoin er rafræn mynt og stunda eigendur hennar ekki viðskipti með skildingi líkt og þessum. vísir/getty Verðgildi rafmyntarinnar Bitcoin hefur tekið skarpa dýfu í þessari viku en þegar þessi frétt er skrifuð nemur einn Bitcoin-aur 13.949 Bandaríkjadölum (tæplega 1,5 milljón kr.). Þetta kemur fram á vef Financial Times. Gífurlegar sveiflur urðu á mörkuðum í morgun en verð hrundi um tæp 20 prósent, úr 15.600 dollurum (tæplega 1,7 milljón kr.) niður í 12.560 dollara (rúmlega 1,3 milljón kr.). Gengi Bitcoin hefur á þessu ári tekið stórfelldum hækkunum en í byrjun árs var verðgildi hverrar myntar í kringum þúsund dollara. Síðasta sunnudag fór gengið upp í 20 þúsund dollara (rúmlega 2,1 milljón kr.) en það er hæsta verð sem fengist hefur fyrir Bitcoin. Lækkunin nam því 38 prósentum þegar verst lét. Bitcoin var upphaflega kynnt af Satoshi Nakamoto árið 2009. Ólíkt hefðbundinni mynt er bitcoin ekki gefið út af banka eða einstaklingum en hægt er að eignast bitcoin-aura með svokallaðri námavinnslu (e. mining) á netinu eins og um verðmætan málm væri að ræða. Rafmyntir Tengdar fréttir Bíræfnir Bitcoin-þjófar stórgræða á gengishækkun dagsins Tölvuhakkarar höfðu með sér á brott 4.700 Bitcoin aura í gærnótt frá slóvenska fyrirtækinu NiceHash. Gengi Bitcoin hækkaði síðan á ofurhraða í dag. 7. desember 2017 16:41 Winklevoss tvíburarnir stórgræða á bitcoin Tyler og Cameron Winklevoss, bræðurnir sem stefndu Mark Zuckerberg, fjárfestu á sínum tíma í bitcoin. Hlutur þeirra er talinn vera um 104 milljarðar króna í dag en gengi bitcoin hefur hækkað gríðarlega undanfarin ár. 5. desember 2017 10:09 Bitcoin tekur skarpa dýfu Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga. 1. desember 2017 05:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Verðgildi rafmyntarinnar Bitcoin hefur tekið skarpa dýfu í þessari viku en þegar þessi frétt er skrifuð nemur einn Bitcoin-aur 13.949 Bandaríkjadölum (tæplega 1,5 milljón kr.). Þetta kemur fram á vef Financial Times. Gífurlegar sveiflur urðu á mörkuðum í morgun en verð hrundi um tæp 20 prósent, úr 15.600 dollurum (tæplega 1,7 milljón kr.) niður í 12.560 dollara (rúmlega 1,3 milljón kr.). Gengi Bitcoin hefur á þessu ári tekið stórfelldum hækkunum en í byrjun árs var verðgildi hverrar myntar í kringum þúsund dollara. Síðasta sunnudag fór gengið upp í 20 þúsund dollara (rúmlega 2,1 milljón kr.) en það er hæsta verð sem fengist hefur fyrir Bitcoin. Lækkunin nam því 38 prósentum þegar verst lét. Bitcoin var upphaflega kynnt af Satoshi Nakamoto árið 2009. Ólíkt hefðbundinni mynt er bitcoin ekki gefið út af banka eða einstaklingum en hægt er að eignast bitcoin-aura með svokallaðri námavinnslu (e. mining) á netinu eins og um verðmætan málm væri að ræða.
Rafmyntir Tengdar fréttir Bíræfnir Bitcoin-þjófar stórgræða á gengishækkun dagsins Tölvuhakkarar höfðu með sér á brott 4.700 Bitcoin aura í gærnótt frá slóvenska fyrirtækinu NiceHash. Gengi Bitcoin hækkaði síðan á ofurhraða í dag. 7. desember 2017 16:41 Winklevoss tvíburarnir stórgræða á bitcoin Tyler og Cameron Winklevoss, bræðurnir sem stefndu Mark Zuckerberg, fjárfestu á sínum tíma í bitcoin. Hlutur þeirra er talinn vera um 104 milljarðar króna í dag en gengi bitcoin hefur hækkað gríðarlega undanfarin ár. 5. desember 2017 10:09 Bitcoin tekur skarpa dýfu Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga. 1. desember 2017 05:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bíræfnir Bitcoin-þjófar stórgræða á gengishækkun dagsins Tölvuhakkarar höfðu með sér á brott 4.700 Bitcoin aura í gærnótt frá slóvenska fyrirtækinu NiceHash. Gengi Bitcoin hækkaði síðan á ofurhraða í dag. 7. desember 2017 16:41
Winklevoss tvíburarnir stórgræða á bitcoin Tyler og Cameron Winklevoss, bræðurnir sem stefndu Mark Zuckerberg, fjárfestu á sínum tíma í bitcoin. Hlutur þeirra er talinn vera um 104 milljarðar króna í dag en gengi bitcoin hefur hækkað gríðarlega undanfarin ár. 5. desember 2017 10:09
Bitcoin tekur skarpa dýfu Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga. 1. desember 2017 05:00