Hræsnin um launin Gunnlaugur Stefánsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Forseti Alþýðusambands Íslands býsnast yfir launum biskups Íslands og alþingismanna, telur kjararáð, sem ákveður launin þeirra, vera á algjörum villigötum, skilur ekkert í hvaða vinnumarkað ráðið miði við og hótar að segja upp kjarasamningum láglaunafólks. Svo söng Fríkirkjupresturinn í Reykjavík, sem er einn tekjuhæsti prestur landsins, af vandlætingu viðlagið með Viðskiptaráði. Tekjuhátt fólk man oft ekki nákvæmlega hvaða laun það hefur. Gildir það um forseta Alþýðusambands Íslands? Kjararáð hækkaði nefnilega laun biskups í nánast sömu laun og forseti Alþýðusambandsins hefur fyrir störfin sín og haft um árabil, þó alþingismenn séu enn með um fjórðungi lægri laun en hann. Nú gegnir biskup elsta embætti í sögu þjóðar og alþingismenn setja landinu lög, en líklega vegur það létt í samanburði við ábyrgðina sem hvílir á herðum forseta Alþýðusambands Íslands. Ef nær er skoðað í vinnumarkað verkalýðsforystunnar, þá eru samkvæmt skattskrám vandfundnir verkalýðsforingjar sem ekki eru með á aðra milljón á mánuði og vekja athygli mörg dæmi um hækkun launa þeirra á milli áranna 2015 og 2016 um 20-45% samkvæmt fréttum fjölmiðla. Ekki varð það til að rústa „sáttinni“ um lægstu laun á vinnumarkaði. Sjálfsagt er að verðskulda með góðum launum ábyrgðarfull störf forystufólks í launþegahreyfingunni sem m.a. felast í að ákveða laun fyrir stjórnendur lífeyrissjóða landsins. Þá kemur ekkert annað til greina en að greiða ofurlaun, sem kjararáð hefur ekki enn treyst sér til að hafa til viðmiðunar í úrskurðum sínum. Hvenær kemur sá tími að verkalýðsforingjar horfi sér nær og hafi vinnumarkað að viðmiðun, sem þeir þekkja best af eigin reynslu og segi þess vegna upp kjarasamningum láglaunafólks? Í kjaraviðræðum í framhaldinu færi vel á því að fólkið við samningaborðið skiptist á upplýsingum um hvert annars laun og létu svo ráða um niðurstöðu kjarasamnings fyrir láglaunafólkið. Það væri lifandi vinnumarkaður til að taka mark á og miða lægstu launin við. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
Forseti Alþýðusambands Íslands býsnast yfir launum biskups Íslands og alþingismanna, telur kjararáð, sem ákveður launin þeirra, vera á algjörum villigötum, skilur ekkert í hvaða vinnumarkað ráðið miði við og hótar að segja upp kjarasamningum láglaunafólks. Svo söng Fríkirkjupresturinn í Reykjavík, sem er einn tekjuhæsti prestur landsins, af vandlætingu viðlagið með Viðskiptaráði. Tekjuhátt fólk man oft ekki nákvæmlega hvaða laun það hefur. Gildir það um forseta Alþýðusambands Íslands? Kjararáð hækkaði nefnilega laun biskups í nánast sömu laun og forseti Alþýðusambandsins hefur fyrir störfin sín og haft um árabil, þó alþingismenn séu enn með um fjórðungi lægri laun en hann. Nú gegnir biskup elsta embætti í sögu þjóðar og alþingismenn setja landinu lög, en líklega vegur það létt í samanburði við ábyrgðina sem hvílir á herðum forseta Alþýðusambands Íslands. Ef nær er skoðað í vinnumarkað verkalýðsforystunnar, þá eru samkvæmt skattskrám vandfundnir verkalýðsforingjar sem ekki eru með á aðra milljón á mánuði og vekja athygli mörg dæmi um hækkun launa þeirra á milli áranna 2015 og 2016 um 20-45% samkvæmt fréttum fjölmiðla. Ekki varð það til að rústa „sáttinni“ um lægstu laun á vinnumarkaði. Sjálfsagt er að verðskulda með góðum launum ábyrgðarfull störf forystufólks í launþegahreyfingunni sem m.a. felast í að ákveða laun fyrir stjórnendur lífeyrissjóða landsins. Þá kemur ekkert annað til greina en að greiða ofurlaun, sem kjararáð hefur ekki enn treyst sér til að hafa til viðmiðunar í úrskurðum sínum. Hvenær kemur sá tími að verkalýðsforingjar horfi sér nær og hafi vinnumarkað að viðmiðun, sem þeir þekkja best af eigin reynslu og segi þess vegna upp kjarasamningum láglaunafólks? Í kjaraviðræðum í framhaldinu færi vel á því að fólkið við samningaborðið skiptist á upplýsingum um hvert annars laun og létu svo ráða um niðurstöðu kjarasamnings fyrir láglaunafólkið. Það væri lifandi vinnumarkaður til að taka mark á og miða lægstu launin við. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og sóknarprestur í Heydölum.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar