Er ríkisstjórnin að skipa sér á bekk með UKIP, AfD, Front National og Wilders? Ole Anton Bieltvedt skrifar 13. desember 2017 07:00 Á síðustu árum hafa hægri öfgaöfl og þjóðernis- og einangrunarsinnar náð nokkurri fótfestu í Evrópu, einkum á grundvelli áróðurs gegn komu stríðshrjáðra flóttamanna, sem Evrópu ber þó að hjálpa, ekki aðeins vegna þeirrar mannúðar, sem við kennum okkur við, heldur líka vegna þeirra skyldna, sem við tókum á okkur með Genfarsáttmálanum. Þessi öfgaöfl gengu hvað lengst með UKIP í Bretlandi, en þar beindist útlendingahatrið ekki aðeins að stríðs- og efnahagsflóttamönnum, heldur einnig að öðrum Evrópubúum, frá Suður- og Austur-Evrópu, sem komu til landsins í leit að betra lífi. Þessi hatrammi áróður UKIP var aðalástæða þess, að til Brexit kom. Það voru reyndar ekki nema 37,4% brezkra kjósenda, sem kusu Brexit, og því ekki nema rúmur þriðjungur landsmanna, sem leiddu Breta út í óvisst og vafasamt Brexit ævintýrið – sem sumir kalla nú Titanic 2 – undir öfga- og blekkingakenndum áróðri UKIP. UKIP hefur, ásamt AfD í Þýzkalandi, Front National í Frakklandi, „Frelsisflokki“ Geert Wilders í Hollandi, það helzt á stefnuskrá sinni að brjóta Evrópusambandið upp, leggja niður sameiginlegan gjaldmiðil álfunnar, evruna, stöðva komu flóttamanna og innflytjenda og helzt reka alla útlendinga, í sumum tilfellum líka aðra Evrópubúa, úr landi. Flestum, sem reynt hafa að skilgreina og skilja þróun og stöðu Evrópu, blöskrar þessi þröngsýni og þessi yfirkeyrða þjóðerniskennd, en sú staðreynd blasir við öllum, sem sjá vilja, að sameining Evrópu, samstarf og samhæfing krafta þjóða álfunnar, ásamt einum sambyggðum, sterkum og traustum gjaldmiðli, evrunni, hefur einmitt tryggt frið, framgang og velferð í álfunni síðustu 70 árin, svo og sterka stöðu hennar í heiminum, eftir að helztu þjóðríki álfunnar höfðu borizt á banaspjótum í heiftarlegum stríðum og átökum áratugina þar á undan. Evrópusambandið er því í reynd stærsta framfara- og öryggisskrefið fyrir íbúa Evrópu, líka okkur, sem tekið hefur verið í sögu hennar. Má minna á þá staðreynd, að Evrópubúar eru nú aðeins 7% af jarðarbúum, og mun þetta hlutfall fara niður í 4.5% um næstu aldamót. Er því afar brýnt fyrir framtíðaröryggi Evrópu, að þjóðir hennar myndi eina og sterka sameiginlega fylkingu, til að standa af sér ógnir og ágang annarra afla í óvissri framtíð. Ekki með byggingu múra, heldur með samstilltu afli, sem hefur styrk til að verja Evrópu, siðmenningu hennar og mannlíf, af hófsemd en festu, og hefur getu til að hjálpa þjóðum utan Evrópu til sjálfsbjargar. Einnig verður að minna á, að það er einmitt Evrópa, sem hefur tryggt okkur hér á Íslandi þær framfarir og þá hagsæld, sem við höfum náð, eftir hrunið, en frjáls og tollalaus aðgangur okkar að ESB mörkuðunum hefur tryggt okkur beztu möguleg viðskiptakjör fyrir afurðir okkar og þjónustu, enda fara 80-90% þeirra til Evrópu. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir, leyfir ný ríkisstjórn sér að taka þessa afstöðu til Evrópusambandsins í stjórnarsáttmálanum: „Hagsmunum Íslands er bezt borgið með því að standa áfram utan Evrópusambandsins.“ Með þessu skipa bæði VG, sem á að vera vinstri grænn flokkur, og Framsókn, sem á að vera miðjuflokkur, sér á bekk með helztu öfga- og ofstækisöflum álfunnar, sem er ótrúlegt og óskiljanlegt. Evrópusambandið hefur lagt mikla áherzlu á að stöðva alþjóðleg stórfyrirtæki í verðsamráði á kostnað neytenda, fyrirbyggja misnotkun og yfirkeyrða verðlagningu fyrirtækja, sem hafa nánast einokunaraðstöðu, eins og Microsoft, knýja stórfyrirtæki til að greiða sanngjarna skatta í Evrópu, í þágu almennings, eins og Apple, tryggja evrópskum neytendum öryggi og velferð varðandi tæknivörur, matvörur og aðrar neytendavörur, með skýrum gæða- og öryggisstöðlum, stöðva arðrán sumra þjónustufyrirtækja, t.a.m. símafyrirtækja, sem beittu óhæfilegu reikigjaldi á farsímanotendur o.s.frv., en með þessari miklu og öflugu neytendavernd og afstöðu með neytendum og almenningi í Evrópu, gegn auðvaldi og yfirgangi sumra stórfyrirtækja, hafa allir aðrir evrópskir vinstri og miðjuflokkar fagnað og stutt starf og uppbyggingu ESB af alhug. Katrín og Sigurður Ingi, það er margt gott hjá ykkur í stjórnarsáttmálanum, einkum í innlendum málefnum og dýra- og umhverfisvernd, en þið getið ekki verið þekkt fyrir þessa afstöðu til Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar við sitt rétta heygarðshorn. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa hægri öfgaöfl og þjóðernis- og einangrunarsinnar náð nokkurri fótfestu í Evrópu, einkum á grundvelli áróðurs gegn komu stríðshrjáðra flóttamanna, sem Evrópu ber þó að hjálpa, ekki aðeins vegna þeirrar mannúðar, sem við kennum okkur við, heldur líka vegna þeirra skyldna, sem við tókum á okkur með Genfarsáttmálanum. Þessi öfgaöfl gengu hvað lengst með UKIP í Bretlandi, en þar beindist útlendingahatrið ekki aðeins að stríðs- og efnahagsflóttamönnum, heldur einnig að öðrum Evrópubúum, frá Suður- og Austur-Evrópu, sem komu til landsins í leit að betra lífi. Þessi hatrammi áróður UKIP var aðalástæða þess, að til Brexit kom. Það voru reyndar ekki nema 37,4% brezkra kjósenda, sem kusu Brexit, og því ekki nema rúmur þriðjungur landsmanna, sem leiddu Breta út í óvisst og vafasamt Brexit ævintýrið – sem sumir kalla nú Titanic 2 – undir öfga- og blekkingakenndum áróðri UKIP. UKIP hefur, ásamt AfD í Þýzkalandi, Front National í Frakklandi, „Frelsisflokki“ Geert Wilders í Hollandi, það helzt á stefnuskrá sinni að brjóta Evrópusambandið upp, leggja niður sameiginlegan gjaldmiðil álfunnar, evruna, stöðva komu flóttamanna og innflytjenda og helzt reka alla útlendinga, í sumum tilfellum líka aðra Evrópubúa, úr landi. Flestum, sem reynt hafa að skilgreina og skilja þróun og stöðu Evrópu, blöskrar þessi þröngsýni og þessi yfirkeyrða þjóðerniskennd, en sú staðreynd blasir við öllum, sem sjá vilja, að sameining Evrópu, samstarf og samhæfing krafta þjóða álfunnar, ásamt einum sambyggðum, sterkum og traustum gjaldmiðli, evrunni, hefur einmitt tryggt frið, framgang og velferð í álfunni síðustu 70 árin, svo og sterka stöðu hennar í heiminum, eftir að helztu þjóðríki álfunnar höfðu borizt á banaspjótum í heiftarlegum stríðum og átökum áratugina þar á undan. Evrópusambandið er því í reynd stærsta framfara- og öryggisskrefið fyrir íbúa Evrópu, líka okkur, sem tekið hefur verið í sögu hennar. Má minna á þá staðreynd, að Evrópubúar eru nú aðeins 7% af jarðarbúum, og mun þetta hlutfall fara niður í 4.5% um næstu aldamót. Er því afar brýnt fyrir framtíðaröryggi Evrópu, að þjóðir hennar myndi eina og sterka sameiginlega fylkingu, til að standa af sér ógnir og ágang annarra afla í óvissri framtíð. Ekki með byggingu múra, heldur með samstilltu afli, sem hefur styrk til að verja Evrópu, siðmenningu hennar og mannlíf, af hófsemd en festu, og hefur getu til að hjálpa þjóðum utan Evrópu til sjálfsbjargar. Einnig verður að minna á, að það er einmitt Evrópa, sem hefur tryggt okkur hér á Íslandi þær framfarir og þá hagsæld, sem við höfum náð, eftir hrunið, en frjáls og tollalaus aðgangur okkar að ESB mörkuðunum hefur tryggt okkur beztu möguleg viðskiptakjör fyrir afurðir okkar og þjónustu, enda fara 80-90% þeirra til Evrópu. Þrátt fyrir ofangreindar staðreyndir, leyfir ný ríkisstjórn sér að taka þessa afstöðu til Evrópusambandsins í stjórnarsáttmálanum: „Hagsmunum Íslands er bezt borgið með því að standa áfram utan Evrópusambandsins.“ Með þessu skipa bæði VG, sem á að vera vinstri grænn flokkur, og Framsókn, sem á að vera miðjuflokkur, sér á bekk með helztu öfga- og ofstækisöflum álfunnar, sem er ótrúlegt og óskiljanlegt. Evrópusambandið hefur lagt mikla áherzlu á að stöðva alþjóðleg stórfyrirtæki í verðsamráði á kostnað neytenda, fyrirbyggja misnotkun og yfirkeyrða verðlagningu fyrirtækja, sem hafa nánast einokunaraðstöðu, eins og Microsoft, knýja stórfyrirtæki til að greiða sanngjarna skatta í Evrópu, í þágu almennings, eins og Apple, tryggja evrópskum neytendum öryggi og velferð varðandi tæknivörur, matvörur og aðrar neytendavörur, með skýrum gæða- og öryggisstöðlum, stöðva arðrán sumra þjónustufyrirtækja, t.a.m. símafyrirtækja, sem beittu óhæfilegu reikigjaldi á farsímanotendur o.s.frv., en með þessari miklu og öflugu neytendavernd og afstöðu með neytendum og almenningi í Evrópu, gegn auðvaldi og yfirgangi sumra stórfyrirtækja, hafa allir aðrir evrópskir vinstri og miðjuflokkar fagnað og stutt starf og uppbyggingu ESB af alhug. Katrín og Sigurður Ingi, það er margt gott hjá ykkur í stjórnarsáttmálanum, einkum í innlendum málefnum og dýra- og umhverfisvernd, en þið getið ekki verið þekkt fyrir þessa afstöðu til Evrópu. Sjálfstæðisflokkurinn er hins vegar við sitt rétta heygarðshorn. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar