Körfubolti

Barinn af samherja á æfingu en hefur breytt öllu fyrir Bulls eftir að hann kom til baka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Er ekki allt í lagið með þig. Nikola Mirotic fær smá aðstoð frá liðsfélaga sínum Robin Lopez.
Er ekki allt í lagið með þig. Nikola Mirotic fær smá aðstoð frá liðsfélaga sínum Robin Lopez. Vísir/Getty
Nikola Mirotic er leikmaður Chicago Bulls í NBA-deildinni en hann var ekkert með í fyrstu 23 leikjum tímabilsins.

Ástæðan var að hann fékk vænt hnefahögg frá liðsfélaga á æfingu Chicago Bulls 17. október eða nokkrum dögum áður en  tímabilið hófst.

Sá sem sló hann niður og braut mörg bein í andliti hans var Bobby Portis. Bobby Portis fékk átta leikja bann en kom til baka langt á undan Mirotic.

Það gekk ekkert hjá Chicago Bulls liðinu í upphafi leiktíðar og liðið tapaði 20 af fyrstu 23 leikjum sínum í vetur. Eða þar til að Mirotic mætti aftur í búning.

Nikola Mirotic spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu á móti Charlotte Hornets 8. desember síðastliðinn. Mirotic spilaði bara í 14 mínútur en Chicago vann í framlengingu og hann skoraði 6 stig.

11. desember var Mirotic í fyrsta sinn í byrjunarliðinu og skoraði þá 25 stig í 108-85 sigri á Boston Celtics.  Hann hitti meðal annars úr 9 af 14 skotum sínum í leiknum.

Mirotic bætti enn við í fjórða leiknum og skoraði þá 29 stig í 103-100 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz.





Chicago Bulls hefur nú unnið alla fjóra leikina síðan að Mirotic snéri aftur og hann hefur skorað fleiri stig með hverjum leik. Stigaskor hans í leikjunum er: 6 stig, 19 stig, 24 stig og svo 29 stig.

Liðið sem tapaði 87 prósent leikja sinna í fyrstu 23 leikjunum (3-20) hefur unnið alla leiki sína á einni viku.

Vísir/Getty
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×