Það er ljóst að landsbyggðin hefur orðið undir Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 16. desember 2017 13:50 Það er ljóst að landsbyggðin hefur orðið undir. Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukin framlög til heilbrigðiskerfisins ná ekki til landsins alls. Það eru að minnsta kosti tvær stofnanir á Norðausturhluta landsins sem virðast ekki vera á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Það er nefnilega þannig að þó svo að heilbrigðisráðherra segi áherslu vera lagða á að efla heilbrigðisþjónustu um allt land er staðreyndin samt sem áður sú að bæði Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands geta ekki haldið sér á floti og Heilbrigðisstofnun Norðurlands er beinlínis ætlað að hagræða í rekstri sínum. Þetta þýðir að fjórða stærsta heilbrigðisstofnun landsins nær alls ekki að þjónusta með fullnægjandi hætti þeim 35 þúsund íbúum sem henni er ætlað, því tek ég undir orð forstjóra heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að þetta hljóti að vera mistök – og þó. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að hækka greiðsluþátttökuþakið, nefnir til sögunnar ferðakostnað þeirra sem þurfa að nýta sér heilbrigðiskerfið. Í þessum orðum kemur það skýrt fram að ekki standi til að rétta hlut þessara heilbrigðisstofnana þar sem ætlast er til að sjúklingar sæki sér nauðsynlega þjónustu annarsstaðar en í heimabyggð, það er kannski þannig sem ráðherra skilgreinir hugtakið byggðamál, hugsanlega gerir ráðherra sér ekki grein fyrir hvað felst í því að færa þjónustu nær fólki, það er jú misjafnt hvaða sjónarhorn fólk velur sér. Heilbrigðismál er það mál sem landsmenn vilja í forgang og nú nýverið benti landlæknir á þá staðreynd að heilbrigðiskerfið lifði sínu sjálfstæða lífi og það kristallast í áformum ríkisstjórnarinnar, lítill vilji virðist vera til þess að breyta því þannig að það virki sem best fyrir alla. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er bjöguð, það er skýlaus krafa að heilbrigðisstofnanir á Norðausturlandi fái stóraukningu á þessum fjárlögum í meðförum Alþingis. Ég tel það eðlilegt þegar um er að ræða fjárframlög til heilbrigðiskerfisins þá nái aukningin til landsins alls. Eða hef ég misskilið hlutina all verulega? Hefur kerfið nú þegar tekið völdin í stefnumótun stjórnvalda?Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að landsbyggðin hefur orðið undir. Það hefur komið á daginn það sem óttast var. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að aukin framlög til heilbrigðiskerfisins ná ekki til landsins alls. Það eru að minnsta kosti tvær stofnanir á Norðausturhluta landsins sem virðast ekki vera á dagskrá þessarar ríkisstjórnar. Það er nefnilega þannig að þó svo að heilbrigðisráðherra segi áherslu vera lagða á að efla heilbrigðisþjónustu um allt land er staðreyndin samt sem áður sú að bæði Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilbrigðisstofnun Norðurlands geta ekki haldið sér á floti og Heilbrigðisstofnun Norðurlands er beinlínis ætlað að hagræða í rekstri sínum. Þetta þýðir að fjórða stærsta heilbrigðisstofnun landsins nær alls ekki að þjónusta með fullnægjandi hætti þeim 35 þúsund íbúum sem henni er ætlað, því tek ég undir orð forstjóra heilbrigðisstofnunar Norðurlands, að þetta hljóti að vera mistök – og þó. Heilbrigðisráðherra leggur áherslu á að hækka greiðsluþátttökuþakið, nefnir til sögunnar ferðakostnað þeirra sem þurfa að nýta sér heilbrigðiskerfið. Í þessum orðum kemur það skýrt fram að ekki standi til að rétta hlut þessara heilbrigðisstofnana þar sem ætlast er til að sjúklingar sæki sér nauðsynlega þjónustu annarsstaðar en í heimabyggð, það er kannski þannig sem ráðherra skilgreinir hugtakið byggðamál, hugsanlega gerir ráðherra sér ekki grein fyrir hvað felst í því að færa þjónustu nær fólki, það er jú misjafnt hvaða sjónarhorn fólk velur sér. Heilbrigðismál er það mál sem landsmenn vilja í forgang og nú nýverið benti landlæknir á þá staðreynd að heilbrigðiskerfið lifði sínu sjálfstæða lífi og það kristallast í áformum ríkisstjórnarinnar, lítill vilji virðist vera til þess að breyta því þannig að það virki sem best fyrir alla. Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar er bjöguð, það er skýlaus krafa að heilbrigðisstofnanir á Norðausturlandi fái stóraukningu á þessum fjárlögum í meðförum Alþingis. Ég tel það eðlilegt þegar um er að ræða fjárframlög til heilbrigðiskerfisins þá nái aukningin til landsins alls. Eða hef ég misskilið hlutina all verulega? Hefur kerfið nú þegar tekið völdin í stefnumótun stjórnvalda?Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar