Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 8. desember 2017 08:00 Theresa May og Jean Claude Juncker voru hæstánægð á blaðamannafundinum í morgun. Vísir/Getty Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. Þetta staðfesti Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í morgun en þetta þýðir að nú verður hægt að fara að ræða hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað eftir að Bretar hverfa úr ESB - ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Theresa May, forsætisráðherra Breta, kom til Brussel í morgun eftir næturlangan fund þar sem síðustu úrlausnarefnin um viðskilnaðinn voru útkljáð. Helsti ásteytingarsteinninn var hvernig landamæragæslu á milli Bretlands og Írlands, sem er í Evrópusambandinu, verði háttað. May segir núna að engin eiginleg landamæri verði þar á milli, það er að segja með fullri landamæragæslu eins og hefðbundið er á landamærum ESB og annarra ríkja. Þá munu ríkisborgarar ESB ríkjanna geta búið og starfað áfram í Bretlandi eins og hingað til.Augljós málamiðlun Juncker sagði á blaðamannafundi í morgun að niðurstöðurnar væru augljóslega til marks um málamiðlun milli Breta og ESB. Þær hefðu reynst báðum semjendum mjög erfiðar. May tók í sama streng og lýsti því hvernig þau hafi bæði þurft að gefa ýmislegt eftir til að geta fengið öðru fram. Norður-Írar á breska þinginu, sem styðja ríkisstjórn May, höfðu lýst sig andsnúna því að landamæralínan yrði dregin við Írlandshaf, sem þýddi að Norður Írland myndi lenda ESB-megin við línuna, þótt landsvæðið tilheyri Bretum. Þess í stað virðist hafa verið ákveðið að hafa engin eiginleg landamæri á milli írska lýðveldisins og Bretlands. Leiðtogar Norður-Íra á þinginu hafa fagnað framvindunni í málinu en slá þó þann varnagla að enn sé mikil vinna framundan. Hvort þeir muni styðja úrgöngu Breta úr ESB muni ráðast alfarið af því hvernig lokasamningurinn muni líta út. Brexit Tengdar fréttir Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17 Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. Þetta staðfesti Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í morgun en þetta þýðir að nú verður hægt að fara að ræða hvernig sambandi Bretlands og Evrópusambandsins verður háttað eftir að Bretar hverfa úr ESB - ekki síst þegar kemur að viðskiptum. Theresa May, forsætisráðherra Breta, kom til Brussel í morgun eftir næturlangan fund þar sem síðustu úrlausnarefnin um viðskilnaðinn voru útkljáð. Helsti ásteytingarsteinninn var hvernig landamæragæslu á milli Bretlands og Írlands, sem er í Evrópusambandinu, verði háttað. May segir núna að engin eiginleg landamæri verði þar á milli, það er að segja með fullri landamæragæslu eins og hefðbundið er á landamærum ESB og annarra ríkja. Þá munu ríkisborgarar ESB ríkjanna geta búið og starfað áfram í Bretlandi eins og hingað til.Augljós málamiðlun Juncker sagði á blaðamannafundi í morgun að niðurstöðurnar væru augljóslega til marks um málamiðlun milli Breta og ESB. Þær hefðu reynst báðum semjendum mjög erfiðar. May tók í sama streng og lýsti því hvernig þau hafi bæði þurft að gefa ýmislegt eftir til að geta fengið öðru fram. Norður-Írar á breska þinginu, sem styðja ríkisstjórn May, höfðu lýst sig andsnúna því að landamæralínan yrði dregin við Írlandshaf, sem þýddi að Norður Írland myndi lenda ESB-megin við línuna, þótt landsvæðið tilheyri Bretum. Þess í stað virðist hafa verið ákveðið að hafa engin eiginleg landamæri á milli írska lýðveldisins og Bretlands. Leiðtogar Norður-Íra á þinginu hafa fagnað framvindunni í málinu en slá þó þann varnagla að enn sé mikil vinna framundan. Hvort þeir muni styðja úrgöngu Breta úr ESB muni ráðast alfarið af því hvernig lokasamningurinn muni líta út.
Brexit Tengdar fréttir Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17 Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Sjá meira
Tony Blair ætlar sér að koma í veg fyrir Brexit Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, segist nú vinna að því að koma í veg fyrir að Bretland gangi úr Evrópusambandinu. 3. desember 2017 21:17
Breska ríkisstjórnin hefur ekki látið meta áhrif Brexit „Það er ekkert kerfisbundið mat á áhrifum til,“ sagði Brexit-ráðherra bresku ríkisstjórnarinnar þegar hann sat fyrir svörum í þinginu í morgun. 6. desember 2017 11:20