Mikilvægi menntunar í verðmætasköpun við framleiðslu matvæla Jón Atli Benediktsson og Sveinn Margeirsson skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Á milli Matís og Háskóla Íslands ríkir gott og farsælt samstarf. Samningur er í gildi um kennslu og rannsóknir og gengur hann m.a. út á samnýtingu aðfanga og innviða, samstarf um rannsóknir og uppbyggingu mannauðs með það að markmiði að vera í fararbroddi á lykilfræðasviðum fyrir íslenskt samfélag. Hagsæld og velferð á Íslandi byggist að miklu leyti á sjálfbærri auðlindanýtingu til lands og sjávar og er í því sambandi mikilvægt að mennta og þjálfa hæfileikaríkt fólk á sviði matvælafræði, verkfræði, lífefnafræði og fleiri greina til að byggja undir verðmætasköpun til framtíðar. Samningurinn á milli Háskóla Íslands og Matís lagði grunninn að eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Alls hafa 64 meistaraverkefni og 23 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá 2007, langflest með Háskóla Íslands.Aukin fjölbreytni Sem dæmi um verðmæti sem skapast hafa í tengslum við samstarfið má nefna margt í starfi Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Fólk sem starfar bæði hjá Matís og Háskólanum, og sinnir sameiginlegum verkefnum beggja stofnana og samnýtir tæki og aðstöðu, hefur lagt grunninn að margvíslegri nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Alls hafa níu doktorsverkefni og 30 meistaraverkefni í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands verið unnin hjá Matís frá árinu 2007. Þessi verkefni leiða til öflugri mannauðs í íslenskum matvælaiðnaði, nýrra ferla, vöruþróunar og aukinnar fjölbreytni fyrir íslenska neytendur. Samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði á sér langa sögu sem er samofin framfarasögu íslensks matvælaiðnaðar frá stofnun matvælafræðiskorar Háskóla Íslands árið 1978. Í kjölfar endurskipulagningar námsins árið 2011 hefur nemendum fjölgað verulega og eru þeir um 70 talsins í dag. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem er í góðum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknaverkefni miðast að þörfum fyrirtækja og er lögð áhersla á miðlun niðurstaðna í formi nýrrar þekkingar eða þróunar á vörum og ferlum. Atvinnulíf og samfélag hafa mikla þörf fyrir fólk með góða menntun. Skýr vitnisburður um það er að útskrifaðir nemendur úr matvælafræði fá nær undantekningarlaust vinnu að loknu námi sem tengist lífhagkerfinu, hjá matvælafyrirtækjum eða við rannsóknir og eftirlit. Í sumum tilfellum hafa nemendur stofnað sín eigin fyrirtæki enda er hvatt til þess í náminu með þjálfun í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og þátttöku í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Europe, m.a. í samstarfi við Samtök iðnaðarins.Sjálfbær nýting lífauðlinda Sjálfbær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Inn í samstarf Matís og Háskóla Íslands fléttast einnig samstarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi og hefur m.a. stutt fimm doktorsnema til að ljúka námi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Matís. Ísland er meðal fremstu sjávarútvegsþjóða í heimi og hefur svo sannarlega margt fram að færa til aukins fæðuöryggis og velferðar í þróunarlöndum. Með dýrmæta reynslu í farteskinu og óbilandi trú á gildi vísinda til framþróunar stefna Matís og Háskóli Íslands á áframhaldandi öflugt samstarf á næstu árum. Meðal áhersluatriða þess samstarfs verður nauðsynleg innviðauppbygging á sviði matvæla og rannsóknir sem miða að sjálfbærri nýtingu lífauðlinda til lands og sjávar. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á milli Matís og Háskóla Íslands ríkir gott og farsælt samstarf. Samningur er í gildi um kennslu og rannsóknir og gengur hann m.a. út á samnýtingu aðfanga og innviða, samstarf um rannsóknir og uppbyggingu mannauðs með það að markmiði að vera í fararbroddi á lykilfræðasviðum fyrir íslenskt samfélag. Hagsæld og velferð á Íslandi byggist að miklu leyti á sjálfbærri auðlindanýtingu til lands og sjávar og er í því sambandi mikilvægt að mennta og þjálfa hæfileikaríkt fólk á sviði matvælafræði, verkfræði, lífefnafræði og fleiri greina til að byggja undir verðmætasköpun til framtíðar. Samningurinn á milli Háskóla Íslands og Matís lagði grunninn að eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Alls hafa 64 meistaraverkefni og 23 doktorsverkefni verið unnin á vettvangi Matís frá 2007, langflest með Háskóla Íslands.Aukin fjölbreytni Sem dæmi um verðmæti sem skapast hafa í tengslum við samstarfið má nefna margt í starfi Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands. Fólk sem starfar bæði hjá Matís og Háskólanum, og sinnir sameiginlegum verkefnum beggja stofnana og samnýtir tæki og aðstöðu, hefur lagt grunninn að margvíslegri nýsköpun í íslenskum matvælaiðnaði. Alls hafa níu doktorsverkefni og 30 meistaraverkefni í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands verið unnin hjá Matís frá árinu 2007. Þessi verkefni leiða til öflugri mannauðs í íslenskum matvælaiðnaði, nýrra ferla, vöruþróunar og aukinnar fjölbreytni fyrir íslenska neytendur. Samstarf um kennslu og rannsóknir í matvælafræði á sér langa sögu sem er samofin framfarasögu íslensks matvælaiðnaðar frá stofnun matvælafræðiskorar Háskóla Íslands árið 1978. Í kjölfar endurskipulagningar námsins árið 2011 hefur nemendum fjölgað verulega og eru þeir um 70 talsins í dag. Lögð er áhersla á hagnýtt nám sem er í góðum tengslum við atvinnulífið. Rannsóknaverkefni miðast að þörfum fyrirtækja og er lögð áhersla á miðlun niðurstaðna í formi nýrrar þekkingar eða þróunar á vörum og ferlum. Atvinnulíf og samfélag hafa mikla þörf fyrir fólk með góða menntun. Skýr vitnisburður um það er að útskrifaðir nemendur úr matvælafræði fá nær undantekningarlaust vinnu að loknu námi sem tengist lífhagkerfinu, hjá matvælafyrirtækjum eða við rannsóknir og eftirlit. Í sumum tilfellum hafa nemendur stofnað sín eigin fyrirtæki enda er hvatt til þess í náminu með þjálfun í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og þátttöku í nýsköpunarkeppninni Ecotrophelia Europe, m.a. í samstarfi við Samtök iðnaðarins.Sjálfbær nýting lífauðlinda Sjálfbær matvælaframleiðsla er lykill að því að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Inn í samstarf Matís og Háskóla Íslands fléttast einnig samstarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi og hefur m.a. stutt fimm doktorsnema til að ljúka námi við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands í samstarfi við Matís. Ísland er meðal fremstu sjávarútvegsþjóða í heimi og hefur svo sannarlega margt fram að færa til aukins fæðuöryggis og velferðar í þróunarlöndum. Með dýrmæta reynslu í farteskinu og óbilandi trú á gildi vísinda til framþróunar stefna Matís og Háskóli Íslands á áframhaldandi öflugt samstarf á næstu árum. Meðal áhersluatriða þess samstarfs verður nauðsynleg innviðauppbygging á sviði matvæla og rannsóknir sem miða að sjálfbærri nýtingu lífauðlinda til lands og sjávar. Jón Atli Benediktsson er rektor Háskóla Íslands.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun