Menntun fyrir vinnufúsar hendur Sigurður Páll Jónsson skrifar 21. nóvember 2017 16:34 Mikilvægt áhersluatriði í stefnuskrá Miðflokksins er að stórefla iðn og tækninám. Þar er á ferðinni mál sem flestir eru sammála um en hefur einhverja hluta vegna orðið útundan um alltof langan tíma. Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað segja sumir, allt frá löggjafanum og til þeirra sem standa frammi fyrir því að velja sér námsleið til framtíðar. Þegar ungt fólk, oftast í samráði við foreldra eða foráðamenn sína, spekúlerar í námsleiðum, er bóknámið oftar en ekki valið, sennilega ekki síst vegna þess að því er gert hærra undir höfði af yfirvöldum. Nýlegt dæmi um slíkt viðhorf eða skilningsleysi sem er framþróun á iðnnámi til trafala er að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi lagana er eingöngu nám á háskólastigi. Það er ánægulegt að dómsmálaráðherra hefur nú líst yfir að unnið sé að lagfæringu á þessari mismunun lagana og ljóst að Alþingi þarf að taka til meðferðar um leið og þingið kemur saman og afgreiða hratt og vel til að jafnræði verði tryggt. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði út um allt land og því er mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Unnið hefur verið að því að að brúa bilið á milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir, og er það vel. Til þess að auka áhuga ungmenna á iðn og tækninámi þarf í fyrsta lagi aukið fjármagn til námsbrautanna, fjármagn sem er sérstaklega eyrnamerkt iðn og tækninámi en lendir ekki í einhverjum heildar potti sem virðist hafa verið raunin á undanförnum árum. Samhliða þarf að styrkja tengsl atvinnulífs og iðnnáms að starfnámshlið iðnnámsins skapi ekki flöskuháls. Í heimi hraðra breytinga er ljóst að lítið samfélag mun þurfa mjög á iðn- og tæknimenntuðu fólki að halda í framtíðinni. Besta leiðin til að búa samfélagið undir örar breytingar næstu áratuga er að styrkja slíkt nám og gera það aðlaðandi fyrir ungt fólk dagsins í dag. Markvisst átak til styrkingar iðn- og tæknináms mun skila sér margfalt aftur til samfélagsins. Það er því ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er þingmaður Miðflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægt áhersluatriði í stefnuskrá Miðflokksins er að stórefla iðn og tækninám. Þar er á ferðinni mál sem flestir eru sammála um en hefur einhverja hluta vegna orðið útundan um alltof langan tíma. Viðhorfsbreytingar þurfa að eiga sér stað segja sumir, allt frá löggjafanum og til þeirra sem standa frammi fyrir því að velja sér námsleið til framtíðar. Þegar ungt fólk, oftast í samráði við foreldra eða foráðamenn sína, spekúlerar í námsleiðum, er bóknámið oftar en ekki valið, sennilega ekki síst vegna þess að því er gert hærra undir höfði af yfirvöldum. Nýlegt dæmi um slíkt viðhorf eða skilningsleysi sem er framþróun á iðnnámi til trafala er að erlendir iðnnemar fá ekki lengur dvalarleyfi til náms á Íslandi eftir breytingu á útlendingalögum. Nám í skilningi lagana er eingöngu nám á háskólastigi. Það er ánægulegt að dómsmálaráðherra hefur nú líst yfir að unnið sé að lagfæringu á þessari mismunun lagana og ljóst að Alþingi þarf að taka til meðferðar um leið og þingið kemur saman og afgreiða hratt og vel til að jafnræði verði tryggt. Skortur er á iðnmenntuðu starfsfólki á vinnumarkaði út um allt land og því er mikilvægt að hvetja ungmenni til að sækja sér dýrmæta þekkingu í fjölbreyttu iðnnámi. Unnið hefur verið að því að að brúa bilið á milli iðnnáms og háskólanáms sem eykur möguleika á frekari menntun síðar meir, og er það vel. Til þess að auka áhuga ungmenna á iðn og tækninámi þarf í fyrsta lagi aukið fjármagn til námsbrautanna, fjármagn sem er sérstaklega eyrnamerkt iðn og tækninámi en lendir ekki í einhverjum heildar potti sem virðist hafa verið raunin á undanförnum árum. Samhliða þarf að styrkja tengsl atvinnulífs og iðnnáms að starfnámshlið iðnnámsins skapi ekki flöskuháls. Í heimi hraðra breytinga er ljóst að lítið samfélag mun þurfa mjög á iðn- og tæknimenntuðu fólki að halda í framtíðinni. Besta leiðin til að búa samfélagið undir örar breytingar næstu áratuga er að styrkja slíkt nám og gera það aðlaðandi fyrir ungt fólk dagsins í dag. Markvisst átak til styrkingar iðn- og tæknináms mun skila sér margfalt aftur til samfélagsins. Það er því ekki eftir neinu að bíða.Höfundur er þingmaður Miðflokksins fyrir Norðvesturkjördæmi.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun