Áreitni og ofbeldi upp á yfirborðið Elín Björg Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Þó það geti verið erfitt að hlusta á og lesa frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er jákvætt að nú séu þessi mál loksins að komast upp á yfirborðið. Þolendur hafa rofið þögnina og munu vonandi halda því áfram. BSRB og önnur heildarsamtök launafólks sendu á miðvikudag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til aðgerða. Við verðum sem samfélag að senda skýr skilaboð. Fórnarlömbin verða að vita að þau fái stuðning og úrlausn sinna mála. Gerendur þurfa að vita að þeirra hegðun verður ekki liðin. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk. Lög og reglur um skyldur launagreiðenda eru skýr en það þarf að framfylgja þeim. Við köllum eftir því að eftirlit verði haft með því að atvinnurekendur fari eftir nýlegri reglugerð sem skýrir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra þegar kemur að kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Efla þarf Vinnueftirlitið svo það hafi bolmagn til að heimsækja vinnustaði til að tryggja að þar séu til staðar verkferlar sem starfsfólk þekkir og yfirmenn fara eftir. Stjórnendur þurfa að taka upp samtalið við sitt starfsfólk og gera því ljóst hvar mörkin liggja, hvað má og hvað má ekki. Starfsmenn þurfa að hafa vissu fyrir því að unnið verði úr umkvörtunum þeirra þegar þeir stíga fram og að málum verði ekki sópað undir teppið eða þau hafi neikvæð áhrif á störf þeirra eða starfsframa. Það að stíga fram á að vera jafn eðlilegt og að óska eftir hlífðarfatnaði á vinnustað. Öll vinnuvernd miðar að því að tryggja að allir séu öruggir og líði vel. Stéttarfélögin hafa unnið ötullega í þessum málaflokki en þar verðum við augljóslega að gera betur. Við höfum veitt konum og körlum sem orðið hafa fyrir áreitni ráðgjöf, veitt fræðslu, gefið út bæklinga og fræðsluefni og notað net trúnaðarmanna til að auka þekkingu. Við verðum að halda þessari vinnu áfram og einsetjum okkur að gera það. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er óásættanleg og óþolandi hegðun sem verður ekki liðin. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þó það geti verið erfitt að hlusta á og lesa frásagnir af kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er jákvætt að nú séu þessi mál loksins að komast upp á yfirborðið. Þolendur hafa rofið þögnina og munu vonandi halda því áfram. BSRB og önnur heildarsamtök launafólks sendu á miðvikudag frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem hvatt er til aðgerða. Við verðum sem samfélag að senda skýr skilaboð. Fórnarlömbin verða að vita að þau fái stuðning og úrlausn sinna mála. Gerendur þurfa að vita að þeirra hegðun verður ekki liðin. Þar leika stjórnvöld lykilhlutverk. Lög og reglur um skyldur launagreiðenda eru skýr en það þarf að framfylgja þeim. Við köllum eftir því að eftirlit verði haft með því að atvinnurekendur fari eftir nýlegri reglugerð sem skýrir þær kröfur sem gerðar eru til þeirra þegar kemur að kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Efla þarf Vinnueftirlitið svo það hafi bolmagn til að heimsækja vinnustaði til að tryggja að þar séu til staðar verkferlar sem starfsfólk þekkir og yfirmenn fara eftir. Stjórnendur þurfa að taka upp samtalið við sitt starfsfólk og gera því ljóst hvar mörkin liggja, hvað má og hvað má ekki. Starfsmenn þurfa að hafa vissu fyrir því að unnið verði úr umkvörtunum þeirra þegar þeir stíga fram og að málum verði ekki sópað undir teppið eða þau hafi neikvæð áhrif á störf þeirra eða starfsframa. Það að stíga fram á að vera jafn eðlilegt og að óska eftir hlífðarfatnaði á vinnustað. Öll vinnuvernd miðar að því að tryggja að allir séu öruggir og líði vel. Stéttarfélögin hafa unnið ötullega í þessum málaflokki en þar verðum við augljóslega að gera betur. Við höfum veitt konum og körlum sem orðið hafa fyrir áreitni ráðgjöf, veitt fræðslu, gefið út bæklinga og fræðsluefni og notað net trúnaðarmanna til að auka þekkingu. Við verðum að halda þessari vinnu áfram og einsetjum okkur að gera það. Kynferðisleg áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er óásættanleg og óþolandi hegðun sem verður ekki liðin. Höfundur er formaður BSRB.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar