Um konur: hina ófullkomnu menn Ragnhildur Helga Hannesdóttir skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Aristóteles sagði eitt sinn að konur væru karlar sem ekki hefðu náð nægum þroska í móðurkviði. Það ástand að vera kona væri einskonar fæðingargalli - náttúrulegur fæðingargalli sem henti um helming mannkyns. Konur væru sem sagt, í grunninn, ófullskapaðir menn. Stundum virðist sem þessi hugsunarháttur Aristótelesar lifi enn góðu lífi. Aðspurður hvert leyndarmál hans við að skrifa sannfærandi kvenkaraktera væri, svaraði George R. R. Martin (rithöfundur hinna frægu Game of Thrones bóka): „Ég hef alltaf litið á konur sem manneskjur“. Þessa hugsun er þó ekki að finna hjá öllum. Það eitt og sér að það veki athygli að George skrifi trúverðuga kvenkaraktera gefur okkur vísbendingu um hvert normið er. Enn sterkari skilaboð eru þó niðurstöður Bechdel prófsins svokallaða í kvikmyndum. Til þess að standast Bechdel prófið verða að vera 1) tveir kvenkarakterar sem eru 2) nafngreindir og 3) tala saman um eitthvað annað en karlmann. Maður myndi halda að þessum skilyrðum væri ekki erfitt að mæta. Ekki miðað það við að konur eru einfaldlega jafn margslungnar manneskjur og hinn helmingur mannkyns, sem er eilítið líffræðilega frábrugðinn þeim. Raunin er sú að aðeins rétt rúmur helmingur kvikmynda stenst prófið. Það að tæpur helmingur kvikmynda fellur á þessu prófi segir okkur að í nærri helmingi mynda komi ekki kvenkarakter við sögu sem fær að vera fullsköpuð persóna. Of oft í sögum birtast konur okkur sem einhverskonar hlutir eða tól sem styðja við markmið og ævintýri annars karakters sem er karlkyns. Þær eru þannig karakterar í styðjandi hlutverki sem hafa ekki sínar eigin langanir eða þrár. Þetta mynstur einskorðast þó ekki við bíómyndir og bókmenntir. Þegar skoðaðar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis sjáum við því miður kunnugleg stef. Þegar konur og stúlkur eru, eins og við sjáum út um allan heim, neyddar í hjónaband eða þær seldar mansali er farið með þær sem nytjahlut. Þeirra eigin langanir, markmið og upplifanir eru hunsaðar og þær verða aukaleikarar í eigin lífi, til stuðnings við aðra aðila sem vilja eigna sér þær eða græða á þeim. Það sama á sér stað þegar konur taka til allskonar varúðarráðstafana til þess að verða ekki fyrir ofbeldi. Þessi hegðun er samfélagslega samþykkt þótt fæstir viðurkenni það: öllum konum hefur verið kennt að passa hvernig þær klæða sig, passa upp á drykkinn sinn á skemmtistöðum, vara sig á því hvar þær labba og hvenær, vara sig á því við hvern þær tala og hvernig (ekki vera of vingjarnlegar ef þið meinið ‘ekkert’ með því). Þetta hefur öllum konum verið kennt hvort sem það hefur verið skýrt orðað heima fyrir eða þá gert í gegnum félagslegar skilyrðingar seinna meir á lífsleiðinni. Við það að kenna konum það hátterni að bera ábyrgð á því hvort einhver beiti þær ofbeldi eða ekki eru þær settar í aukaleikarastöðu. Þeirra langanir og markmið eru ekki í forgrunni heldur skilyrðast af löngunum og vilja annarra sem líta á þær sem tæplega menn. Þær fá ekki að vera aðalsöguhetjur samfélagsins. Er þetta hugsunarháttur sem við samþykkjum að sé við lýði í samfélaginu okkar í dag? Ef ekki verðum við að vinna gegn honum með því að leyfa konum, skálduðum og raunverulegum, að vera jafnfullskapaðir menn og karlkyns menn. Höfundur er starfsnemi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Aristóteles sagði eitt sinn að konur væru karlar sem ekki hefðu náð nægum þroska í móðurkviði. Það ástand að vera kona væri einskonar fæðingargalli - náttúrulegur fæðingargalli sem henti um helming mannkyns. Konur væru sem sagt, í grunninn, ófullskapaðir menn. Stundum virðist sem þessi hugsunarháttur Aristótelesar lifi enn góðu lífi. Aðspurður hvert leyndarmál hans við að skrifa sannfærandi kvenkaraktera væri, svaraði George R. R. Martin (rithöfundur hinna frægu Game of Thrones bóka): „Ég hef alltaf litið á konur sem manneskjur“. Þessa hugsun er þó ekki að finna hjá öllum. Það eitt og sér að það veki athygli að George skrifi trúverðuga kvenkaraktera gefur okkur vísbendingu um hvert normið er. Enn sterkari skilaboð eru þó niðurstöður Bechdel prófsins svokallaða í kvikmyndum. Til þess að standast Bechdel prófið verða að vera 1) tveir kvenkarakterar sem eru 2) nafngreindir og 3) tala saman um eitthvað annað en karlmann. Maður myndi halda að þessum skilyrðum væri ekki erfitt að mæta. Ekki miðað það við að konur eru einfaldlega jafn margslungnar manneskjur og hinn helmingur mannkyns, sem er eilítið líffræðilega frábrugðinn þeim. Raunin er sú að aðeins rétt rúmur helmingur kvikmynda stenst prófið. Það að tæpur helmingur kvikmynda fellur á þessu prófi segir okkur að í nærri helmingi mynda komi ekki kvenkarakter við sögu sem fær að vera fullsköpuð persóna. Of oft í sögum birtast konur okkur sem einhverskonar hlutir eða tól sem styðja við markmið og ævintýri annars karakters sem er karlkyns. Þær eru þannig karakterar í styðjandi hlutverki sem hafa ekki sínar eigin langanir eða þrár. Þetta mynstur einskorðast þó ekki við bíómyndir og bókmenntir. Þegar skoðaðar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis sjáum við því miður kunnugleg stef. Þegar konur og stúlkur eru, eins og við sjáum út um allan heim, neyddar í hjónaband eða þær seldar mansali er farið með þær sem nytjahlut. Þeirra eigin langanir, markmið og upplifanir eru hunsaðar og þær verða aukaleikarar í eigin lífi, til stuðnings við aðra aðila sem vilja eigna sér þær eða græða á þeim. Það sama á sér stað þegar konur taka til allskonar varúðarráðstafana til þess að verða ekki fyrir ofbeldi. Þessi hegðun er samfélagslega samþykkt þótt fæstir viðurkenni það: öllum konum hefur verið kennt að passa hvernig þær klæða sig, passa upp á drykkinn sinn á skemmtistöðum, vara sig á því hvar þær labba og hvenær, vara sig á því við hvern þær tala og hvernig (ekki vera of vingjarnlegar ef þið meinið ‘ekkert’ með því). Þetta hefur öllum konum verið kennt hvort sem það hefur verið skýrt orðað heima fyrir eða þá gert í gegnum félagslegar skilyrðingar seinna meir á lífsleiðinni. Við það að kenna konum það hátterni að bera ábyrgð á því hvort einhver beiti þær ofbeldi eða ekki eru þær settar í aukaleikarastöðu. Þeirra langanir og markmið eru ekki í forgrunni heldur skilyrðast af löngunum og vilja annarra sem líta á þær sem tæplega menn. Þær fá ekki að vera aðalsöguhetjur samfélagsins. Er þetta hugsunarháttur sem við samþykkjum að sé við lýði í samfélaginu okkar í dag? Ef ekki verðum við að vinna gegn honum með því að leyfa konum, skálduðum og raunverulegum, að vera jafnfullskapaðir menn og karlkyns menn. Höfundur er starfsnemi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar