Hvað er að frétta? Maríanna Hugrún Helgadótir skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur líklega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf landsmanna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskólamenntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúrufræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunarmenn, veðurfræðingar, náttúruvársérfræðingar og ofanflóðasérfræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúrufræðingar mikilvægir? Gegna náttúrufræðingar mikilvægu hlutverki?Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru samfélaginu mikilvæg, það mikilvæg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almennum vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opinberra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undanfarin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvægum störfum hjá hinu opinbera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verkefni sem þeim er falið að sinna. Lágmarkslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félaginu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur líklega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf landsmanna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskólamenntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúrufræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunarmenn, veðurfræðingar, náttúruvársérfræðingar og ofanflóðasérfræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúrufræðingar mikilvægir? Gegna náttúrufræðingar mikilvægu hlutverki?Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru samfélaginu mikilvæg, það mikilvæg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almennum vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opinberra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undanfarin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvægum störfum hjá hinu opinbera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verkefni sem þeim er falið að sinna. Lágmarkslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félaginu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun