Hvað er að frétta? Maríanna Hugrún Helgadótir skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur líklega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf landsmanna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskólamenntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúrufræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunarmenn, veðurfræðingar, náttúruvársérfræðingar og ofanflóðasérfræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúrufræðingar mikilvægir? Gegna náttúrufræðingar mikilvægu hlutverki?Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru samfélaginu mikilvæg, það mikilvæg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almennum vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opinberra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undanfarin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvægum störfum hjá hinu opinbera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verkefni sem þeim er falið að sinna. Lágmarkslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félaginu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Órói í Öræfajökli? Þú hefðir ekki frétt af því. Óveðrið? Hefðir ekki lesið um það. Hvað þýddi jarðskjálftahrinan? Þú vissir ekkert um það. Án náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar eru kannski ekki eitthvað sem flestir hugsa um daglega og margir átta sig ekki á þeim mikilvægu störfum sem þessir sérfræðingar gegna né hvaða menntun þeir hafa sótt sér. Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) var stofnað árið 1955 og voru félagsmenn til að byrja með um 15 talsins. Í dag eru 1906 greiðandi félagsmenn í FÍN og það kemur líklega mörgum á óvart hversu margir náttúrufræðingar snerta líf landsmanna oft og víða. Við lestur frétta koma náttúrufræðingar gjarnan við sögu. Náttúrufræðingar eru háskólamenntaðir og sinna hinum ýmsu ómissandi störfum s.s. að vakta náttúruvá. Á Veðurstofu Íslands (VÍ) starfa 75 náttúrufræðingar sem eru sérfræðingar á sínu sviði. Þeir vakta veðrið, eldgos og aðra aðsteðjandi náttúruvá. Náttúrufræðingar á VÍ bera hin ýmsu starfsheiti s.s. veðurathugunarmenn, veðurfræðingar, náttúruvársérfræðingar og ofanflóðasérfræðingar. Þessir sérfræðingar sinna öryggishlutverki, þeir vakta náttúruna fyrir okkur og vara við aðsteðjandi hættu. Eru náttúrufræðingar mikilvægir? Gegna náttúrufræðingar mikilvægu hlutverki?Raunverulegur launamunur Já, störf náttúrufræðinga eru samfélaginu mikilvæg, það mikilvæg að VÍ hefur farið þess á leit við félagið að þessi ofangreindu störf séu undanþegin verkföllum. Mikilvægi starfa/starfsstétta og góð launakjör haldast því miður ekki alltaf í hendur en FÍN hefur átt í samningaviðræðum við ríkið, sem vinnuveitanda, frá því í ágúst. Kröfur félagsins eru að félagsmenn FÍN fái almennar launahækkanir eins og aðrir sem starfa á almennum vinnumarkaði og að fyrstu skrefin verði tekin við að leiðrétta skekkjur í launasetningu opinberra starfsmanna. Launamunur á milli almenna markaðarins og hins opinbera er raunverulegur, laun á almennum markaði hafa undanfarin ár verið 25%-30% hærri en á opinberum markaði og því brýnt að launakjör félagsmanna FÍN á hinum opinbera markaði verði leiðrétt. Ungt fólk verður að sjá kosti þess að afla sér menntunar á sviði náttúruvísinda og þegar það kemur út á atvinnumarkaðinn hafi það löngun til að sinna mikilvægum störfum hjá hinu opinbera, okkur landsmönnum öllum til heilla. VÍ vill halda í starfsmenn sem hafa hæfni og vilja til að leysa þau verkefni sem þeim er falið að sinna. Lágmarkslaun á Veðurstofu Íslands eru 374.795 kr. en lágmarkslaun í félaginu eru 304.743 kr. FÍN gerir kröfu til ríkisins sem vinnuveitanda um að það semji án tafar við félagið og leiðrétti laun náttúrufræðinga. Krafa félagsins er að lágmarkslaun verði 400.000 kr. fyrir félagsmenn FÍN sem hafa lokið fyrstu háskólagráðu. Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun