Læknirinn, kýrin og kálfurinn Árni Stefán Árnason skrifar 31. október 2017 10:00 Það vekur ætíð undrun mína, sem dýraverndarsinna og dýralögfræðings, þegar þjónar heilbrigðisstéttarinnar, læknir í þessu tilviki, sem hlotið hefur viðurnefnið „Læknirinn í eldhúsinu“ gerir sér far um, á víðlesnum miðlum, að hvetja neytendur til neyslu afurða úr dýraríkinu. Margoft hefur verið sýnt fram á, með rökum, að slíkt henti lýðheilsu miður vel. Umræddur læknir, Ragnar Freyr, hefur getið sér frægðar fyrir að vera flinkur í eldhúsinu og virðist hafa fastmótaðar hugmyndir um misskilið ágæti neyslu afurða út dýraríkinu. T.d. hefur verið sýnt fram á gagnsleysi mjólkur fyrir mannslíkamann, sem læknirinn vinsæli rómar þó mjög. Hann hefur rangt fyrir sér. Þá hefur verið sýnt fram á skaðsemi rauðs kjöts og unninna kjötvara, sem ristilkrabbameinsvaldandi. Með þessu háttalagi sínu, hvetur læknirinn auk þess til illrar meðferðar dýra, en alkunna er að í mjólkurframleiðslu felst dulið dýraníð, eitt það versta, sem kunnugt er um. Í því felst annars vegar að kýr eru sæddar ár eftir ár í þeim tilgangi að ala kálfa í þeim tilgangi að líkami þeirra fari, að framleiða mjólk fyrir kálfinn þeirra. Að loknum burði er kálfurinn tekinn af móður sinni. Fullt er til af vitnisburði um að þau öskri, í bókstaflegri merkingu, eftir hvort öðru í langan tíma eftir aðskilnaðinn. Þetta er ill meðferð á dýrum og þetta styður læknirinn eða er fáfróður um. Mjólkurkýrin er látin þræla sér út við þetta ár eftir ár og lifir miklu skemur en við náttúrulegar aðstæður. Þegar nytin minkar lendir hún í sláturhúsinu. Því keti virðist læknirinn taka fagnandi, í eldhúsi sínu. Ég botna ekkert í því að lýðheilsupostuli skuli birtast á skjám landsmanna og boða ófögnuð, sem þennan og þiggja laun fyrir. Launalaus gefur hann sig ekki í þetta verkefni mjólkur og ketframleiðenda – það er á hreinu. Margur verður af aurum api! Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Það vekur ætíð undrun mína, sem dýraverndarsinna og dýralögfræðings, þegar þjónar heilbrigðisstéttarinnar, læknir í þessu tilviki, sem hlotið hefur viðurnefnið „Læknirinn í eldhúsinu“ gerir sér far um, á víðlesnum miðlum, að hvetja neytendur til neyslu afurða úr dýraríkinu. Margoft hefur verið sýnt fram á, með rökum, að slíkt henti lýðheilsu miður vel. Umræddur læknir, Ragnar Freyr, hefur getið sér frægðar fyrir að vera flinkur í eldhúsinu og virðist hafa fastmótaðar hugmyndir um misskilið ágæti neyslu afurða út dýraríkinu. T.d. hefur verið sýnt fram á gagnsleysi mjólkur fyrir mannslíkamann, sem læknirinn vinsæli rómar þó mjög. Hann hefur rangt fyrir sér. Þá hefur verið sýnt fram á skaðsemi rauðs kjöts og unninna kjötvara, sem ristilkrabbameinsvaldandi. Með þessu háttalagi sínu, hvetur læknirinn auk þess til illrar meðferðar dýra, en alkunna er að í mjólkurframleiðslu felst dulið dýraníð, eitt það versta, sem kunnugt er um. Í því felst annars vegar að kýr eru sæddar ár eftir ár í þeim tilgangi að ala kálfa í þeim tilgangi að líkami þeirra fari, að framleiða mjólk fyrir kálfinn þeirra. Að loknum burði er kálfurinn tekinn af móður sinni. Fullt er til af vitnisburði um að þau öskri, í bókstaflegri merkingu, eftir hvort öðru í langan tíma eftir aðskilnaðinn. Þetta er ill meðferð á dýrum og þetta styður læknirinn eða er fáfróður um. Mjólkurkýrin er látin þræla sér út við þetta ár eftir ár og lifir miklu skemur en við náttúrulegar aðstæður. Þegar nytin minkar lendir hún í sláturhúsinu. Því keti virðist læknirinn taka fagnandi, í eldhúsi sínu. Ég botna ekkert í því að lýðheilsupostuli skuli birtast á skjám landsmanna og boða ófögnuð, sem þennan og þiggja laun fyrir. Launalaus gefur hann sig ekki í þetta verkefni mjólkur og ketframleiðenda – það er á hreinu. Margur verður af aurum api! Höfundur er lögfræðingur.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun