Körfubolti

Fimmti sigurinn í röð hjá Lakers

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kuzma fékk tvöfalda tvennu
Kuzma fékk tvöfalda tvennu
Tíu leikir voru spilaðir í NBA deildinni í körfubolta í nótt. L.A. Lakers hafa nú unnið fimm leiki í röð, en liðið bar sigurorð af Memphis Grizzlies 107-102.

Kyle Kuzma var frábær og náði sér í sína aðra tvöfalda tvennu í röð, en hann skoraði 13 stig og tók 12 fráköst.

James Harden átti stórleik í liði Houston Rockets sem hafði betur gegn Utah Jazz 137-110. Harden skoraði 56 stig í leiknum og náði þar sínu hæsta stigaskori á ferlinum. Hann gaf einnig 13 stoðsendingar og það allt í aðeins þremur leikhlutum.

Annar leikmaður náði besta stigaskori ferils síns í nótt, en það gerði Kristaps Porzingis þegar hann skoraði 40 stig í endurkomusigri New York Knicks á Indiana Pacers. Knicks hafði verið 19 stigum á eftir Pacers en unnu leikinn með sjö stiga mun, 108-101.

Cleveland Cavaliers tapaði fimmta leiknum af síðustu sex þegar liðið lá fyrir Atlanta Hawks 117-115.

Öll úrslit næturinnar eru:

Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 117-115

Miami Heat - L.A. Clippers 104-101

Washington Wizards - Toronto Raptors 107-96

Boston Celtics - Orlando Magic 104-88

San Antonio Spurs - Phoenix Suns 112-95

Houston Rockers - Utah Jazz 137-110

New York Knicks - Indiana Pacers 108-101

Minnesota Timberwolves - Charlotte Hornets 112-94

Portland Trail Blazers - Oklahoma City Thunder 103-99

L.A. Lakers - Memphis Grizzlies 107-102

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×