Ungt fólk þarf Bjarta framtíð Nichole Leigh Mosty skrifar 20. október 2017 15:42 Síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamtarfinu hef ég lagt mikla áherslu á að hlusta á það hverju landsmenn kalla eftir. Einhvern veginn virðast stjórnmálamenn almennt renna í sama farið og telja sig þess umkomna að skilgreina þarfir annarra. Við keppumst við að móta draumsýn sem við reynum að selja fólki í kosningum þar sem sumt af henni hefur verið mótað af samfélaginu, sumt er floksstefna og sumt er hreint bull. Þið afsakið framhleypnina. Ungt fólk er hópur í samfélaginu sem mætir oft afgangi. Raddir þess eru líklega lágværari en margra annarra. Við ættum hins vegar ekki að vera svo hrokafull að skilgreina þarfir þess án þess að hafa það með í ráðum. Langtímastefnumótun á nefnilega ekki að vera sniðin að þörfum miðaldra stjórnmálamanna. Ef ég tek nokkur dæmi af því sem ég hef rætt við ungt fólk undanfarna mánuði nefnir það þróun skólakerfisins sem eitt af því mikilvægasta. Þróun sem er í takti við þróun samfélagsins og löndin í kringum okkur. Ungt fólk vill ræða um tilfinningar sínar og líðan og vill hafa gott aðgengi að sálfræðingum. Það vill að skólakerfið aðlagi sig að þeim en ekki öfugt. Fæstir eru sáttir við styttingu framhaldsskólans. Ungt fólk dagsins í dag ætlar að taka fullan þátt í fjórðu iðnbyltingunni. Það mun skapa og móta framtíðina. Stjórna henni jafnvel. Til þess þarf að leggja sérstaka áherslu á skapandi hugsun og tækifæri til sköpunar. Þeim sem farið hafa með stjórn þeirra mála sem snerta ungt fólk sérstaklega hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp, hingað til. Ungt fólk hefur ekki mörg tækifæri eða nægjanlegt frelsi þegar kemur að skipulagi námsáranna. Í námslánakerfinu gætir ekki jafnréttis þegar kemur að endurgreiðslu lánanna. Þau skapa ójöfnuð til námsmöguleika. Kerfið er farið að stýra námsmönnum inn í tilteknar greinar. Framfærslukostnaður er ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda og bankarnir hafa enn óheftan aðgang að því að hirða háar vaxtagreiðslur af framfærslufé sem er of lítið fyrir. Ungt fólk vill njóta þess að vera ungt og vera í námi. Björt framtíð vill þess vegna koma á kerfi þar sem námsstyrkir eru í boði en viljum líka leggja af frítekjumörk svo námsmenn geti aflað sér tekna. Það felst frelsi í því að komast sæmilega af. Tölum líka um húsnæðismál. Hvar var ungt fólk þegar stjórnmálamenn mótuðu þá stefnu? Þetta er grín. Hvaða stefnu? Það er engin stefna. Það er fullt af ungu fólki sem vill gjarnan vera á leigumarkaði. Markaði sem er fjandsamlegur flestum leigjendum, á hvaða aldri sem þeir eru. Björt framtíð vill móta húsnæðisstefnu sem endurspeglar þarfir og vilja ungs fólks, hvort sem það vill kaupa eða leigja. Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að réttarbótum sem varða réttindi til húsaleigubóta vegna leigu á herbergi. Við þurfum hins vegar að búa til fleiri lausnir til að sinna þörfum ungs fólks og í samráði við ungt fólk. Mig langar að nefna í lokin að ungt fólk hefur lagt sérstaka áherslu á réttlæti og sanngirni. Það vill samfélag þar sem pláss er fyrir alls konar. Þar sem mannréttindi allra eru jöfn, hvort heldur sem fólk er hinsegin, trans eða intersex. Ungt fólk vill losna við gamlar beinagrindur og úreltar hefðir. Ungt fólk vill heiðarleika og hreinskilni. Það er óhrætt við kerfisbreytingar og vill alvöru langtímastefnur og breytingar í samræmi við þær en ekki skammtímaplástra. Ungt fólk þarf Bjarta framtíð, sem var beinlínis stofnuð til að hlusta, horfa til langs tíma, laga kerfin og gera þau manneskjulegri, að þora að standa með almenningi og þora að bjóða gömlum hefðum og beinagrindum birginn. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamtarfinu hef ég lagt mikla áherslu á að hlusta á það hverju landsmenn kalla eftir. Einhvern veginn virðast stjórnmálamenn almennt renna í sama farið og telja sig þess umkomna að skilgreina þarfir annarra. Við keppumst við að móta draumsýn sem við reynum að selja fólki í kosningum þar sem sumt af henni hefur verið mótað af samfélaginu, sumt er floksstefna og sumt er hreint bull. Þið afsakið framhleypnina. Ungt fólk er hópur í samfélaginu sem mætir oft afgangi. Raddir þess eru líklega lágværari en margra annarra. Við ættum hins vegar ekki að vera svo hrokafull að skilgreina þarfir þess án þess að hafa það með í ráðum. Langtímastefnumótun á nefnilega ekki að vera sniðin að þörfum miðaldra stjórnmálamanna. Ef ég tek nokkur dæmi af því sem ég hef rætt við ungt fólk undanfarna mánuði nefnir það þróun skólakerfisins sem eitt af því mikilvægasta. Þróun sem er í takti við þróun samfélagsins og löndin í kringum okkur. Ungt fólk vill ræða um tilfinningar sínar og líðan og vill hafa gott aðgengi að sálfræðingum. Það vill að skólakerfið aðlagi sig að þeim en ekki öfugt. Fæstir eru sáttir við styttingu framhaldsskólans. Ungt fólk dagsins í dag ætlar að taka fullan þátt í fjórðu iðnbyltingunni. Það mun skapa og móta framtíðina. Stjórna henni jafnvel. Til þess þarf að leggja sérstaka áherslu á skapandi hugsun og tækifæri til sköpunar. Þeim sem farið hafa með stjórn þeirra mála sem snerta ungt fólk sérstaklega hefur ekki tekist neitt sérstaklega vel upp, hingað til. Ungt fólk hefur ekki mörg tækifæri eða nægjanlegt frelsi þegar kemur að skipulagi námsáranna. Í námslánakerfinu gætir ekki jafnréttis þegar kemur að endurgreiðslu lánanna. Þau skapa ójöfnuð til námsmöguleika. Kerfið er farið að stýra námsmönnum inn í tilteknar greinar. Framfærslukostnaður er ekki í neinu samræmi við raunveruleika flestra nemenda og bankarnir hafa enn óheftan aðgang að því að hirða háar vaxtagreiðslur af framfærslufé sem er of lítið fyrir. Ungt fólk vill njóta þess að vera ungt og vera í námi. Björt framtíð vill þess vegna koma á kerfi þar sem námsstyrkir eru í boði en viljum líka leggja af frítekjumörk svo námsmenn geti aflað sér tekna. Það felst frelsi í því að komast sæmilega af. Tölum líka um húsnæðismál. Hvar var ungt fólk þegar stjórnmálamenn mótuðu þá stefnu? Þetta er grín. Hvaða stefnu? Það er engin stefna. Það er fullt af ungu fólki sem vill gjarnan vera á leigumarkaði. Markaði sem er fjandsamlegur flestum leigjendum, á hvaða aldri sem þeir eru. Björt framtíð vill móta húsnæðisstefnu sem endurspeglar þarfir og vilja ungs fólks, hvort sem það vill kaupa eða leigja. Björt framtíð hefur lagt fram tillögu að réttarbótum sem varða réttindi til húsaleigubóta vegna leigu á herbergi. Við þurfum hins vegar að búa til fleiri lausnir til að sinna þörfum ungs fólks og í samráði við ungt fólk. Mig langar að nefna í lokin að ungt fólk hefur lagt sérstaka áherslu á réttlæti og sanngirni. Það vill samfélag þar sem pláss er fyrir alls konar. Þar sem mannréttindi allra eru jöfn, hvort heldur sem fólk er hinsegin, trans eða intersex. Ungt fólk vill losna við gamlar beinagrindur og úreltar hefðir. Ungt fólk vill heiðarleika og hreinskilni. Það er óhrætt við kerfisbreytingar og vill alvöru langtímastefnur og breytingar í samræmi við þær en ekki skammtímaplástra. Ungt fólk þarf Bjarta framtíð, sem var beinlínis stofnuð til að hlusta, horfa til langs tíma, laga kerfin og gera þau manneskjulegri, að þora að standa með almenningi og þora að bjóða gömlum hefðum og beinagrindum birginn. Höfundur er þingmaður Bjartrar framtíðar.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar