Konur – Ísland allt Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 24. október 2017 13:15 Í dag 24. október, höldum við upp á kvennafrídaginn, í gegnum tíðina hafa konur hvatt aðrar konur til þess að leggja niður störf á þessum degi. Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags fyrir þjóðfélagið. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og konur gengu í tugþúsunda tali útaf vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín, klukkan 14:08. Árið 2010 var það klukkan 14:25. Fyrir einu ári síðan var lögð áhersla á að leggja niður störf klukkan 14.38. En við getum ekki allar lagt niður störf samtímis. Margar konur sinna mikilvægustu störfum samfélagsins Til að nefna dæmi þá er ljóst að konur í umönnunarstörfum hafa enga möguleika til þess að ganga út og skilja eftir skjólstæðinga sína, hjúkrunarfræðingar geta ekki yfirgefið vinnustað sinn og heldur ekki sjúkraliðar eða aðrar konur í stéttum sem eru að mestu skipaðar konum. Vinnumarkaðurinn er kynskiptur, leikskóla- og grunnskólakennarar eru svokallaðar hefðbundnar kvennastéttir í umræðunni. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra kvennastarfsstétta, s.s. hjá hjúkrunarfræðingum. Þær tilraunir hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað til kvenna því fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Í dag , enn á ný, er kvennafrídagur runninn upp, en kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Það er verkefni bæði kvenna sem karla að ýtreka að það sé óásættanleg staða og brjóta þarf upp kynskiptan vinnumarkað, það er verkefnið framundan. Konur geta ekki allar lagt niður störf sín í dag til þess að leggja áherslu á óréttlát kjör sín, við þurfum að muna eftir því.Höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í NA-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag 24. október, höldum við upp á kvennafrídaginn, í gegnum tíðina hafa konur hvatt aðrar konur til þess að leggja niður störf á þessum degi. Þann 24. október árið 1975 lögðu konur um allt land niður vinnu til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags fyrir þjóðfélagið. Árið 2005 héldum við upp á kvennafrídaginn í annað sinn og konur gengu í tugþúsunda tali útaf vinnustað á þeirri mínútu þegar þær hættu að fá borgað fyrir störf sín, klukkan 14:08. Árið 2010 var það klukkan 14:25. Fyrir einu ári síðan var lögð áhersla á að leggja niður störf klukkan 14.38. En við getum ekki allar lagt niður störf samtímis. Margar konur sinna mikilvægustu störfum samfélagsins Til að nefna dæmi þá er ljóst að konur í umönnunarstörfum hafa enga möguleika til þess að ganga út og skilja eftir skjólstæðinga sína, hjúkrunarfræðingar geta ekki yfirgefið vinnustað sinn og heldur ekki sjúkraliðar eða aðrar konur í stéttum sem eru að mestu skipaðar konum. Vinnumarkaðurinn er kynskiptur, leikskóla- og grunnskólakennarar eru svokallaðar hefðbundnar kvennastéttir í umræðunni. Tilraunir hafa verið gerðar til að taka á vandanum með sértækum leiðréttingum einstakra kvennastarfsstétta, s.s. hjá hjúkrunarfræðingum. Þær tilraunir hafa undantekningalítið orðið grunnur að almennum launakröfum á vinnumarkaði og hafa því litlum árangri skilað til kvenna því fjölmennar kvennastéttir fá greidd lægri laun en fjölmennar karlastéttir. Í dag , enn á ný, er kvennafrídagur runninn upp, en kynbundinn launamunur er enn fyrir hendi. Það er verkefni bæði kvenna sem karla að ýtreka að það sé óásættanleg staða og brjóta þarf upp kynskiptan vinnumarkað, það er verkefnið framundan. Konur geta ekki allar lagt niður störf sín í dag til þess að leggja áherslu á óréttlát kjör sín, við þurfum að muna eftir því.Höfundur skipar 2. sæti Miðflokksins í NA-kjördæmi.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar