Afnema á skerðingar í kerfi almannatrygginga Björgvin Guðmundsson skrifar 25. október 2017 09:30 Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrrverandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Í síðustu grein minni lagði ég fram tillögu um hækkun lífeyris aldraðra. Í þessari grein fjalla ég um tekjutengingar, tekjuskerðingar í kerfi almannatrygginga. Ég legg til, að þessar skerðingar verði afnumdar í áföngum. Skerðingarnar eru orðnar svo miklar, að þær eru að eyðileggja almannatryggingakerfið. Alvarlegastar eru þessar skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Það er dregið svo mikið af lífeyri eldri borgara hjá Tryggingastofnun, ef þeir fá greiðslur úr lífeyrissjóði, að heildarútkoman verður eins og þeir hafi aldrei greitt í lífeyrissjóð. Árið 1969 lýsti Alþýðusamband Íslands því yfir, að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingarnar. Launþegar hófu að greiða í lífeyrissjóðina í trausti þess, að lífeyrir úr lífeyrissjóðunum kæmi til viðbótar lífeyri frá almannatryggingum, þegar launþegar, sjóðfélagar, færu á eftirlaun. En þetta hefur verið svikið. Í mörgum tilvikum fá eldri borgarar, sem greitt hafa í lífeyrissjóð alla sína starfsævi, ekkert meira úr eftirlaunakerfinu, TR og lífeyrissjóði samanlagt en ef þeir hefðu aldrei greitt neitt í lífeyrissjóð. Eldri borgarar, sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum, hafa verið sviknir. Lífeyrir, sem samsvarar lífeyri úr lífeyrissjóði, hefur verið gerður upptækur. Þetta er „eignaupptaka“. Þessu verður að linna. Best er að afnema þessa skerðingu í 2-3 áföngum. Það skiptir engu máli þó þetta kosti ríkið talsverða fjármuni. Ríkið er áður búið að spara stórfé með skerðingu. Nú er komið að skuldadögum hjá ríkinu. Það verður að greiða til baka. Aðrar helstu skerðingar í kerfinu eru skerðing tryggingalífeyris vegna atvinnutekna og skerðing vegna fjármagnstekna. Fyrir væntanlegar alþingiskosningar hefur mest verið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna. Það hefur verið rætt mikið um frítekjumark vegna atvinnutekna, þar eð það var lækkað um síðustu áramót úr 109 þúsund kr. á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Og nú vilja allir stjórnmálamenn hækka það á ný; flestir nefna 100 þúsund kr. í því sambandi. Hvers vegna er svona mikið rætt um skerðingu vegna atvinnutekna nú? Jú, það er vegna þess, að fyrrverandi ríkisstjórn og sú, sem er að fara frá, ræddu það mikið, að þær vildu greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. Það skaut því skökku við, að í stað þess að greiða fyrir atvinnuþátttöku var hún torvelduð með því að lækka frítekjumarkið. En hvers vegna þarf frítekjumark vegna atvinnutekna? Hvers vegna er það ekki frjálst fyrir eldri borgara að vinna, ef þeir hafa heilsu til, án þess að ríkið skerði lífeyrinn hjá almannatryggingum á móti? Ef eldri borgari fer út á vinnumarkaðinn og aflar tekna tekur ríkið skatt af því og þess vegna kostar það sáralítið fyrir ríkið að standa undir lífeyri til þessa eldri borgara. Ríkið fær þá skatt á móti. Ég tel þess vegna að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eldri borgara. Það er plús fyrir ríkið, ef eldri borgari vill og getur aflað atvinnutekna. Ef til vill er spurning hvort afnema eigi einnig skerðingu tryggingalífeyris vegna fjármagnstekna. Ég tel það vel koma til greina. Fjármagnstekjur eldri borgara stafa iðulega af því að eldri borgarinn hefur verið að minnka við sig húsnæði; hefur selt stærra húsnæði og keypt minna húsnæði í staðinn og lagt mismuninn í banka. Það er alltaf verið að hvetja eldri borgara til þess að minnka við sig húsnæði á efri árum. En ef ríkið læsir krumlunni í þá fjármuni sem eldri borgarar geta sparað og lagt í banka, hvetur það ekki til þess að eldri borgarar minnki við sig húsnæði. Niðurstaðan er þessi: Afnema á allar tekjutengingar eins og sumir stjórnmálamenn hafa raunar lofað án þess að standa við það. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax, í einu lagi. En aðrar skerðingar mætti afnema í áföngum. Nú eru aðeins nokkrir dagar til þingkosninga. Talsvert er rætt um það, að lífeyrir dugi ekki fyrir framfærslukostnaði og hópur aldraðra búi við fátækt. Hækka verður lífeyri, ef tryggja á að lífeyrir dugi fyrir framfærslukostnaði og fátækt verði bægt frá. Mín tillaga er að lífeyrir hækki í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er lágmark. Skerðingar vegna atvinnutekna á að afnema strax. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun