Af heiðarleika og hugarfari Fjölnir Sæmundsson skrifar 27. október 2017 11:11 Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram, að þeir komi sér ekki undan því með útúrsnúningum að svara spurningum sem eru þeim erfiðar. Við eigum að geta treyst því að þeir sem veljast til þess að stjórna landinu hugsi um hag okkar allra. Sameiginlegar auðlindir okkar og eignir eiga að vera nýttar í þágu okkar allra en ekki bara í þágu þeirra sem ákveðnir stjórnmálamenn hafa velþóknun á. Hluti þingmanna og ráðamann í þessu landi hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir eru ekki í neinum tengslum við veruleika almennings. Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Þetta fólk talar um fjármuni og fjárfestingar upp á tugi milljóna sem lítilræði sem varla taki því ræða um. Mikill minnihluti fólks á Íslandi hefur yfir að ráða 50 eða hvað þá 100 milljónir til fjárfestinga. Enn færri eru í aðstöðu til þess að fá slíka skuldir felldar niður eða eiga einkahlutafélögum sem geta yfirtekið skuldir þar sem þær hverfa í gjaldþroti. Þó það hafi verið umtalað eftir árið 2008 að margir Íslendingar hafi átt bankareikninga eða einkahlutafélög erlendis þá var það ekki megin þorri þjóðarinnar. Á það hefur verið bent að ekkert sé ólöglegt við það að geyma fé sitt erlendis. Þetta kann að vera rétt í flestum tilvikum. En ég tel ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velja frekar að ávaxta fé sitt frekar erlendis en á íslenskri grund. Bera þeir hag Íslands og íslensks hagkerfis fyrir brjósti? Að fólk sem vill helga sig stjórnmálum og eignast mikið fé, hvort sem það er með gjöfum eða fjárfestingum, telji nauðsynlegt að fara með það fé úr landi til er sérstakt að mínu viti. Hver er tilgangurinn með því? Hvert er hugarfarið? Hvers vegna treystir fólk sem vill vera í stjórnmálum á Íslandi ekki bankakerfi þjóðarinnar? Þegar stjórnmálamaður á Íslandi talar um það að fjárfesta í íbúð í arabalöndum eins og hann sé að tala um hús á Þórshöfn á Langanesi þá er hann ekki í tengslum við stærstan hluta þjóðarinnar. Almenningur á Íslandi hefur almennt ekki efni á því að skreppa í sumarhús í Arabíu hvorki nú eða fyrir 10 árum. Stjórnmálamenn sem þurfa að beita fyrir sig lögfræðiklækjum og útúrsnúningum þegar þeir eru spurðir einfaldra spurninga eru ekki að sýna heiðarleika heldur hið þveröfuga. Við þurfum öll að standa saman í því að leggja til þjóðfélagsins. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnmálum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Þeir þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki má leika að því nokkur vafi að þeir greiði sína skatta og skyldur til samfélagsins. Að undanförnu hef ég oft heyrt þessa setningu eins og „Ég má alveg svíkja undan skatti og svindla aðeins því þessi toppar eru allir spilltir og svindla sjálfir“. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að taka höndum saman um að byggja upp heiðarlegt samfélag. Að þeir sem veljast til forustu komi heiðarlega fram. Að í stjórnmálum og í samfélaginu öllu verði hætt öllu leynimakki og yfirhylmingum. Stjórnmálamenn eiga að segja satt og bera hag þjóðarinar fyrir brjósti. Við getum gert betur. Fjölnir Sæmundsson lögreglufulltrúi skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram, að þeir komi sér ekki undan því með útúrsnúningum að svara spurningum sem eru þeim erfiðar. Við eigum að geta treyst því að þeir sem veljast til þess að stjórna landinu hugsi um hag okkar allra. Sameiginlegar auðlindir okkar og eignir eiga að vera nýttar í þágu okkar allra en ekki bara í þágu þeirra sem ákveðnir stjórnmálamenn hafa velþóknun á. Hluti þingmanna og ráðamann í þessu landi hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir eru ekki í neinum tengslum við veruleika almennings. Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Þetta fólk talar um fjármuni og fjárfestingar upp á tugi milljóna sem lítilræði sem varla taki því ræða um. Mikill minnihluti fólks á Íslandi hefur yfir að ráða 50 eða hvað þá 100 milljónir til fjárfestinga. Enn færri eru í aðstöðu til þess að fá slíka skuldir felldar niður eða eiga einkahlutafélögum sem geta yfirtekið skuldir þar sem þær hverfa í gjaldþroti. Þó það hafi verið umtalað eftir árið 2008 að margir Íslendingar hafi átt bankareikninga eða einkahlutafélög erlendis þá var það ekki megin þorri þjóðarinnar. Á það hefur verið bent að ekkert sé ólöglegt við það að geyma fé sitt erlendis. Þetta kann að vera rétt í flestum tilvikum. En ég tel ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velja frekar að ávaxta fé sitt frekar erlendis en á íslenskri grund. Bera þeir hag Íslands og íslensks hagkerfis fyrir brjósti? Að fólk sem vill helga sig stjórnmálum og eignast mikið fé, hvort sem það er með gjöfum eða fjárfestingum, telji nauðsynlegt að fara með það fé úr landi til er sérstakt að mínu viti. Hver er tilgangurinn með því? Hvert er hugarfarið? Hvers vegna treystir fólk sem vill vera í stjórnmálum á Íslandi ekki bankakerfi þjóðarinnar? Þegar stjórnmálamaður á Íslandi talar um það að fjárfesta í íbúð í arabalöndum eins og hann sé að tala um hús á Þórshöfn á Langanesi þá er hann ekki í tengslum við stærstan hluta þjóðarinnar. Almenningur á Íslandi hefur almennt ekki efni á því að skreppa í sumarhús í Arabíu hvorki nú eða fyrir 10 árum. Stjórnmálamenn sem þurfa að beita fyrir sig lögfræðiklækjum og útúrsnúningum þegar þeir eru spurðir einfaldra spurninga eru ekki að sýna heiðarleika heldur hið þveröfuga. Við þurfum öll að standa saman í því að leggja til þjóðfélagsins. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnmálum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Þeir þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki má leika að því nokkur vafi að þeir greiði sína skatta og skyldur til samfélagsins. Að undanförnu hef ég oft heyrt þessa setningu eins og „Ég má alveg svíkja undan skatti og svindla aðeins því þessi toppar eru allir spilltir og svindla sjálfir“. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að taka höndum saman um að byggja upp heiðarlegt samfélag. Að þeir sem veljast til forustu komi heiðarlega fram. Að í stjórnmálum og í samfélaginu öllu verði hætt öllu leynimakki og yfirhylmingum. Stjórnmálamenn eiga að segja satt og bera hag þjóðarinar fyrir brjósti. Við getum gert betur. Fjölnir Sæmundsson lögreglufulltrúi skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar