Cristiano Ronaldo verður með Íslandi á HM í Rússlandi næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. október 2017 20:30 Portúgalar fagna marki í kvöld. Vísir/EPA Evrópumeistarar Portúgals tryggðu sér í kvöld farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir 2-0 sigur á Sviss í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum og sæti á HM 2018. Svisslendingar voru búnir að vinna alla níu leiki sína í undankeppninni þar á meðal 2-0 sigur á Portúgal í fyrsta leik. Frammistaða liðsins í kvöld var hinsvegar ekki sannfærandi og Sviss þarf að spila miklu betur í umspilinu ætli liðið sér á HM. Portúgalarnir hafa verið á hælunum á Svisslendingunum allan tímann og hafa unnið alla átta leiki sína frá tapinu í Sviss í september 2016 og voru auk þess með betri markaölu fyrir leikinn í kvöld. Portúgal komst því upp að hlið Sviss með sigri og síðan upp fyrir svissneska liðið á betri markatölu. Portúgal komst í forystu fjórum mínútum fyrir hálfeik með slysalegu sjálfsmarki. Svissneski markvörðurinn Yann Sommer og varnarmaðurinn Johan Djourou rákust saman eftir fyrirgjöf frá vinstri og boltinn fór af Djourou og í eigið mark. Portúgal komst síðan í 2-0 með marki Andre Silva af stuttu færi eftir frábæra sókn og sendingu frá Bernardo Silva. Cristiano Ronaldo fékk algjört dauðafæri til að koma Portúgal í 3-0 eftir að hann slapp einn í gegn en kúðraði því. Það skipti samt engu máli því sigurinn var í höfn og Cristiano Ronaldo verður með vinum sínum frá Íslandi á HM í Rússlandi næsta sumar. HM 2018 í Rússlandi
Evrópumeistarar Portúgals tryggðu sér í kvöld farseðilinn á HM í Rússlandi næsta sumar eftir 2-0 sigur á Sviss í hreinum úrslitaleik um sigurinn í riðlinum og sæti á HM 2018. Svisslendingar voru búnir að vinna alla níu leiki sína í undankeppninni þar á meðal 2-0 sigur á Portúgal í fyrsta leik. Frammistaða liðsins í kvöld var hinsvegar ekki sannfærandi og Sviss þarf að spila miklu betur í umspilinu ætli liðið sér á HM. Portúgalarnir hafa verið á hælunum á Svisslendingunum allan tímann og hafa unnið alla átta leiki sína frá tapinu í Sviss í september 2016 og voru auk þess með betri markaölu fyrir leikinn í kvöld. Portúgal komst því upp að hlið Sviss með sigri og síðan upp fyrir svissneska liðið á betri markatölu. Portúgal komst í forystu fjórum mínútum fyrir hálfeik með slysalegu sjálfsmarki. Svissneski markvörðurinn Yann Sommer og varnarmaðurinn Johan Djourou rákust saman eftir fyrirgjöf frá vinstri og boltinn fór af Djourou og í eigið mark. Portúgal komst síðan í 2-0 með marki Andre Silva af stuttu færi eftir frábæra sókn og sendingu frá Bernardo Silva. Cristiano Ronaldo fékk algjört dauðafæri til að koma Portúgal í 3-0 eftir að hann slapp einn í gegn en kúðraði því. Það skipti samt engu máli því sigurinn var í höfn og Cristiano Ronaldo verður með vinum sínum frá Íslandi á HM í Rússlandi næsta sumar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti