Hugvit, hagkerfið og heimurinn Sigurður Hannesson skrifar 11. október 2017 07:00 Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og fram undan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ný störf verða til sem krefjast annars konar hæfni, aukinna hæfileika til að leysa flókin verkefni, gagnrýninnar hugsunar og aukinnar sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Bæði munu rótgrónar atvinnugreinar breytast og nýjar verða til. Náttúruauðlindir eru staðbundnar og takmarkaðar en hugvitið óþrjótandi og óstaðbundið. Framtíð hvers samfélags mun að miklu leyti ráðast af því, hversu vel gengur að virkja það síðarnefnda. Þess vegna reynir nú á íslensk stjórnvöld að gera landið samkeppnishæft við önnur lönd enda er hugvitið án landamæra.Heildstæð stefnumótun Ísland á að vera í fremstu röð í heiminum þegar kemur að nýsköpun, enda mun hugvit og hagvöxtur haldast í hendur. Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri nálgun og skýrri sýn má nýta þessa fjármuni sem allra best. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu svo íslenskir námsmenn nútímans, börn, unglingar og fullorðnir, verði reiðubúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar. Á öllum skólastigum þarf að leggja áherslu á vitneskju um tækniþróun, skapandi hugsun, greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun enda mun það skipta meira máli á tímum aukinnar sjálfvirkni en áður. Efla þarf og breyta grunn- og endurmenntun kennara með sköpun, lausnamiðun, forritunarskilning og tækni að leiðarljósi. Forritun er mikilvægur liður í þeim samfélagsbreytingum sem eru að verða og á þess vegna að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.Nýsköpunarlandið Ísland Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur mun færa okkur betri lausnir á mörgum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis-, mennta-, orku- eða umhverfismála. Vinna þarf með markvissum hætti að umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja til að hvetja til rannsókna og þróunar. Nýsköpunarlögin sem samþykkt voru á síðasta ári voru mikið framfaraskref í þá veru. Rótgróin fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði stunda nú rannsóknir og þróun í meiri mæli en áður þannig að nýsköpun er ekki bundin við hefðbundin tækni- eða sprotafyrirtæki eins og margir kynnu að ætla. Þetta sýnir hvernig stefnumörkun og skýr sýn stjórnvalda á þessu sviði getur haft mjög jákvæð áhrif á framfarir og atvinnuuppbyggingu. Halda þarf áfram á sömu braut. Endurgreiðsluhlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja á að hækka úr 20% í 30% og þök á kostnaðarviðmið við rannsóknir og þróun á að afnema til að hvetja enn frekar til slíkra verkefna. Byggja þarf brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Ella er hætt við því að vísindin einangrist og atvinnulífið vaxi hægar en þar með drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða.Sköpum réttu aðstæðurnar Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að við náum að grípa þau. Með skýrri sýn í þessa veru geta stjórnvöld unnið að umbótum í menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi fyrirtækja þannig að Ísland verði í fremstu röð í heiminum. Þar með verður til frjór jarðvegur til þess að hugvit verði sá drifkraftur frekari vaxtar sem það svo sannarlega getur verið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni á sama hátt og hagkvæm nýting náttúrauðlinda var drifkraftur framfara á Íslandi 20. öldinni. Fjórða iðnbyltingin er hafin og fram undan eru tækniframfarir sem munu hafa mikil áhrif á íslenskt atvinnulíf. Ný störf verða til sem krefjast annars konar hæfni, aukinna hæfileika til að leysa flókin verkefni, gagnrýninnar hugsunar og aukinnar sköpunargáfu svo fátt eitt sé nefnt. Bæði munu rótgrónar atvinnugreinar breytast og nýjar verða til. Náttúruauðlindir eru staðbundnar og takmarkaðar en hugvitið óþrjótandi og óstaðbundið. Framtíð hvers samfélags mun að miklu leyti ráðast af því, hversu vel gengur að virkja það síðarnefnda. Þess vegna reynir nú á íslensk stjórnvöld að gera landið samkeppnishæft við önnur lönd enda er hugvitið án landamæra.Heildstæð stefnumótun Ísland á að vera í fremstu röð í heiminum þegar kemur að nýsköpun, enda mun hugvit og hagvöxtur haldast í hendur. Stefnumótun er mikilvægasta verkefni stjórnvalda hverju sinni. Horfa þarf á viðfangsefnin frá ýmsum áttum því samkeppnishæfni byggir á mörgum stoðum. Til að móta heildstæða stefnu þarf að horfa til margra ólíkra þátta líkt og menntunar, innviða, starfsumhverfis og nýsköpunar. Hið opinbera eyðir 45 krónum af hverjum 100 í hagkerfinu. Með heildstæðri nálgun og skýrri sýn má nýta þessa fjármuni sem allra best. Það verkefni bíður nýrrar ríkisstjórnar að marka skýra stefnu svo íslenskir námsmenn nútímans, börn, unglingar og fullorðnir, verði reiðubúnir til að mæta kröfum framtíðarinnar. Á öllum skólastigum þarf að leggja áherslu á vitneskju um tækniþróun, skapandi hugsun, greiningarhæfni og lausnamiðaða nálgun enda mun það skipta meira máli á tímum aukinnar sjálfvirkni en áður. Efla þarf og breyta grunn- og endurmenntun kennara með sköpun, lausnamiðun, forritunarskilning og tækni að leiðarljósi. Forritun er mikilvægur liður í þeim samfélagsbreytingum sem eru að verða og á þess vegna að vera skyldufag í grunn- og framhaldsskólum.Nýsköpunarlandið Ísland Hugmyndaauðgi og sköpunarkraftur mun færa okkur betri lausnir á mörgum sviðum, hvort sem horft er til heilbrigðis-, mennta-, orku- eða umhverfismála. Vinna þarf með markvissum hætti að umbótum í starfsumhverfi fyrirtækja til að hvetja til rannsókna og þróunar. Nýsköpunarlögin sem samþykkt voru á síðasta ári voru mikið framfaraskref í þá veru. Rótgróin fyrirtæki í hefðbundnum iðnaði stunda nú rannsóknir og þróun í meiri mæli en áður þannig að nýsköpun er ekki bundin við hefðbundin tækni- eða sprotafyrirtæki eins og margir kynnu að ætla. Þetta sýnir hvernig stefnumörkun og skýr sýn stjórnvalda á þessu sviði getur haft mjög jákvæð áhrif á framfarir og atvinnuuppbyggingu. Halda þarf áfram á sömu braut. Endurgreiðsluhlutfall rannsóknar- og þróunarkostnaðar fyrirtækja á að hækka úr 20% í 30% og þök á kostnaðarviðmið við rannsóknir og þróun á að afnema til að hvetja enn frekar til slíkra verkefna. Byggja þarf brú milli vísinda og atvinnulífs þar sem rannsóknir eru hagnýttar þannig að úr verði tækifæri sem leiði til verðmætasköpunar til hagsbóta fyrir alla þjóðina. Ella er hætt við því að vísindin einangrist og atvinnulífið vaxi hægar en þar með drögumst við aftur úr í samkeppni þjóða.Sköpum réttu aðstæðurnar Tækifærin sem fylgja tækniframförum eru fjölmörg og mikilvægt að við náum að grípa þau. Með skýrri sýn í þessa veru geta stjórnvöld unnið að umbótum í menntun, nýsköpun, innviðum og starfsumhverfi fyrirtækja þannig að Ísland verði í fremstu röð í heiminum. Þar með verður til frjór jarðvegur til þess að hugvit verði sá drifkraftur frekari vaxtar sem það svo sannarlega getur verið.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar