Lífeyrir aldraðra hækki strax í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt Björgvin Guðmundsson skrifar 12. október 2017 07:00 Alþingiskosningar fara fram 28. október nk. Sem eldri borgari geri ég kröfu til þess, að frambjóðendur skýri frá stefnu sinni í málefnum aldraðra og öryrkja. Mál þeirra hafa verið í ólestri undanfarið, einkum kjaramálin. En lífeyri aldraðra og öryrkja hefur verið haldið svo mjög niðri, að engin leið hefur verið að lifa af þeim lífeyri, sem stjórnvöld hafa skammtað þeim. Þeir hafa ekki haft nóg fyrir öllum útgjöldum og oft hafa lyf eða læknishjálp orðið útundan; það er mannréttindabrot. Ég er að tala um þá sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum. Ég tel vegna þeirrar uppsveiflu sem nú er í efnahagslífi þjóðarinnar að tímabært sé að gera myndarlega lagfæringu á kjörum aldraðra og öryrkja þannig að lífeyrisþegar þurfi ekki áfram að bera kvíðboga fyrir morgundeginum. Tillaga mín er þessi: Lífeyrir aldraðra hækki strax eftir kosningar í 320 þúsund krónur á mánuði eftir skatt (425 þúsund kr. á mán. fyrir skatt). Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af lægri upphæð. Þessi upphæð er í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar en samkvæmt könnun á meðaltalsútgjöldum einhleypinga í landinu er þetta sú upphæð sem einstaklingar nota að meðaltali til neyslu. Skattar eru ekki inni í þeirri tölu hjá Hagstofunni og því er þessi upphæð í samræmi við lífeyri TR eftir skatt.Síst of mikið fyrir eldri borgara Einhverjum finnst ef til vill að það sé of mikið fyrir aldraða að hafa 320 þúsund kr. á mánuði í lífeyri frá TR eftir skatt, miðað við að þeir hafi engar aðrar tekjur. Það finnst mér ekki. Meðallaun í landinu eru 667 þúsund kr. á mánuði samkvæmt nýrri launarannsókn Hagstofunnar. Það er fyrir skatt. Alþingismenn hafa 1,2 milljónir kr. á mánuði og ráðherrar hafa 1,8 milljón á mánuði. Forsætisráðherra hefur rúmar 2 milljónir á mánuði. Þessar greiðslur eru fyrir utan aukasporslur og hlunnindi. Forstjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækja hafa 1,6 millj. kr. á mánuði. Miðað við þessi háu laun er það ekki mikið þó eldri borgarar, sem lokið hafa vinnudegi sínum, hafi 320 þúsund á mánuði. Þetta eru þeir, sem skapað hafa þetta þjóðfélag.Vantar fleiri hjúkrunarheimili Enda þótt kjaramálin séu mikilvægust eru önnur mál einnig mikilvæg. Til dæmis vantar fleiri hjúkrunarheimili. Biðlistar eru langir eftir rými þar; erfitt fyrir eldri borgara að komast þar inn. Byggja verður fleiri hjúkrunarheimili. Einnig þarf að búa betur að heimahjúkrun svo eldri borgarar geti verið sem lengst heima. Heimahjúkrun er undirmönnuð og býr við fjárskort. Úr því þarf að bæta. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar fara fram 28. október nk. Sem eldri borgari geri ég kröfu til þess, að frambjóðendur skýri frá stefnu sinni í málefnum aldraðra og öryrkja. Mál þeirra hafa verið í ólestri undanfarið, einkum kjaramálin. En lífeyri aldraðra og öryrkja hefur verið haldið svo mjög niðri, að engin leið hefur verið að lifa af þeim lífeyri, sem stjórnvöld hafa skammtað þeim. Þeir hafa ekki haft nóg fyrir öllum útgjöldum og oft hafa lyf eða læknishjálp orðið útundan; það er mannréttindabrot. Ég er að tala um þá sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum. Ég tel vegna þeirrar uppsveiflu sem nú er í efnahagslífi þjóðarinnar að tímabært sé að gera myndarlega lagfæringu á kjörum aldraðra og öryrkja þannig að lífeyrisþegar þurfi ekki áfram að bera kvíðboga fyrir morgundeginum. Tillaga mín er þessi: Lífeyrir aldraðra hækki strax eftir kosningar í 320 þúsund krónur á mánuði eftir skatt (425 þúsund kr. á mán. fyrir skatt). Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af lægri upphæð. Þessi upphæð er í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar en samkvæmt könnun á meðaltalsútgjöldum einhleypinga í landinu er þetta sú upphæð sem einstaklingar nota að meðaltali til neyslu. Skattar eru ekki inni í þeirri tölu hjá Hagstofunni og því er þessi upphæð í samræmi við lífeyri TR eftir skatt.Síst of mikið fyrir eldri borgara Einhverjum finnst ef til vill að það sé of mikið fyrir aldraða að hafa 320 þúsund kr. á mánuði í lífeyri frá TR eftir skatt, miðað við að þeir hafi engar aðrar tekjur. Það finnst mér ekki. Meðallaun í landinu eru 667 þúsund kr. á mánuði samkvæmt nýrri launarannsókn Hagstofunnar. Það er fyrir skatt. Alþingismenn hafa 1,2 milljónir kr. á mánuði og ráðherrar hafa 1,8 milljón á mánuði. Forsætisráðherra hefur rúmar 2 milljónir á mánuði. Þessar greiðslur eru fyrir utan aukasporslur og hlunnindi. Forstjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækja hafa 1,6 millj. kr. á mánuði. Miðað við þessi háu laun er það ekki mikið þó eldri borgarar, sem lokið hafa vinnudegi sínum, hafi 320 þúsund á mánuði. Þetta eru þeir, sem skapað hafa þetta þjóðfélag.Vantar fleiri hjúkrunarheimili Enda þótt kjaramálin séu mikilvægust eru önnur mál einnig mikilvæg. Til dæmis vantar fleiri hjúkrunarheimili. Biðlistar eru langir eftir rými þar; erfitt fyrir eldri borgara að komast þar inn. Byggja verður fleiri hjúkrunarheimili. Einnig þarf að búa betur að heimahjúkrun svo eldri borgarar geti verið sem lengst heima. Heimahjúkrun er undirmönnuð og býr við fjárskort. Úr því þarf að bæta. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun