Vinstri og hægri Guðmundur Andri Thorsson skrifar 12. október 2017 07:00 Það er munur á vinstri og hægri. Jafnaðarmenn hugsa í grundvallaratriðum öðruvísi um þjóðfélagsmál en markaðshyggjumenn eða aðrir fulltrúar afmarkaðra hagsmuna. Jafnaðarmenn hafa hag heildarinnar að leiðarljósi. Það er hugsunin bak við norræna samfélagsmódelið: heilbrigt atvinnulíf með raunverulegri verðmætasköpun og öflugt velferðarkerfi þar sem virðing fyrir fólki ræður för. Þjóðfélag þar sem allar leikreglur miðast við hagsmuni fjármagnseigenda frekar en almennings, framleiðenda frekar en neytenda, fyrirtækjaeigenda frekar en verkafólks – það er ekki gott samfélag, ekki réttlátt og endar í þjófræði eins og dæmin sanna. Það er munur á vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og öflugur flokkur hægri manna, vel skipulagður og vanur því að ráða, með sitt fólk á völdum stöðum í kerfinu. Það getur vel verið að sumum okkar finnist það ágætt að hann stjórni þessu bara – það hafi reynst vel og honum hafi tekist vel upp í undanförnum tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Þá kjósum við hann. En ef við erum ekkert ánægð með völd Sjálfstæðisflokksins og viljum vinstri stjórn sem starfar í almannaþágu þá vandast málið. Dæmin sanna að atkvæði greidd miðflokkabandalaginu leiða til stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Og dæmin sanna líka að þeim mun veikari sem Samfylkingin er þeim mun ólíklegri er vinstri stjórn. Innan VG eru sterk öfl sem sjá sinn samherja í Sjálfstæðisflokknum en slíku er ekki að heilsa innan Samfylkingarinnar. Það er grundvallarmunur á vinstri og hægri. Það getur verið varasamt að kjósa eftir einstökum upphlaupsmálum. Við ættum líka að varast að láta hatur og heift ráða atkvæðinu. Vænlegast er að kjósa eftir grundvallarlífsviðhorfi okkar – að kjósa jafnaðarmenn ef við eru jafnaðarmenn í hjarta okkar. Það er ágætt að láta hjartað ráða för. Höfundur er í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Andri Thorsson Kosningar 2017 Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Það er munur á vinstri og hægri. Jafnaðarmenn hugsa í grundvallaratriðum öðruvísi um þjóðfélagsmál en markaðshyggjumenn eða aðrir fulltrúar afmarkaðra hagsmuna. Jafnaðarmenn hafa hag heildarinnar að leiðarljósi. Það er hugsunin bak við norræna samfélagsmódelið: heilbrigt atvinnulíf með raunverulegri verðmætasköpun og öflugt velferðarkerfi þar sem virðing fyrir fólki ræður för. Þjóðfélag þar sem allar leikreglur miðast við hagsmuni fjármagnseigenda frekar en almennings, framleiðenda frekar en neytenda, fyrirtækjaeigenda frekar en verkafólks – það er ekki gott samfélag, ekki réttlátt og endar í þjófræði eins og dæmin sanna. Það er munur á vinstri og hægri. Sjálfstæðisflokkurinn er stór og öflugur flokkur hægri manna, vel skipulagður og vanur því að ráða, með sitt fólk á völdum stöðum í kerfinu. Það getur vel verið að sumum okkar finnist það ágætt að hann stjórni þessu bara – það hafi reynst vel og honum hafi tekist vel upp í undanförnum tilraunum sínum til stjórnarmyndunar. Þá kjósum við hann. En ef við erum ekkert ánægð með völd Sjálfstæðisflokksins og viljum vinstri stjórn sem starfar í almannaþágu þá vandast málið. Dæmin sanna að atkvæði greidd miðflokkabandalaginu leiða til stjórnar með Sjálfstæðisflokknum. Og dæmin sanna líka að þeim mun veikari sem Samfylkingin er þeim mun ólíklegri er vinstri stjórn. Innan VG eru sterk öfl sem sjá sinn samherja í Sjálfstæðisflokknum en slíku er ekki að heilsa innan Samfylkingarinnar. Það er grundvallarmunur á vinstri og hægri. Það getur verið varasamt að kjósa eftir einstökum upphlaupsmálum. Við ættum líka að varast að láta hatur og heift ráða atkvæðinu. Vænlegast er að kjósa eftir grundvallarlífsviðhorfi okkar – að kjósa jafnaðarmenn ef við eru jafnaðarmenn í hjarta okkar. Það er ágætt að láta hjartað ráða för. Höfundur er í 1. sæti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun