Í alvöru? Ólafur Stephensen skrifar 13. október 2017 13:30 Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hún segist fyrir nokkrum vikum hafa heyrt viðtal við framkvæmdastjórann á Rás 1, „ þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru?,“ spyr Elín og kannski ekki að furða. Svo heldur hún áfram: „Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru?“ Til glöggvunar fyrir lesendur, sem kunna að vera sammála Elínu í ályktunum hennar um það hvernig framkvæmdastjóri FA geri lítið úr hörmungum Norður-Kóreubúa skal upplýst að tollvernd var bara alls ekki til umræðu í þættinum á Rás 1, nánar tiltekið Vikulokunum 26. ágúst síðastliðinn. Þar var rætt um fiskeldi og áhættuna af erfðablöndun og fisksjúkdómum vegna sjókvíaeldis. Framkvæmdastjóri FA setti það mál í samhengi við umræðuna um áhættu vegna innflutnings á matvörum, m.a. í tenglsum við fípróníl-hneykslið á meginlandi Evrópu. Svo sagði framkvæmdastjórinn (þegar 8 mínútur og 23 sekúndur voru liðnar af þættinum): „Áhættan er einhver. Það eru til tæki til að stýra henni með eftirliti, tilkynningakerfi og svo framvegis. En ef við ætlum að útiloka áhættuna þá erum við augljóslega að missa af einhverjum tækifærum. Ef við ætlum að útiloka áhættuna á að hingað berist nokkurn tímann einhver matur með eiturefnum utan úr heimi eða eitthvert dýra- eða sýklasmit eða eitthvað slíkt, þá náttúrlega bara hættum við innflutningi og verðum Norður-Kórea og missum fyrir vikið af mjög stórum efnahagslegum tækifærum. Það þarf alltaf að vega þetta og meta og ég hef á tilfinningunni að varðandi fiskeldið sé þessi umræða bara ekkert búin.“ Svo mörg voru þau orð. Tollvernd var ekki til umræðu. Elín hefur kolrangt eftir undirrituðum og dregur bandvitlausar ályktanir af orðum sem aldrei voru sögð. Með öðrum orðum rangfærslur og útúrsnúningar. Það er óhætt að spyrja hvort þetta séu í alvöru vinnubrögðin sem fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í samtökum bænda vill viðhafa þegar það fjallar um landbúnaðinn. Við svona greinarhöfunda er engin leið að eiga orðastað, annan en að reyna að leiðrétta bullið.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Tengdar fréttir Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? 13. október 2017 10:00 Já, í alvöru Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) var snöggur að svara en innihaldið var fremur rýrt. Að vernda lífríki sitt er göfugt og verðugt markmið. Ekki er hægt að líkja því við ástandið í Norður-Kóreu þar sem framin eru mannréttindabrot. 13. október 2017 16:30 Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Elín M. Stefánsdóttir, bóndi og stjórnarkona í Auðhumlu, móðurfélagi Mjólkursamsölunnar, skrifar grein um tollvernd á búvörum á Vísi í dag og skammar framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Hún segist fyrir nokkrum vikum hafa heyrt viðtal við framkvæmdastjórann á Rás 1, „ þar sem hann sagði að „…ef tollar verða ekki felldir niður af matvælum á Íslandi erum við á sama stað og Norður-Kórea.“! Í alvöru?,“ spyr Elín og kannski ekki að furða. Svo heldur hún áfram: „Ég er nokkuð viss um að Yeonmi Park sem kom til landsins á dögunum og íbúar Norður-Kóreu séu honum ekki sammála. Þeir myndu sjálfsagt fegnir vilja skipta fengju þeir val. Í Norður-Kóreu eru framin margvísleg mannréttindabrot. Mér finnst framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gera lítið úr þeim hörmungum sem íbúar Norður-Kóreu þurfa að þola með svona ummælum. Er það brot á mannréttindum að hafa tollvernd á matvælum sem við getum framleitt hér? Í alvöru?“ Til glöggvunar fyrir lesendur, sem kunna að vera sammála Elínu í ályktunum hennar um það hvernig framkvæmdastjóri FA geri lítið úr hörmungum Norður-Kóreubúa skal upplýst að tollvernd var bara alls ekki til umræðu í þættinum á Rás 1, nánar tiltekið Vikulokunum 26. ágúst síðastliðinn. Þar var rætt um fiskeldi og áhættuna af erfðablöndun og fisksjúkdómum vegna sjókvíaeldis. Framkvæmdastjóri FA setti það mál í samhengi við umræðuna um áhættu vegna innflutnings á matvörum, m.a. í tenglsum við fípróníl-hneykslið á meginlandi Evrópu. Svo sagði framkvæmdastjórinn (þegar 8 mínútur og 23 sekúndur voru liðnar af þættinum): „Áhættan er einhver. Það eru til tæki til að stýra henni með eftirliti, tilkynningakerfi og svo framvegis. En ef við ætlum að útiloka áhættuna þá erum við augljóslega að missa af einhverjum tækifærum. Ef við ætlum að útiloka áhættuna á að hingað berist nokkurn tímann einhver matur með eiturefnum utan úr heimi eða eitthvert dýra- eða sýklasmit eða eitthvað slíkt, þá náttúrlega bara hættum við innflutningi og verðum Norður-Kórea og missum fyrir vikið af mjög stórum efnahagslegum tækifærum. Það þarf alltaf að vega þetta og meta og ég hef á tilfinningunni að varðandi fiskeldið sé þessi umræða bara ekkert búin.“ Svo mörg voru þau orð. Tollvernd var ekki til umræðu. Elín hefur kolrangt eftir undirrituðum og dregur bandvitlausar ályktanir af orðum sem aldrei voru sögð. Með öðrum orðum rangfærslur og útúrsnúningar. Það er óhætt að spyrja hvort þetta séu í alvöru vinnubrögðin sem fólk sem gegnir ábyrgðarstöðum í samtökum bænda vill viðhafa þegar það fjallar um landbúnaðinn. Við svona greinarhöfunda er engin leið að eiga orðastað, annan en að reyna að leiðrétta bullið.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Er tollvernd á pari við mannréttindabrot? Hver er munurinn á vernd og réttindum? Spyr sá sem ekki veit. Ég hefði haldið að ef ég banna barninu mínu að fá nammi á laugardögum væri ég að vernda það fyrir þeirri óhollustu sem sykur er, en kannski er ég að brjóta á mannréttindum þess? 13. október 2017 10:00
Já, í alvöru Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda (FA) var snöggur að svara en innihaldið var fremur rýrt. Að vernda lífríki sitt er göfugt og verðugt markmið. Ekki er hægt að líkja því við ástandið í Norður-Kóreu þar sem framin eru mannréttindabrot. 13. október 2017 16:30
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun