Viðreisn þorir, þorir þú? Arnar Páll Guðmundsson skrifar 17. október 2017 11:14 Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem hefur sýnt að hann þorir að takast á við verkefni af festu og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Viðreisn hefur sýnt þann vilja í verki sem þarf til þess að koma á mikilvægum kerfisbreytingum, öllum til hagsbóta. Í upphafi árs kom til verkfalls sjómanna. Öll spjót stóðu á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og háværar kröfur um að hún gripi inn í deiluna með ríkisfé. Viðreisn og Þorgerður Katrín stóðust prófið. Hagur almennings var settur framar sérhagsmunum sem varð til þess að deilan var leyst án aðkomu ríkisins. Þessi festa Viðreisnar sparaði hinu opinbera hálfan milljarð króna sem ella hefði runnið til útgerðarinnar. Með öðrum orðum: Viðreisn sýndi kjark. Kynbundinn launamunur hefur verið mikið í umræðunni enda ljóst að úrbætur hafa tekið alltof langan tíma. Viðreisn ákvað að viðurkenna þennan launamun og ráðast í aðgerðir í stað þess að samþykkja hann sem óbreytanlegt samfélagsmein. Lögfest var jafnlaunavottun sem er eitt stærsta framfaraskref í jafnréttismálum og vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Næsta skref sem Viðreisn leggur til er að lagfæra laun svokallaðra kvennastétta, sem fást við fræðslu- og umönnun. Konur hafa mátt búa við það alltof lengi að störf þeirra sé metin til lægri launa er karlar með sambærilega menntun og ábyrgð. Viðreisn blæs því til sóknar og leggur til þjóðarsátt um að eyða kynbundnum launamun með öllu. Til þess þarf sameiginlegt átak og samkomulag allra aðila á vinnumarkaði. Skortur á lóðum til nýbygginga hefur verið mikill síðustu misseri sem hefur haft margvísleg áhrif á fasteignamarkaðinn. Viðreisn ákvað undir forystu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að ráðast í aðgerðir til þess að bregðast við þessum mikla lóðaskorti. Gert var átak í sölu byggingalóða í eigu ríkisins og ríki og sveitarfélög tóku höndum saman. Þetta framtak er lýsandi fyrir Viðreisn og sýnir að þar er gengið í verkin. Viðreisn þorir að horfa fram á veginn og gera breytingar sem setja almannahagsmuni í öndvegi. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er í sögulegu lágmarki eins og sakir standa og svo virðist sem ungt fólk hafi einfaldlega ekki trú á stjórnmálum. Þessari þróun þurfum við að snúa við og hefur Viðreisn lagt sitt að mörkum til þess. Til að mynda hefur ungliðahreyfing Viðreisnar - Uppreisn - komið að stefnumótun og málefnavinnu flokksins á öllum stigum. Þá hefur Uppreisn komið beint að samningu þingmála sem snerta málefni ungs fólks beint eða óbeint. Viðreisn sýnir ungu fólki fullt traust til að móta samfélagið til jafns við aðra enda eru hagsmunir þeirra af góðu samfélagi síst minni en annarra. Viðreisn þorir, þorir þú?Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingurSkipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Viðreisn Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn er frjálslyndur flokkur sem hefur sýnt að hann þorir að takast á við verkefni af festu og með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Viðreisn hefur sýnt þann vilja í verki sem þarf til þess að koma á mikilvægum kerfisbreytingum, öllum til hagsbóta. Í upphafi árs kom til verkfalls sjómanna. Öll spjót stóðu á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og háværar kröfur um að hún gripi inn í deiluna með ríkisfé. Viðreisn og Þorgerður Katrín stóðust prófið. Hagur almennings var settur framar sérhagsmunum sem varð til þess að deilan var leyst án aðkomu ríkisins. Þessi festa Viðreisnar sparaði hinu opinbera hálfan milljarð króna sem ella hefði runnið til útgerðarinnar. Með öðrum orðum: Viðreisn sýndi kjark. Kynbundinn launamunur hefur verið mikið í umræðunni enda ljóst að úrbætur hafa tekið alltof langan tíma. Viðreisn ákvað að viðurkenna þennan launamun og ráðast í aðgerðir í stað þess að samþykkja hann sem óbreytanlegt samfélagsmein. Lögfest var jafnlaunavottun sem er eitt stærsta framfaraskref í jafnréttismálum og vakið verðskuldaða athygli á heimsvísu. Næsta skref sem Viðreisn leggur til er að lagfæra laun svokallaðra kvennastétta, sem fást við fræðslu- og umönnun. Konur hafa mátt búa við það alltof lengi að störf þeirra sé metin til lægri launa er karlar með sambærilega menntun og ábyrgð. Viðreisn blæs því til sóknar og leggur til þjóðarsátt um að eyða kynbundnum launamun með öllu. Til þess þarf sameiginlegt átak og samkomulag allra aðila á vinnumarkaði. Skortur á lóðum til nýbygginga hefur verið mikill síðustu misseri sem hefur haft margvísleg áhrif á fasteignamarkaðinn. Viðreisn ákvað undir forystu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra að ráðast í aðgerðir til þess að bregðast við þessum mikla lóðaskorti. Gert var átak í sölu byggingalóða í eigu ríkisins og ríki og sveitarfélög tóku höndum saman. Þetta framtak er lýsandi fyrir Viðreisn og sýnir að þar er gengið í verkin. Viðreisn þorir að horfa fram á veginn og gera breytingar sem setja almannahagsmuni í öndvegi. Áhugi ungs fólks á stjórnmálum er í sögulegu lágmarki eins og sakir standa og svo virðist sem ungt fólk hafi einfaldlega ekki trú á stjórnmálum. Þessari þróun þurfum við að snúa við og hefur Viðreisn lagt sitt að mörkum til þess. Til að mynda hefur ungliðahreyfing Viðreisnar - Uppreisn - komið að stefnumótun og málefnavinnu flokksins á öllum stigum. Þá hefur Uppreisn komið beint að samningu þingmála sem snerta málefni ungs fólks beint eða óbeint. Viðreisn sýnir ungu fólki fullt traust til að móta samfélagið til jafns við aðra enda eru hagsmunir þeirra af góðu samfélagi síst minni en annarra. Viðreisn þorir, þorir þú?Arnar Páll Guðmundsson, viðskiptafræðingurSkipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar