Fjármálaeftirlitið framfylgir ákvæðum laga um kaupauka Unnur Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2017 07:00 Nokkuð ítarleg grein birtist í Markaði Fréttablaðsins hinn 11. október sem vísað er til á forsíðu með yfirskriftinni „Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þar segir einnig að ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins á reglum um kaupaukagreiðslur hafi það í för með sér að fjármálafyrirtæki eigi þess ekki lengur kost að umbuna starfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum. Í tilefni greinarinnar langar mig að koma á framfæri nokkrum atriðum til að skýra afstöðu Fjármálaeftirlitsins varðandi eftirlit með kaupaukum. Fyrst af öllu vil ég benda á að það er hlutverk Fjármálaeftirlitsins að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki sem Alþingi hefur sett, þ. á m. ákvæðum þeirra er varða kaupauka. Ákvæði um hámark kaupauka og bann við að greiða vissum starfsmönnum fjármálafyrirtækja kaupauka er að finna í 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki, auk þess sem ákvæðið skyldar einnig Fjármálaeftirlitið til að setja reglur um frestun kaupauka. Þá vil ég benda á að smæstu fjármálafyrirtækin (verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur) eru nú þegar undanþegin takmörkunum á kaupaukum og kaupaukakerfum, sbr. e-lið 4. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Enn fremur vil ég undirstrika að Fjármálaeftirlitið hefur ekki bannað að hlutafé fjármálafyrirtækja sé skipt í flokka eða að starfsmenn eigi hluti í fjármálafyrirtækjum. Telji Fjármálaeftirlitið hins vegar að með slíkri skiptingu sé verið að komast undan ákvæðum laga og reglna um kaupauka og kaupaukakerfi mun eftirlitið bregðast við. Að því er varðar málið sem vísað er til í grein Markaðarins, og tengist Arctica Finance hf., þá var Fjármálaeftirlitinu ekki kunnugt um það fyrr en nýlega að starfsmenn hefðu fengið að kaupa B, C og D bréf á nafnverði (þ.e. þeir greiddu samtals 200 þúsund krónur fyrir hlutina) en fengið á sex ára tímabili 668 milljónir króna í arð vegna sömu bréfa. Þetta taldi Fjármálaeftirlitið ástæðu til að rannsaka og í kjölfarið að bregðast við með stjórnvaldssekt og úrbótakröfu. Ítarlegan rökstuðning fyrir þessari ákvörðun er að finna í gagnsæistilkynningu sem Fjármálaeftirlitið gaf út á vef sínum hinn 5. október síðastliðinn.Höfundur er forstjóri Fjármálaeftirlitsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nokkuð ítarleg grein birtist í Markaði Fréttablaðsins hinn 11. október sem vísað er til á forsíðu með yfirskriftinni „Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar“. Þar segir einnig að ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins á reglum um kaupaukagreiðslur hafi það í för með sér að fjármálafyrirtæki eigi þess ekki lengur kost að umbuna starfsfólki með greiðslu arðs af B-hlutabréfum. Í tilefni greinarinnar langar mig að koma á framfæri nokkrum atriðum til að skýra afstöðu Fjármálaeftirlitsins varðandi eftirlit með kaupaukum. Fyrst af öllu vil ég benda á að það er hlutverk Fjármálaeftirlitsins að framfylgja lögum um fjármálafyrirtæki sem Alþingi hefur sett, þ. á m. ákvæðum þeirra er varða kaupauka. Ákvæði um hámark kaupauka og bann við að greiða vissum starfsmönnum fjármálafyrirtækja kaupauka er að finna í 57. gr. laga um fjármálafyrirtæki, auk þess sem ákvæðið skyldar einnig Fjármálaeftirlitið til að setja reglur um frestun kaupauka. Þá vil ég benda á að smæstu fjármálafyrirtækin (verðbréfafyrirtæki sem bera takmarkaðar starfsskyldur) eru nú þegar undanþegin takmörkunum á kaupaukum og kaupaukakerfum, sbr. e-lið 4. mgr. 25. gr. laga um fjármálafyrirtæki. Enn fremur vil ég undirstrika að Fjármálaeftirlitið hefur ekki bannað að hlutafé fjármálafyrirtækja sé skipt í flokka eða að starfsmenn eigi hluti í fjármálafyrirtækjum. Telji Fjármálaeftirlitið hins vegar að með slíkri skiptingu sé verið að komast undan ákvæðum laga og reglna um kaupauka og kaupaukakerfi mun eftirlitið bregðast við. Að því er varðar málið sem vísað er til í grein Markaðarins, og tengist Arctica Finance hf., þá var Fjármálaeftirlitinu ekki kunnugt um það fyrr en nýlega að starfsmenn hefðu fengið að kaupa B, C og D bréf á nafnverði (þ.e. þeir greiddu samtals 200 þúsund krónur fyrir hlutina) en fengið á sex ára tímabili 668 milljónir króna í arð vegna sömu bréfa. Þetta taldi Fjármálaeftirlitið ástæðu til að rannsaka og í kjölfarið að bregðast við með stjórnvaldssekt og úrbótakröfu. Ítarlegan rökstuðning fyrir þessari ákvörðun er að finna í gagnsæistilkynningu sem Fjármálaeftirlitið gaf út á vef sínum hinn 5. október síðastliðinn.Höfundur er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun