Áhrif viðhorfa og samskipta á framleiðni Herdís Pála Pálsdóttir skrifar 18. október 2017 07:00 Við mat á starfsmönnum, jafnt yfirmönnum og almennum starfsmönnum, er í dag gjarnan horft til tveggja þátta. Það er annars vegar mælanlegur árangur í starfi, svo sem sölutölur, framleiddar einingar, nýting eða álíka. Hins vegar það sem hér verður einu nafni kallað viðhorf. Undir viðhorf falla þá þættir eins og vilji starfsmanns til að aðstoða samstarfsfólk. Til að fara eftir settum verkreglum og fyrir fram ákveðnu verklagi. Hvernig starfsmaður talar til samstarfsfólks, eða um það þegar það er ekki viðstatt. Hvort starfsmaður reyni að komast fram hjá svörum sem hann hefur fengið frá yfirmanni og þar fram eftir götunum. Allir eiga rétt á sínum skoðunum en það skiptir máli hvernig þeim er komið á framfæri.Samskiptahæfni yfirmanna Þeir sem taka það að sér að vera með mannaforráð á vinnustöðum þurfa að taka ábyrgð á þeirri ábyrgð, ef svo má segja. Mannaforráðum þarf að sinna. Eitt það mikilvægasta við að hafa mannaforráð eru samskipti, og þá einna helst endurgjöf á störf starfsfólks. Starfsfólk sem stendur sig vel ætti að fá að heyra það frá yfirmanni sínum. Starfsfólk sem getur bætt sig í starfi, hvort sem er í mælanlegum árangri eða því sem hér er kallað viðhorf, þarf að fá endurgjöf um það. Mikilvægt er að endurgjöfin sé uppbyggjandi og leiðbeinandi, en umfram allt skýr. Endurgjöfin þarf að vera þannig að starfsmaður skilji og meðtaki hvað yfirmaður er að segja.Samskiptahæfni almennra starfsmanna Starfsmenn eiga oftast í daglegum samskiptum við samstarfsfólk og oft við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Mikilvægt er að vanda samskiptin. Uppbyggjandi samskipti fela það í sér að starfsmenn hlusta á aðra, taka þátt í samtölum, kalla eftir skoðunum allra í hópnum og þar fram eftir götunum. Uppbyggjandi samskipti eru hvetjandi, styðjandi og til þess fallin að ná auknum árangri. Niðurrífandi samskipti eru oft þannig að samtöl verða gjarnan að einræðum, gert er lítið úr öðrum, einstaklingum er ekki hleypt inn í samtöl og svo framvegis. Samskipti á vinnustöðum segja mikið um vinnustaðarmenninguna. Samkvæmt rannsókn sem Gartner framkvæmdi geta einstaklingar sem hafa niðurrífandi samskiptastíl dregið úr framleiðni teyma um allt að 30-40%. Það er ekki ásættanlegt fyrir neinn.Höfundur er ráðgjafi, markþjálfi og FKA-félagskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Við mat á starfsmönnum, jafnt yfirmönnum og almennum starfsmönnum, er í dag gjarnan horft til tveggja þátta. Það er annars vegar mælanlegur árangur í starfi, svo sem sölutölur, framleiddar einingar, nýting eða álíka. Hins vegar það sem hér verður einu nafni kallað viðhorf. Undir viðhorf falla þá þættir eins og vilji starfsmanns til að aðstoða samstarfsfólk. Til að fara eftir settum verkreglum og fyrir fram ákveðnu verklagi. Hvernig starfsmaður talar til samstarfsfólks, eða um það þegar það er ekki viðstatt. Hvort starfsmaður reyni að komast fram hjá svörum sem hann hefur fengið frá yfirmanni og þar fram eftir götunum. Allir eiga rétt á sínum skoðunum en það skiptir máli hvernig þeim er komið á framfæri.Samskiptahæfni yfirmanna Þeir sem taka það að sér að vera með mannaforráð á vinnustöðum þurfa að taka ábyrgð á þeirri ábyrgð, ef svo má segja. Mannaforráðum þarf að sinna. Eitt það mikilvægasta við að hafa mannaforráð eru samskipti, og þá einna helst endurgjöf á störf starfsfólks. Starfsfólk sem stendur sig vel ætti að fá að heyra það frá yfirmanni sínum. Starfsfólk sem getur bætt sig í starfi, hvort sem er í mælanlegum árangri eða því sem hér er kallað viðhorf, þarf að fá endurgjöf um það. Mikilvægt er að endurgjöfin sé uppbyggjandi og leiðbeinandi, en umfram allt skýr. Endurgjöfin þarf að vera þannig að starfsmaður skilji og meðtaki hvað yfirmaður er að segja.Samskiptahæfni almennra starfsmanna Starfsmenn eiga oftast í daglegum samskiptum við samstarfsfólk og oft við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila. Mikilvægt er að vanda samskiptin. Uppbyggjandi samskipti fela það í sér að starfsmenn hlusta á aðra, taka þátt í samtölum, kalla eftir skoðunum allra í hópnum og þar fram eftir götunum. Uppbyggjandi samskipti eru hvetjandi, styðjandi og til þess fallin að ná auknum árangri. Niðurrífandi samskipti eru oft þannig að samtöl verða gjarnan að einræðum, gert er lítið úr öðrum, einstaklingum er ekki hleypt inn í samtöl og svo framvegis. Samskipti á vinnustöðum segja mikið um vinnustaðarmenninguna. Samkvæmt rannsókn sem Gartner framkvæmdi geta einstaklingar sem hafa niðurrífandi samskiptastíl dregið úr framleiðni teyma um allt að 30-40%. Það er ekki ásættanlegt fyrir neinn.Höfundur er ráðgjafi, markþjálfi og FKA-félagskona.
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun