Ákall til frambjóðenda í komandi Alþingiskosningum Sævar Þór Jónsson skrifar 18. október 2017 10:00 Nú þegar fara í hönd kosningar til alþingis þá hlaðast upp kosningaloforðin. Kjósendur fara ekki varhluta af loforðum um bætt samfélag frá þeim sem nú gefa kost á sér til Alþingis. Það er ekki laust við það að maður sé alveg hættur að hlusta á loforðin því þau jú hljóða svo kunnuglega orðið og virðast aldrei vera ofarlega á stefnuskránni þegar þegar kemur að efndum. Lengi vel hafa heilbrigðismálin verið ofarlega á loforðalista flokkanna en oft virðist skorta nánari útlistun á því hvað það er nákvæmlega sem þarf að bæta í heilbrigðiskerfinu. Talað er um að byggja nýjan spítala eins og það sé lausn á öllum vanda heilbrigðiskerfisins. Aðilar virðast ekki einu sinni geta komið sér saman um hvar umræddur spítali á að vera. Hvað sem því líður þá sakna ég frekari útlistunar á því hvað eigi í reynd að gera til að bæta innviði kerfisins. Ég er sérstaklega áhugasamur um að vita hvað stjórnmálamenn þessa lands ætla að gera í geðheilbrigðismálum en sá málaflokkur hefur verið mér hugleikinn sérstaklega eftir vofveiflega atburði sem átt hafa sér stað innan geðdeildar Landsspítalans þar sem tveir karlmenn með stuttu millibili sviptu sig lífi innan deildarinnar. Eins og ég hef ítrekað áður þá getur það varla dulist neinum að það er eitthvað verulega mikið að í geðheilbrigðismálum þegar atburðir sem þessir gerast ítrekað innan sömu deildar með skömmu millibili. Ég legg áherslu á að þingmenn taki þetta alvarlega og leggi áherslu á að gera eitthvað í þessum málum og um leið beiti sér fyrir því að fram fari rannsókn á því hvað hefur farið úrskeiðis innan þessarar deildar. Þetta er sérstaklega mikilvægt ekki bara til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig heldur einnig til að svara ýmsum ósvöruðum spurningum sem hvíla á fjölskyldum og aðstandendum þessara manna. Fjölskyldur þessara manna hafa þurft í sorg sinni að ganga á milli Heródusar og Pílatusar. Sem lömanni þeirra og ekki síst sem manneskju blöskrar mig hvernig framkoma yfirvalda innan heilbrigðiskerfisns hefur verið gagnvart þessum aðstandendum. Sagan er stutt en í reynd endurspeglar hún getuleysið í kerfinu og hversu óskilvirkt kerfið er þegar svona atvik eiga sér stað. Það er þyngra en tárum taki að fjalla um þessa hörmungasögu en í reynd tel ég mikilvægt að upplýsa um stöðu þessara mála, að hluta til í þeim tilgangi að gefa verðandi þingmönnum innsýn inn í þær aðstæður sem aðstandendur þurfa að upplifa innan kerfisins. Á meðan sonur umbjóðenda minna dvaldi á geðdeild hafði hann ítrekað samband við sína nánustu og sagðist ætla að svipta sig lífi þá þegar. Í hvert skipti hafði fjölskyldan umsvifalaust samband við geðdeild til þess að vara starfsfólk þar við og svo hægt væri að grípa inní ef þurfti. Ávallt var þeim tjáð að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Raunin var önnur eins og kom á daginn þegar hinn sonur umbjóðenda minna vildi heimsækja bróður sinn á geðdeild. Þá var það of seint. Það að aðstandandi hafi þurft að koma að nánum ættingja sínum föllnum fyrir eigin hendi inni á geðdeildinni verður að teljast súrealíst í hið minnsta. Ekki er hægt að lýsa þeim sársauka og erfiðleikum sem aðstandendur þessa manns þurftu að ganga í gegnum. Þrátt fyrir það þá hefur eftirfylgni og umsjón spítalans með aðstandendunum verið lítil sem engin en það er önnur saga. Hér verðum við að staldra við aðstæður innan spítalans og hvernig það má gerast að einstaklingar sem eru í bráðri hættu vegna ranghugmynda geti svipt sig lífi innan deildar sem á að vera þannig úr garði gerð að koma veg fyrir slíkt. Þetta er alvarlegt mál sem verður taka á og um leið verða stjórnvöld að átta sig á alvarlegum aðstæðum sem myndast hafa innan geðheilbrigðiskerfisins. T.d. er talið að það þurfi ca 150 milljónir til að gera nauðsynlegar úrbætur á geðdeild landsspítalans svo deildin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra deildar. Hvar er umræðan um þessi mál á stefnuskrá flokkanna? Er ekki kominn tími að við sem samfélag gyrðum okkur í brók og gerum eitthvað í þessum málum hinum látnu og aðstandendum þeirra til virðingar. Erum við svo köld að halda því fram að við getum rekið velferðarkerfi sem leyfir slíkum atburðum að gerast án þess að hræra legg né lið?Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Kosningar 2017 Sævar Þór Jónsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nú þegar fara í hönd kosningar til alþingis þá hlaðast upp kosningaloforðin. Kjósendur fara ekki varhluta af loforðum um bætt samfélag frá þeim sem nú gefa kost á sér til Alþingis. Það er ekki laust við það að maður sé alveg hættur að hlusta á loforðin því þau jú hljóða svo kunnuglega orðið og virðast aldrei vera ofarlega á stefnuskránni þegar þegar kemur að efndum. Lengi vel hafa heilbrigðismálin verið ofarlega á loforðalista flokkanna en oft virðist skorta nánari útlistun á því hvað það er nákvæmlega sem þarf að bæta í heilbrigðiskerfinu. Talað er um að byggja nýjan spítala eins og það sé lausn á öllum vanda heilbrigðiskerfisins. Aðilar virðast ekki einu sinni geta komið sér saman um hvar umræddur spítali á að vera. Hvað sem því líður þá sakna ég frekari útlistunar á því hvað eigi í reynd að gera til að bæta innviði kerfisins. Ég er sérstaklega áhugasamur um að vita hvað stjórnmálamenn þessa lands ætla að gera í geðheilbrigðismálum en sá málaflokkur hefur verið mér hugleikinn sérstaklega eftir vofveiflega atburði sem átt hafa sér stað innan geðdeildar Landsspítalans þar sem tveir karlmenn með stuttu millibili sviptu sig lífi innan deildarinnar. Eins og ég hef ítrekað áður þá getur það varla dulist neinum að það er eitthvað verulega mikið að í geðheilbrigðismálum þegar atburðir sem þessir gerast ítrekað innan sömu deildar með skömmu millibili. Ég legg áherslu á að þingmenn taki þetta alvarlega og leggi áherslu á að gera eitthvað í þessum málum og um leið beiti sér fyrir því að fram fari rannsókn á því hvað hefur farið úrskeiðis innan þessarar deildar. Þetta er sérstaklega mikilvægt ekki bara til að koma í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig heldur einnig til að svara ýmsum ósvöruðum spurningum sem hvíla á fjölskyldum og aðstandendum þessara manna. Fjölskyldur þessara manna hafa þurft í sorg sinni að ganga á milli Heródusar og Pílatusar. Sem lömanni þeirra og ekki síst sem manneskju blöskrar mig hvernig framkoma yfirvalda innan heilbrigðiskerfisns hefur verið gagnvart þessum aðstandendum. Sagan er stutt en í reynd endurspeglar hún getuleysið í kerfinu og hversu óskilvirkt kerfið er þegar svona atvik eiga sér stað. Það er þyngra en tárum taki að fjalla um þessa hörmungasögu en í reynd tel ég mikilvægt að upplýsa um stöðu þessara mála, að hluta til í þeim tilgangi að gefa verðandi þingmönnum innsýn inn í þær aðstæður sem aðstandendur þurfa að upplifa innan kerfisins. Á meðan sonur umbjóðenda minna dvaldi á geðdeild hafði hann ítrekað samband við sína nánustu og sagðist ætla að svipta sig lífi þá þegar. Í hvert skipti hafði fjölskyldan umsvifalaust samband við geðdeild til þess að vara starfsfólk þar við og svo hægt væri að grípa inní ef þurfti. Ávallt var þeim tjáð að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur. Raunin var önnur eins og kom á daginn þegar hinn sonur umbjóðenda minna vildi heimsækja bróður sinn á geðdeild. Þá var það of seint. Það að aðstandandi hafi þurft að koma að nánum ættingja sínum föllnum fyrir eigin hendi inni á geðdeildinni verður að teljast súrealíst í hið minnsta. Ekki er hægt að lýsa þeim sársauka og erfiðleikum sem aðstandendur þessa manns þurftu að ganga í gegnum. Þrátt fyrir það þá hefur eftirfylgni og umsjón spítalans með aðstandendunum verið lítil sem engin en það er önnur saga. Hér verðum við að staldra við aðstæður innan spítalans og hvernig það má gerast að einstaklingar sem eru í bráðri hættu vegna ranghugmynda geti svipt sig lífi innan deildar sem á að vera þannig úr garði gerð að koma veg fyrir slíkt. Þetta er alvarlegt mál sem verður taka á og um leið verða stjórnvöld að átta sig á alvarlegum aðstæðum sem myndast hafa innan geðheilbrigðiskerfisins. T.d. er talið að það þurfi ca 150 milljónir til að gera nauðsynlegar úrbætur á geðdeild landsspítalans svo deildin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til slíkra deildar. Hvar er umræðan um þessi mál á stefnuskrá flokkanna? Er ekki kominn tími að við sem samfélag gyrðum okkur í brók og gerum eitthvað í þessum málum hinum látnu og aðstandendum þeirra til virðingar. Erum við svo köld að halda því fram að við getum rekið velferðarkerfi sem leyfir slíkum atburðum að gerast án þess að hræra legg né lið?Höfundur er lögmaður
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun