Hættum að vandræðast með lyfin Jakob Falur Garðarsson skrifar 19. október 2017 13:30 Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman. Vanáætlun á framlögum til þessa málaflokks í fjárlögum á sér svo þá birtingarmynd að Ísland hefur verið eftirbátur þeirra landa sem við helst berum okkur saman við þegar kemur að upptöku nýrra lyfja. Tölur sem Frumtök birtu í byrjun ársins sýndu að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi á tilteknu árabili höfðu Norðmenn tekið 24 í notkun, á meðan 8 voru tekin í notkun hér á landi. Meðaltalið var 21 lyf hjá Norðurlöndunum fjórum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Læknar hér á landi hafa ítrekað kvartað undan því að fá ekki aðgang að nýjustu og bestu lyfjum til jafns við norræna starfsbræður sína og undir þá gagnrýni hafa samtök sjúklinga líka tekið. Íslendingum finnst, réttilega, að hér eigi að vera í boði heilbrigðisþjónusta sem er á pari við það sem best þekkist og góður aðgangur að þeim lyfjum sem mest gagn gera í baráttu við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein. Á þessu ári komst aftur hreyfing á samþykki nýrra lyfja vegna sértækra aðgerða velferðar- og fjármálaráðherra og er það vel. Þá er líka fagnaðarefni að í fjármálaáætlun þeirri sem ríkisstjórnin lagði fram til næstu ára er gert ráð fyrir auknum fjármunum vegna nýrra lyfja á næstu árum. Hafa þar verið tekin skref í rétta átt. Nú líður aftur að kosningum og full ástæða til að skora á nýtt Alþingi að tryggja að þessi árvissi vandræðagangur varðandi vanáætlaðar fjárveitingar heyri sögunni til og að tekið verði upp vinnulag sem tryggi ekki síðri aðgang að nýjum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Stundum er haft á orði að lyf séu dýr, en hér á landi er verð sjúkrahúslyfja miðað við lægsta verð sem finna má í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í samanburði er verð sjúkrahúslyfja hér á landi því ávallt með því lægsta á Norðurlöndunum. Er þá ótalinn sá samfélagslegi ávinningur sem fenginn er með notkun nýrra lyfja með betri virkni. Góð lyf eru hluti af góðri heilbrigðisþjónustu og stuðla að bættu heilsufari fólks, með aukinni starfsgetu og færri innlögnum á heilbrigðisstofnanir. Notkun þeirra er allra hagur. Ríkið sparar og fólki líður betur.Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Í byrjun þessa árs samþykkti ríkisstjórnin viðbótarfjármagn til innkaupa á nýjum lyfjum, því enn eitt árið voru fjárheimildir á þrotum áður en árið var í raun hafið. Höfð var í flimtingum samlíking við kvikmyndina Groundhog Day, þegar á vef velferðarráðuneytisins birtist nær samhljóða frétt og ári fyrr um að ríkisstjórnin hafi samþykkt að beina því til ráðherra að leita leiða til að fjármagna kaup á nýjum lyfjum. Svona hefur staðan verið árum saman. Vanáætlun á framlögum til þessa málaflokks í fjárlögum á sér svo þá birtingarmynd að Ísland hefur verið eftirbátur þeirra landa sem við helst berum okkur saman við þegar kemur að upptöku nýrra lyfja. Tölur sem Frumtök birtu í byrjun ársins sýndu að af 25 nýjum krabbameinslyfjum sem Evrópska lyfjamálastofnunin veitti markaðsleyfi á tilteknu árabili höfðu Norðmenn tekið 24 í notkun, á meðan 8 voru tekin í notkun hér á landi. Meðaltalið var 21 lyf hjá Norðurlöndunum fjórum, Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Læknar hér á landi hafa ítrekað kvartað undan því að fá ekki aðgang að nýjustu og bestu lyfjum til jafns við norræna starfsbræður sína og undir þá gagnrýni hafa samtök sjúklinga líka tekið. Íslendingum finnst, réttilega, að hér eigi að vera í boði heilbrigðisþjónusta sem er á pari við það sem best þekkist og góður aðgangur að þeim lyfjum sem mest gagn gera í baráttu við illvíga sjúkdóma á borð við krabbamein. Á þessu ári komst aftur hreyfing á samþykki nýrra lyfja vegna sértækra aðgerða velferðar- og fjármálaráðherra og er það vel. Þá er líka fagnaðarefni að í fjármálaáætlun þeirri sem ríkisstjórnin lagði fram til næstu ára er gert ráð fyrir auknum fjármunum vegna nýrra lyfja á næstu árum. Hafa þar verið tekin skref í rétta átt. Nú líður aftur að kosningum og full ástæða til að skora á nýtt Alþingi að tryggja að þessi árvissi vandræðagangur varðandi vanáætlaðar fjárveitingar heyri sögunni til og að tekið verði upp vinnulag sem tryggi ekki síðri aðgang að nýjum lyfjum en í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Stundum er haft á orði að lyf séu dýr, en hér á landi er verð sjúkrahúslyfja miðað við lægsta verð sem finna má í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Í samanburði er verð sjúkrahúslyfja hér á landi því ávallt með því lægsta á Norðurlöndunum. Er þá ótalinn sá samfélagslegi ávinningur sem fenginn er með notkun nýrra lyfja með betri virkni. Góð lyf eru hluti af góðri heilbrigðisþjónustu og stuðla að bættu heilsufari fólks, með aukinni starfsgetu og færri innlögnum á heilbrigðisstofnanir. Notkun þeirra er allra hagur. Ríkið sparar og fólki líður betur.Höfundur er framkvæmdastjóri Frumtaka, samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun