Launafólk þarf skýr svör Elín Björg Jónsdóttir skrifar 5. október 2017 07:00 Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga hafa umræður meira eða minna snúist um persónur og leikendur. Nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til kosninga verðum við að beina sjónum að málefnunum. Launafólk þarf að fá skýr svör frá öllum sem sækjast eftir atkvæðum þess hvar framboðin standa þegar kemur að mikilvægum málefnum sem varða okkur öll. BSRB hefur kallað opinberlega eftir því að flokkarnir geri með skýrum hætti grein fyrir afstöðu sinni til fimm málaflokka sem bandalagið telur afar mikilvæga í kosningabaráttunni. Afstaða BSRB til þessara málefna er skýr og byggir á lýðræðislegri umræðu innan bandalagsins, hagsmunum félagsmanna og landsmanna allra. Málaflokkarnir fimm eru eftirfarandi: • Félagslegur stöðugleiki: Áhersla á efnahagslegan stöðugleika án tillits til félagslegs stöðugleika mun ekki skila árangri. Styrkja þarf velferðarþjónustuna verulega og búa almenningi félagslegt öryggi. Grundvöllurinn fyrir félagslegum stöðugleika er réttlátt skattkerfi sem stuðar að auknum jöfnuði. • Fjölskylduvænt samfélag: Vinna þarf að því að gera samfélagið fjölskylduvænna, til dæmis með því að stytta vinnuvikuna í 36 stundir og auka sveigjanleika í starfi. Þá þarf að hækka persónuafslátt, barnabætur, aðstoð við húsnæðiskaupendur og leigjendur og lengja fæðingarorlofið. • Heilbrigðismálin: Hækka þarf verulega fjárframlög til heilbrigðiskerfisins og draga úr kostnaði sjúklinga. Tryggja verður að heilbrigðisþjónustan verði rekin af hinu opinbera, ekki einkaaðilum, í samræmi við kröfu yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. • Vinnumarkaðurinn: Kynbundinn launamunur er algerlega óásættanlegur og honum verður að eyða tafarlaust. Gera þarf átak gegn kynskiptum vinnumarkaði og ljúka vinnu við jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. • Húsnæðismál: Halda verður áfram með þær breytingar sem gerðar voru á húsnæðiskerfinu með uppbyggingu leigufélaga fyrir tekjulága. Taka verður næsta skref án tafar og hefja uppbyggingu almennra leigufélaga svo leiga sé raunverulegur valkostur við séreignarstefnuna. Nú er kominn tími til að ræða málefnin. Launafólk á rétt á að vita hvaða framboð bera hag þess fyrir brjósti. Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Elín Björg Jónsdóttir Kosningar 2017 Mest lesið Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Á þeim stutta tíma sem liðinn er frá því ríkisstjórnin sprakk og boðað var til kosninga hafa umræður meira eða minna snúist um persónur og leikendur. Nú þegar rétt rúmar þrjár vikur eru til kosninga verðum við að beina sjónum að málefnunum. Launafólk þarf að fá skýr svör frá öllum sem sækjast eftir atkvæðum þess hvar framboðin standa þegar kemur að mikilvægum málefnum sem varða okkur öll. BSRB hefur kallað opinberlega eftir því að flokkarnir geri með skýrum hætti grein fyrir afstöðu sinni til fimm málaflokka sem bandalagið telur afar mikilvæga í kosningabaráttunni. Afstaða BSRB til þessara málefna er skýr og byggir á lýðræðislegri umræðu innan bandalagsins, hagsmunum félagsmanna og landsmanna allra. Málaflokkarnir fimm eru eftirfarandi: • Félagslegur stöðugleiki: Áhersla á efnahagslegan stöðugleika án tillits til félagslegs stöðugleika mun ekki skila árangri. Styrkja þarf velferðarþjónustuna verulega og búa almenningi félagslegt öryggi. Grundvöllurinn fyrir félagslegum stöðugleika er réttlátt skattkerfi sem stuðar að auknum jöfnuði. • Fjölskylduvænt samfélag: Vinna þarf að því að gera samfélagið fjölskylduvænna, til dæmis með því að stytta vinnuvikuna í 36 stundir og auka sveigjanleika í starfi. Þá þarf að hækka persónuafslátt, barnabætur, aðstoð við húsnæðiskaupendur og leigjendur og lengja fæðingarorlofið. • Heilbrigðismálin: Hækka þarf verulega fjárframlög til heilbrigðiskerfisins og draga úr kostnaði sjúklinga. Tryggja verður að heilbrigðisþjónustan verði rekin af hinu opinbera, ekki einkaaðilum, í samræmi við kröfu yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. • Vinnumarkaðurinn: Kynbundinn launamunur er algerlega óásættanlegur og honum verður að eyða tafarlaust. Gera þarf átak gegn kynskiptum vinnumarkaði og ljúka vinnu við jöfnun launa á milli opinbera og almenna vinnumarkaðarins. • Húsnæðismál: Halda verður áfram með þær breytingar sem gerðar voru á húsnæðiskerfinu með uppbyggingu leigufélaga fyrir tekjulága. Taka verður næsta skref án tafar og hefja uppbyggingu almennra leigufélaga svo leiga sé raunverulegur valkostur við séreignarstefnuna. Nú er kominn tími til að ræða málefnin. Launafólk á rétt á að vita hvaða framboð bera hag þess fyrir brjósti. Höfundur er formaður BSRB.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun