Er krónan þess virði? Þórður Magnússon skrifar 5. október 2017 07:00 Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin samkeppni hefur leitt til lægra vöruverðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsamsteypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhættunnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslunarkeðjur eru stærri og tryggari lántakar en innlendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum.Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagsins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögnunarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögnunarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhagræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferðamannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum innlenda bankakerfið, í íslenskum gjaldmiðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald möguleika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnishæfa umgjörð um atvinnureksturinn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög misjöfn. Ástæða þess er sú að með reglubundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. Höfundur er stjórnarformaður Eyris Invest og nokkurra sprotafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Kosningar 2017 Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Miklar breytingar hafa átt sér stað í smásöluverslun á Íslandi og aukin samkeppni hefur leitt til lægra vöruverðs. Koma Costco til Íslands hefur hrist upp í samkeppnisumhverfinu og því er haldið fram að íslensk verslun hafi ekki staðið sig. Sama átti við með komu Bauhaus og nú síðast H&M. Allar þessar verslanir hafa fært inn nýjungar og aukið samkeppni. Þetta er þó ekki svona einfalt. Þessar erlendu verslunarsamsteypur eru að fjármagna sig á allt öðrum kjörum en íslensk verslun. Fjármögnun þeirra er hjá erlendum bönkum, á erlendum kjörum og í erlendum gjaldeyri. Hagræðið af þessu er feikimikið og getur munað allt að 3-4% í fjármagnskjörum ef einungis er horft til gjaldeyrisáhættunnar vegna íslensku krónunnar. Vaxtamunurinn er í raun enn meiri þar sem þessar verslunarkeðjur eru stærri og tryggari lántakar en innlendir keppinautar sem eðlilega hefur áhrif á kjörin sem bjóðast. Þetta leiðir á endanum til hærra vöruverðs til neytenda í innlendum verslunum.Á íslenskt eignarhald möguleika? Nýlega var sagt frá því að KEA hotels hefðu verið seld til bandaríska fjárfestingar- og fasteignaþróunarfélagsins JL Properties, sem er í eigu eins ríkasta manns Alaska, kaupverðið var um 6 milljarðar króna. Fjármögnunarkostnaður erlenda félagsins er væntanlega mun lægri en fjármögnunarkostnaður innlendra eigenda. Í hótelrekstri er fjármagnskostnaður einn stærsti hluti rekstrarkostnaðar. Stærri íslensku útgerðarfélögin eru að fjármagna sig í gegnum erlenda banka í erlendum gjaldmiðlum á erlendum kjörum. Kostnaðarhagræði þeirra umfram smærri útgerðir sem eiga þess ekki kost er verulegt. Sama á við um fjármögnun jarða, laxeldis, laxveiðihlunninda, ferðamannastaða og fjölmargra annarra þátta í íslensku atvinnulífi. Þeir sem þurfa að fjármagna sig í gegnum innlenda bankakerfið, í íslenskum gjaldmiðli, standa verulega höllum fæti miðað við erlenda eða innlenda aðila sem geta fjármagnað sig erlendis í erlendum gjaldeyri. Sá sem skuldar 15 milljónir króna í íbúðarhúsnæði sínu gæti aukið ráðstöfunartekjur sínar um allt að 50.000 krónur á mánuði ef hann greiddi sambærileg vaxtakjör og almenningi býðst í nágrannalöndunum. Á íslenskt eignarhald möguleika við þessi skilyrði? Er verið að ýta eignarhaldi á atvinnurekstri og atvinnurekstrinum sjálfum úr landi vegna krónunnar? Það er til önnur og betri leið. Það eru ekki nema rúm 100 ár síðan verslun og samgöngur voru nánast alfarið í erlendri eigu. Arðurinn fór úr landi og samfélagið var snauðara. Það er stjórnvalda að skapa samkeppnishæfa umgjörð um atvinnureksturinn og samkeppnishæf lífskjör fyrir fólkið í landinu. Á Íslandi er tekjujöfnuður með því hæsta sem þekkist í heiminum. Eignadreifing er hins vegar mjög misjöfn. Ástæða þess er sú að með reglubundnu millibili verða kollsteypur í efnahagsmálum þar sem krónan fellur, skuldir heimila og fyrirtæja stórhækka og sparnaður og eignir heimila og fyrirtækja hverfur. Er þetta réttlátt eða sanngjarnt? Er krónan þess virði? Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur sem hefur barist fyrir því að breyta þessu til hagsbóta fyrir okkur öll en ekki bara sum. Höfundur er stjórnarformaður Eyris Invest og nokkurra sprotafyrirtækja.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun