Svifryk og svartolía - dauðans alvara Þórlaug Ágústsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar 1. september 2017 14:21 Svartolíumengun og afleiðingar hennar eru dauðans alvara fyrir einstaklinga og vistkerfið í heild. Fyrir þessu eru vísindalegar sannanir. Heilsa landsmanna og lífríki landsins eiga ekki bara að njóta vafans - því það það er enginn vafi. Þau þarfnast verndar. Umhverfisstofnun ESB segir í nýlegri skýrslu að árið 2015 hafi allt að „hundrað manns hafi dáið ótímabært af völdum loftmengunar á Íslandi. Hluti þessarar loftmengunar kemur frá skemmtiferðaskipum sem liggja við höfn. Loftmengunin hefur einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks þótt hún leiði ekki til dauða.”Þor til að taka ákvarðanirNýlegar mælingar á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands sýna einnig að svifryk í Reykjavík er langt yfir öllum mörkum og óboðlegt heilsu borgarbúa. Mengandi svifryk á sér fyrst og fremst rætur í samgöngum okkar og gestanna okkar, og í hvert sinn sem við ferðumst eða kaupum bætum við í útblástursskýið. Gróðurhúsalofttegundir ógna velferð mannkyns og við þurfum að bregðast við hratt og allstaðar þar sem hægt er. Svarið er ekki aðgerðaleysi, heldur að velja umhverfisvænni valkosti. Tækninýjungar koma fram nær daglega og það getur verið erfitt að þora að taka stórar ákvarðanir, en það þarf að gera hér.Viðsnúningur er möguleikiUm Faxaflóahafnir fara flest skip landsins og sífellt fleiri skemmtiferðaskip eiga þar viðlegu. Brennisteinsútblástur frá þessum skipum og annarri skipaumferð, er vaxandi vandamál sem Faxaflóahafnir hafa viljað taka á lengi. Félagið lét vinna úttekt á möguleikum í rafmagnstengingum skipa og hefur hafnarstjóri, Gísli Gíslason, verið leiðandi í umræðunni um að Íslendingar staðfesti viðauka VI við MARPOL-samninginn sem fjallar um um takmörkun á útblæstri brennisteinsefna, köfnunarefnissambanda og rykagna. Með þessu væri stigið fyrsta skrefið að stofnun svokallaðs ECA-svæðis í landhelginni en það myndi þýða að öll skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla ECA-reglur um efnainnhald eldsneytis. Reynslan af stofnun ECA-svæða í Eystrasalti og Norðursjó hefur sýnt að þessar aðgerðir bera árangur og það hratt eins og undraverður viðsnúningur á dýralífi þar hefur sýnt.Vernda þarf alla landhelginaNú í mai samþykkti stjórn Faxaflóa áskorun um bann á notkun svartolíu við Ísland og fór fram á hið sama af eigendum sínum, sveitarfélögunum við Faxaflóa. Undirritaðar Pírötur taka undir með Faxaflóahöfnum og skorum á stjórnvöld að samþykkja og færa í lög sem fyrst viðauka VI á MARPOL-samningnum. Í kvöldfréttum í gær sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra að skynsamlegt væri að „finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun." Að okkar mati er það alls ekki nógu langt gengið. Landhelgin öll ætti að vera markmiðið. Það dugar skammt að handvelja einstaka viðkvæm þegar enginn vafi ríkir lengur um skaðsemi svartolíubrunans og gögn sýna svart á hvítu að mengunin kostar Íslensk mannslíf. Hér er þörf á aðgerðum, ekki frekara samráði við sterka hagsmunaaðila. Líf og heilsa landsmanna eiga alltaf að njóta vafans.Höfundar eru fulltrúi Pírata í stjórn Faxaflóahafna og áheyrnarfulltrúi Pírata í Skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Sjá meira
Svartolíumengun og afleiðingar hennar eru dauðans alvara fyrir einstaklinga og vistkerfið í heild. Fyrir þessu eru vísindalegar sannanir. Heilsa landsmanna og lífríki landsins eiga ekki bara að njóta vafans - því það það er enginn vafi. Þau þarfnast verndar. Umhverfisstofnun ESB segir í nýlegri skýrslu að árið 2015 hafi allt að „hundrað manns hafi dáið ótímabært af völdum loftmengunar á Íslandi. Hluti þessarar loftmengunar kemur frá skemmtiferðaskipum sem liggja við höfn. Loftmengunin hefur einnig neikvæð áhrif á heilsu fólks þótt hún leiði ekki til dauða.”Þor til að taka ákvarðanirNýlegar mælingar á vegum Náttúruverndarsamtaka Íslands sýna einnig að svifryk í Reykjavík er langt yfir öllum mörkum og óboðlegt heilsu borgarbúa. Mengandi svifryk á sér fyrst og fremst rætur í samgöngum okkar og gestanna okkar, og í hvert sinn sem við ferðumst eða kaupum bætum við í útblástursskýið. Gróðurhúsalofttegundir ógna velferð mannkyns og við þurfum að bregðast við hratt og allstaðar þar sem hægt er. Svarið er ekki aðgerðaleysi, heldur að velja umhverfisvænni valkosti. Tækninýjungar koma fram nær daglega og það getur verið erfitt að þora að taka stórar ákvarðanir, en það þarf að gera hér.Viðsnúningur er möguleikiUm Faxaflóahafnir fara flest skip landsins og sífellt fleiri skemmtiferðaskip eiga þar viðlegu. Brennisteinsútblástur frá þessum skipum og annarri skipaumferð, er vaxandi vandamál sem Faxaflóahafnir hafa viljað taka á lengi. Félagið lét vinna úttekt á möguleikum í rafmagnstengingum skipa og hefur hafnarstjóri, Gísli Gíslason, verið leiðandi í umræðunni um að Íslendingar staðfesti viðauka VI við MARPOL-samninginn sem fjallar um um takmörkun á útblæstri brennisteinsefna, köfnunarefnissambanda og rykagna. Með þessu væri stigið fyrsta skrefið að stofnun svokallaðs ECA-svæðis í landhelginni en það myndi þýða að öll skip sem sigla innan efnahagslögsögu Íslands verði að uppfylla ECA-reglur um efnainnhald eldsneytis. Reynslan af stofnun ECA-svæða í Eystrasalti og Norðursjó hefur sýnt að þessar aðgerðir bera árangur og það hratt eins og undraverður viðsnúningur á dýralífi þar hefur sýnt.Vernda þarf alla landhelginaNú í mai samþykkti stjórn Faxaflóa áskorun um bann á notkun svartolíu við Ísland og fór fram á hið sama af eigendum sínum, sveitarfélögunum við Faxaflóa. Undirritaðar Pírötur taka undir með Faxaflóahöfnum og skorum á stjórnvöld að samþykkja og færa í lög sem fyrst viðauka VI á MARPOL-samningnum. Í kvöldfréttum í gær sagði Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra að skynsamlegt væri að „finna sérstaklega viðkvæm svæði hér við Íslandsstrendur sem þurfa þessa alþjóðlegu flokkun." Að okkar mati er það alls ekki nógu langt gengið. Landhelgin öll ætti að vera markmiðið. Það dugar skammt að handvelja einstaka viðkvæm þegar enginn vafi ríkir lengur um skaðsemi svartolíubrunans og gögn sýna svart á hvítu að mengunin kostar Íslensk mannslíf. Hér er þörf á aðgerðum, ekki frekara samráði við sterka hagsmunaaðila. Líf og heilsa landsmanna eiga alltaf að njóta vafans.Höfundar eru fulltrúi Pírata í stjórn Faxaflóahafna og áheyrnarfulltrúi Pírata í Skipulagsráði Reykjavíkur.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun