Tekin í bólinu Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 2. september 2017 06:00 Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von á breytingu. Framlög til „fjölmiðlunar“ eiga að hækka um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Hækkunin rennur óskipt til Ríkisútvarpsins, því ekki er öðrum til að dreifa. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði með tæplega 6 milljarða króna árlegri meðgjöf. Þrátt fyrir tal um afmarkað hlutverk hefur Ríkisútvarpið flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Sennilega er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Til að freista auglýsenda, keppir RÚV við einkaaðila um hvers kyns afþreyingu. Afleiðingin er ekki bara minni auglýsingapottur fyrir einkamiðlana, heldur þurfa þeir í ofanálag að kyngja hærra verði á dagskrárefni vegna yfirboða RÚV. Sjónarmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðlamarkaði, er hunsað. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði. Ríkisrisi á ekki að þrengja að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreint hlutverk, í orði og á borði. Samkeppni við ríkisrisa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu virtar. Engu er líkara en stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við Ríkisútvarpið – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Um þá ber löggjafanum að standa vörð. Í því ljósi setti Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, á fót nefnd, sem átti að jafna leikinn. Nefndin átti að skila tillögum fyrir langalöngu. Ekkert bólar á tillögunum. Af svörum að dæma er óvíst hvenær eða yfirhöfuð hvort búast má við niðurstöðu frá nefndinni. Með líku lagi endurspeglast andvaraleysið í því að formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að fjalla um stöðu fjölmiðla, skuli tísta og óska eftir vefslóð að ólöglegu streymi að boxbardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather – dagskrárefni sem Stöð 2 hafði keypt einkarétt á dýrum dómum. Í mörgum löndum hefði þingmaður þurft að taka pokann sinn eftir að hafa orðið uppvís að slíku. En samkvæmt frétt hér í blaðinu sér hún ekki mikla sök hjá sjálfri sér, enda hefði hún beðist afsökunar. Manneskja í hennar stöðu getur ekki skýlt sér bak við orð eins og hugsunarleysi eða hvatvísi, líkt og hún gerði. Henni hlýtur að hafa verið ljóst hvað hún má og hvað hún má ekki. Formaður sjálfrar þingnefndarinnar sem fjallar um stöðu og hlutverk fjölmiðla. Oft hefur verið talað um trúnaðarbrest af minna tilefni. Hún lét einfaldlega taka sig í bólinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Einkareknir fjölmiðlar sigla ekki lygnan sjó. Heimurinn minnkar og samkeppnin um takmarkaðar tekjur kemur úr öllum áttum. Á sama tíma hygla yfirvöld Ríkisútvarpinu, sem aldrei fyrr. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er ekki von á breytingu. Framlög til „fjölmiðlunar“ eiga að hækka um allt að fjórðung á árunum 2018 til 2022. Hækkunin rennur óskipt til Ríkisútvarpsins, því ekki er öðrum til að dreifa. Ríkisfyrirtækið nýtir þetta forskot til yfirboða á markaði með tæplega 6 milljarða króna árlegri meðgjöf. Þrátt fyrir tal um afmarkað hlutverk hefur Ríkisútvarpið flækst inn á umráðasvæði einkamiðla og látið samkeppnissjónarmið ráða rekstrinum. Sennilega er það óhjákvæmilegur fylgifiskur þátttöku RÚV á auglýsingamarkaði. Til að freista auglýsenda, keppir RÚV við einkaaðila um hvers kyns afþreyingu. Afleiðingin er ekki bara minni auglýsingapottur fyrir einkamiðlana, heldur þurfa þeir í ofanálag að kyngja hærra verði á dagskrárefni vegna yfirboða RÚV. Sjónarmiðið, að jafnvægi þurfi að ríkja á fjölmiðlamarkaði, er hunsað. Sjálfstætt starfandi fjölmiðlum eru ekki sköpuð réttlát skilyrði. Ríkisrisi á ekki að þrengja að einkamiðlum. Ríkisútvarpið þarf að skerpa sérstöðu sína og skilgreint hlutverk, í orði og á borði. Samkeppni við ríkisrisa sem getur endalaust sótt í almannasjóði verður aldrei heilbrigð nema skýrar reglur séu virtar. Engu er líkara en stjórnarherrarnir átti sig ekki á þessu. Þeir bregðast einkareknum fjölmiðlum æ ofan í æ með dekri sínu við Ríkisútvarpið – þvert á fyrirheit margra þeirra um að standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, til viðhalds lýðræðinu eins og sagt er á tyllidögum. Þetta er afleitt því þróttmiklir og fjölbreyttir fjölmiðlar tryggja lýðræðið. Um þá ber löggjafanum að standa vörð. Í því ljósi setti Illugi Gunnarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, á fót nefnd, sem átti að jafna leikinn. Nefndin átti að skila tillögum fyrir langalöngu. Ekkert bólar á tillögunum. Af svörum að dæma er óvíst hvenær eða yfirhöfuð hvort búast má við niðurstöðu frá nefndinni. Með líku lagi endurspeglast andvaraleysið í því að formaður Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis, sem hefur það hlutverk að fjalla um stöðu fjölmiðla, skuli tísta og óska eftir vefslóð að ólöglegu streymi að boxbardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather – dagskrárefni sem Stöð 2 hafði keypt einkarétt á dýrum dómum. Í mörgum löndum hefði þingmaður þurft að taka pokann sinn eftir að hafa orðið uppvís að slíku. En samkvæmt frétt hér í blaðinu sér hún ekki mikla sök hjá sjálfri sér, enda hefði hún beðist afsökunar. Manneskja í hennar stöðu getur ekki skýlt sér bak við orð eins og hugsunarleysi eða hvatvísi, líkt og hún gerði. Henni hlýtur að hafa verið ljóst hvað hún má og hvað hún má ekki. Formaður sjálfrar þingnefndarinnar sem fjallar um stöðu og hlutverk fjölmiðla. Oft hefur verið talað um trúnaðarbrest af minna tilefni. Hún lét einfaldlega taka sig í bólinu.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun