Körfubolti

Ætlum að reyna að sækja hratt á þá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur afslappaður á æfingu íslenska liðsins í gær.
Hlynur afslappaður á æfingu íslenska liðsins í gær. vísir/ernir
Baráttuhundurinn Hlynur Bæringsson er klár í leikinn gegn Pólverjum í dag og löngu búinn að hrista af sér vonbrigðin gegn Grikkjum.

„Pólverjarnir eru með öðruvísi lið. Ekki eins sterkt lið og Grikkir þó svo þeir séu mjög góðir. Við ætlum að reyna að sækja hratt á þá. Koma sumum leikmönnum þeirra í vandræði með því að keyra upp hraðann,“ segir Hlynur en að sama skapi verður íslenska liðið að þétta varnarleikinn.

„Við megum alls ekki fá mikið af stigum á okkur úr hraðaupphlaupum. Við verðum að passa það. Þetta pólska lið hentar okkur ágætlega. Þetta eru miklir íþróttamenn í bland við hæga stóra menn. Við förum nokkuð brattir í þennan leik og fullir sjálfstrausts.“


Tengdar fréttir

Martin: Ég hef aldrei séð það áður hjá íslensku landsliði

Martin Hermannsson er ekkert hrifnari af keppnisboltanum eftir nóttina. Forráðamenn evrópska körfuboltasambandsins voru nefnilega ekki að gera íslensla körfuboltalandsliðinu neinn greiða þegar þeir völdu keppnisboltann fyrir Eurobasket 2017.

Gaman að fá smjörþefinn

Tryggvi Snær Hlinason hefur slegið í gegn í sumar og margir eru á því að forráðamenn Valencia hafi heldur betur dottið í lukkupottinn þegar þeir treystu góðum ráðum frá Jóni Arnóri Stefánssyni og sömdu við íslenska sveitastrákinn fyrir þetta sumar. Jón Arnór er efnilegur umboðsmaður að mati Tryggva.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×