Ekkert hálfkák í sauðfjárrækt Eva Pandora Baldursdóttir skrifar 4. september 2017 15:55 Við stöndum nú frammi fyrir þeirri stöðu að sauðfjárrækt er í miklum vanda. Offramleiðsla er á kindakjöti, boðað hefur verið til lækkunar á afurðaverði til bænda, horft er fram á gríðarlega offrambirgðir hjá afurðastöðvum ásamt því að gengi krónunnar og lokaðir markaðir gera sölu erlendis erfiða. Þungt hljóð er í flestum sem að greininni koma. Er það rétt að sú staða sem upp er komin í dag hafi læðst upp að okkur líkt og ósýnilegur draugur sem allt í einu greip köldum krumlum sínum um greinina? Eða gæti verið að blikur hafi verið á lofti um vanda í greininni um nokkurt skeið og stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt við?Innanlandsmarkaður látinn mæta afgangi Á árunum eftir kreppu voru bændur hvattir til þess að framleiða meira lambakjöt þar sem skilyrðin á markaðnum væru góð. Ýmsum framleiðsluhvetjandi aðgerðum var hrundið af stað og tókust þær vel. Sala á erlendum mörkuðum gekk vel, enda gengi krónunnar hagstætt fyrir útflutning. Þegar framleiðslu- og útflutningstölur fyrri ára eru skoðaðar er ljóst að mikil von var bundin við útflutning. Neysla innanlands hefur farið minnkandi í áratugi en þó hefur framleiðsla haldist frekar stöðug. Árið 2014 var 47% af heildarframleiðslu á kinda- og lambakjötsafurðum seldar á erlendum mörkuðum. Eftir að útflutningur fór á flug var höfuð áherslan í markaðssetningu á íslensku lambakjöti sett erlendis og innanlandsmarkaður var látinn mæta afgangi. Stuttu seinna lokaðist á marga erlenda markaði, gengi krónunnar hækkaði aftur en þá var ekki aftur snúið. Kominn var upp bráðavandi. Sem ef til vill var ekki svo bráður.Heildstæð nálgun á vandann Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir til þess að takast á við langtímavandann. Því ber að fagna og gott er að sjá stjórnmálamenn sem hugsa til framtíðar og vilja koma með lausnir til lengri tíma en eftir stendur að til þess að hægt sé að færa sauðfjárræktina inn í framtíðina þarf einnig að takast á við skammtímavandann. Þær aðgerðir sem samtök bænda hafa óskað eftir eru annars vegar uppkaup og hins vegar útflutningsskylda. Þessum verkfærum hefur verið beitt áður og gagnast sannarlega til þess að takast á við skammtímavandamálum en svo virðist sem ekki hafi verið litið nægilega heildstætt á vandamálin til þess að reyna að koma á langtímastöðugleika í greininni.Þróumst í takt við nútímann Til þess að hægt sé að byggja upp framtíðar grein sem stenst veður og vinda þarf grunnurinn að vera traustur. Taka þarf á skammtímavandanum í greininni, á einn hátt eða annan, en láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram og hjálpa greininni að þróast í takt við nútímann. Stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá bændum og standa við bakið á þeim í framleiðslu og markaðssetningu sem gagnast landsmönnum öllum. Með því að fara samhliða í skammtíma- og langtímaverkefni væri hægt að skapa greininni þá framtíð sem hún á skilið. Ef einungis er horft á langtímamarkmiðin getur ástandið í nútímanum orðið til þess að ekkert verði eftir til þess að þróa áfram og íslenskur sauðfjárbúskapur verði menningarleg arfleifð frá fjarlægri fortíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir þeirri stöðu að sauðfjárrækt er í miklum vanda. Offramleiðsla er á kindakjöti, boðað hefur verið til lækkunar á afurðaverði til bænda, horft er fram á gríðarlega offrambirgðir hjá afurðastöðvum ásamt því að gengi krónunnar og lokaðir markaðir gera sölu erlendis erfiða. Þungt hljóð er í flestum sem að greininni koma. Er það rétt að sú staða sem upp er komin í dag hafi læðst upp að okkur líkt og ósýnilegur draugur sem allt í einu greip köldum krumlum sínum um greinina? Eða gæti verið að blikur hafi verið á lofti um vanda í greininni um nokkurt skeið og stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt við?Innanlandsmarkaður látinn mæta afgangi Á árunum eftir kreppu voru bændur hvattir til þess að framleiða meira lambakjöt þar sem skilyrðin á markaðnum væru góð. Ýmsum framleiðsluhvetjandi aðgerðum var hrundið af stað og tókust þær vel. Sala á erlendum mörkuðum gekk vel, enda gengi krónunnar hagstætt fyrir útflutning. Þegar framleiðslu- og útflutningstölur fyrri ára eru skoðaðar er ljóst að mikil von var bundin við útflutning. Neysla innanlands hefur farið minnkandi í áratugi en þó hefur framleiðsla haldist frekar stöðug. Árið 2014 var 47% af heildarframleiðslu á kinda- og lambakjötsafurðum seldar á erlendum mörkuðum. Eftir að útflutningur fór á flug var höfuð áherslan í markaðssetningu á íslensku lambakjöti sett erlendis og innanlandsmarkaður var látinn mæta afgangi. Stuttu seinna lokaðist á marga erlenda markaði, gengi krónunnar hækkaði aftur en þá var ekki aftur snúið. Kominn var upp bráðavandi. Sem ef til vill var ekki svo bráður.Heildstæð nálgun á vandann Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir til þess að takast á við langtímavandann. Því ber að fagna og gott er að sjá stjórnmálamenn sem hugsa til framtíðar og vilja koma með lausnir til lengri tíma en eftir stendur að til þess að hægt sé að færa sauðfjárræktina inn í framtíðina þarf einnig að takast á við skammtímavandann. Þær aðgerðir sem samtök bænda hafa óskað eftir eru annars vegar uppkaup og hins vegar útflutningsskylda. Þessum verkfærum hefur verið beitt áður og gagnast sannarlega til þess að takast á við skammtímavandamálum en svo virðist sem ekki hafi verið litið nægilega heildstætt á vandamálin til þess að reyna að koma á langtímastöðugleika í greininni.Þróumst í takt við nútímann Til þess að hægt sé að byggja upp framtíðar grein sem stenst veður og vinda þarf grunnurinn að vera traustur. Taka þarf á skammtímavandanum í greininni, á einn hátt eða annan, en láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram og hjálpa greininni að þróast í takt við nútímann. Stuðla að nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi hjá bændum og standa við bakið á þeim í framleiðslu og markaðssetningu sem gagnast landsmönnum öllum. Með því að fara samhliða í skammtíma- og langtímaverkefni væri hægt að skapa greininni þá framtíð sem hún á skilið. Ef einungis er horft á langtímamarkmiðin getur ástandið í nútímanum orðið til þess að ekkert verði eftir til þess að þróa áfram og íslenskur sauðfjárbúskapur verði menningarleg arfleifð frá fjarlægri fortíð.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun