Þjóðverjar nánast komnir til Rússlands eftir stórsigur á lærisveinum Lars | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. september 2017 20:30 Þjóðverjar rústuðu Norðmönnum, 6-0, í Stuttgart í C-riðli undankeppni HM í kvöld.Lars Lagerbäck vann sinn fyrsta sigur sem þjálfari Noregs á föstudaginn en Norðmenn áttu aldrei möguleika gegn heimsmeisturunum í kvöld. Þetta var stærsta tap Noregs í 45 ár, eða síðan norska liðið tapaði 9-0 fyrir Hollandi 1. nóvember 1972. Þjóðverjar byrjuðu leikinn af fítonskrafti og eftir 21 mínútu var staðan orðin 3-0. Mesut Özil, Julian Draxler og Timo Werner skoruðu mörkin. Werner bætti öðru marki sínu við fyrir hálfleik og í seinni hálfleik komust Leon Goretzka og Mario Gómez á blað. Lokatölur 6-0, Þýskalandi í vil. Þjóðverjar hafa unnið alla átta leiki sína í C-riðli og eru með fimm stiga forskot á toppi hans. Norðmenn eru í 5. sæti riðilsins með sjö stig. HM 2018 í Rússlandi
Þjóðverjar rústuðu Norðmönnum, 6-0, í Stuttgart í C-riðli undankeppni HM í kvöld.Lars Lagerbäck vann sinn fyrsta sigur sem þjálfari Noregs á föstudaginn en Norðmenn áttu aldrei möguleika gegn heimsmeisturunum í kvöld. Þetta var stærsta tap Noregs í 45 ár, eða síðan norska liðið tapaði 9-0 fyrir Hollandi 1. nóvember 1972. Þjóðverjar byrjuðu leikinn af fítonskrafti og eftir 21 mínútu var staðan orðin 3-0. Mesut Özil, Julian Draxler og Timo Werner skoruðu mörkin. Werner bætti öðru marki sínu við fyrir hálfleik og í seinni hálfleik komust Leon Goretzka og Mario Gómez á blað. Lokatölur 6-0, Þýskalandi í vil. Þjóðverjar hafa unnið alla átta leiki sína í C-riðli og eru með fimm stiga forskot á toppi hans. Norðmenn eru í 5. sæti riðilsins með sjö stig.