Án geðheilsu er engin heilsa Bára Friðriksdóttir skrifar 7. september 2017 07:00 Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði. Geðsjúkdómar eru ennþá földu börnin hennar Evu, það ríkja miklir fordómar þó að vissulega höfum við færst áfram síðasta áratug eða svo. Staðreyndin er sú að geðheilsa allra sveiflast frá einum tíma til annars. Það geta allir fengið alvarlegar geðraskanir. Þær geta fylgt áföllum, langvarandi streitu án hvíldar, genum eða ávana- og fíkniefnum. Nýlegar vísbendingar gefa til kynna að mikil og stöðug netnotkun kalli á geðraskanir. Sumir ná sér alveg eftir eitt áfall, aðrir hafa geðröskunardrauginn nærri af og til alla ævi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, sagði í Fréttblaðinu 14.08.2017: „Kerfið er löngu sprungið innan Landspítalans.“ Hún bendir einnig á að styrkja þurfi frekar þær einingar sem eru að styðja við fólk með geðraskanir eins og Hugarafl og samfélagslega geðþjónustu. Eins þarf að gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri með þátttöku ríkisins.Öflugur stuðningur nauðsyn Ungum öryrkjum fjölgar óþægilega hratt, nú þarf að koma inn með öflugan stuðning. Þegar upp er staðið er ég viss um að mikill stuðningur við geðfatlaða sé ódýrari fyrir samfélagið því með því móti er hægt að virkja margfalt fleiri til virkara lífs og atvinnu og minni veikinda. Ef hugurinn virkar ekki þá virkar manneskjan engan veginn. Ef kvíði, þunglyndi eða aðrir geðsjúkdómar lama svo hugann eða brengla skynjunina verulega þá eru lífsgæði afar takmörkuð. Ef manneskjan sér ekki von í neinu í lífi sínu þá er stutt í öngstræti. Lyf og aðhlynning faglærðra sem ófaglærðra getur gert kraftaverk og komið fólki aftur inn í eðlilegt líf. Það er skylda okkar sem samfélags að skapa geðfötluðum möguleika til heilsu alveg eins og við viljum að hægt sé að fá meðhöndlun við sykursýki, hjartasjúkdómum o.s.frv. Þau sem verst verða úti í þjónustu geðsjúkra sýnist mér vera einstaklingar sem bæði hafa geðsjúkdóm og áfengis- og fíkniefnivanda. Þessir einstaklingar verða gjarnan á milli. Áfengismeðferðarpakkinn úthýsir þeim af því þeir hafa of miklar geðraskanir og geðpakkinn vísar á áfengisdeildina. Þessir einstaklingar fá minnst af öllum, þeim er mjög hætt við að ýtast fram af brúninni og deyja. Það er óásættanlegt fyrir jafn þróað samfélag og okkar. Það er þörf á að stjórnvöld sjái sóma sinn í að byggja upp forvarnir og stuðning fyrir geðfatlaða og vímuefnasjúka svo að skaði fjölskyldna og samfélags verði minni, lífsgæði aukist og kostnaður við málaflokkinn minnki. Það er skylda stjórnvalda að koma upp öflugum forvörnum til að fækka dauðsföllum af völdum geðraskana. Greinarhöfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði. Geðsjúkdómar eru ennþá földu börnin hennar Evu, það ríkja miklir fordómar þó að vissulega höfum við færst áfram síðasta áratug eða svo. Staðreyndin er sú að geðheilsa allra sveiflast frá einum tíma til annars. Það geta allir fengið alvarlegar geðraskanir. Þær geta fylgt áföllum, langvarandi streitu án hvíldar, genum eða ávana- og fíkniefnum. Nýlegar vísbendingar gefa til kynna að mikil og stöðug netnotkun kalli á geðraskanir. Sumir ná sér alveg eftir eitt áfall, aðrir hafa geðröskunardrauginn nærri af og til alla ævi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, sagði í Fréttblaðinu 14.08.2017: „Kerfið er löngu sprungið innan Landspítalans.“ Hún bendir einnig á að styrkja þurfi frekar þær einingar sem eru að styðja við fólk með geðraskanir eins og Hugarafl og samfélagslega geðþjónustu. Eins þarf að gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri með þátttöku ríkisins.Öflugur stuðningur nauðsyn Ungum öryrkjum fjölgar óþægilega hratt, nú þarf að koma inn með öflugan stuðning. Þegar upp er staðið er ég viss um að mikill stuðningur við geðfatlaða sé ódýrari fyrir samfélagið því með því móti er hægt að virkja margfalt fleiri til virkara lífs og atvinnu og minni veikinda. Ef hugurinn virkar ekki þá virkar manneskjan engan veginn. Ef kvíði, þunglyndi eða aðrir geðsjúkdómar lama svo hugann eða brengla skynjunina verulega þá eru lífsgæði afar takmörkuð. Ef manneskjan sér ekki von í neinu í lífi sínu þá er stutt í öngstræti. Lyf og aðhlynning faglærðra sem ófaglærðra getur gert kraftaverk og komið fólki aftur inn í eðlilegt líf. Það er skylda okkar sem samfélags að skapa geðfötluðum möguleika til heilsu alveg eins og við viljum að hægt sé að fá meðhöndlun við sykursýki, hjartasjúkdómum o.s.frv. Þau sem verst verða úti í þjónustu geðsjúkra sýnist mér vera einstaklingar sem bæði hafa geðsjúkdóm og áfengis- og fíkniefnivanda. Þessir einstaklingar verða gjarnan á milli. Áfengismeðferðarpakkinn úthýsir þeim af því þeir hafa of miklar geðraskanir og geðpakkinn vísar á áfengisdeildina. Þessir einstaklingar fá minnst af öllum, þeim er mjög hætt við að ýtast fram af brúninni og deyja. Það er óásættanlegt fyrir jafn þróað samfélag og okkar. Það er þörf á að stjórnvöld sjái sóma sinn í að byggja upp forvarnir og stuðning fyrir geðfatlaða og vímuefnasjúka svo að skaði fjölskyldna og samfélags verði minni, lífsgæði aukist og kostnaður við málaflokkinn minnki. Það er skylda stjórnvalda að koma upp öflugum forvörnum til að fækka dauðsföllum af völdum geðraskana. Greinarhöfundur er prestur.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar