Án geðheilsu er engin heilsa Bára Friðriksdóttir skrifar 7. september 2017 07:00 Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði. Geðsjúkdómar eru ennþá földu börnin hennar Evu, það ríkja miklir fordómar þó að vissulega höfum við færst áfram síðasta áratug eða svo. Staðreyndin er sú að geðheilsa allra sveiflast frá einum tíma til annars. Það geta allir fengið alvarlegar geðraskanir. Þær geta fylgt áföllum, langvarandi streitu án hvíldar, genum eða ávana- og fíkniefnum. Nýlegar vísbendingar gefa til kynna að mikil og stöðug netnotkun kalli á geðraskanir. Sumir ná sér alveg eftir eitt áfall, aðrir hafa geðröskunardrauginn nærri af og til alla ævi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, sagði í Fréttblaðinu 14.08.2017: „Kerfið er löngu sprungið innan Landspítalans.“ Hún bendir einnig á að styrkja þurfi frekar þær einingar sem eru að styðja við fólk með geðraskanir eins og Hugarafl og samfélagslega geðþjónustu. Eins þarf að gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri með þátttöku ríkisins.Öflugur stuðningur nauðsyn Ungum öryrkjum fjölgar óþægilega hratt, nú þarf að koma inn með öflugan stuðning. Þegar upp er staðið er ég viss um að mikill stuðningur við geðfatlaða sé ódýrari fyrir samfélagið því með því móti er hægt að virkja margfalt fleiri til virkara lífs og atvinnu og minni veikinda. Ef hugurinn virkar ekki þá virkar manneskjan engan veginn. Ef kvíði, þunglyndi eða aðrir geðsjúkdómar lama svo hugann eða brengla skynjunina verulega þá eru lífsgæði afar takmörkuð. Ef manneskjan sér ekki von í neinu í lífi sínu þá er stutt í öngstræti. Lyf og aðhlynning faglærðra sem ófaglærðra getur gert kraftaverk og komið fólki aftur inn í eðlilegt líf. Það er skylda okkar sem samfélags að skapa geðfötluðum möguleika til heilsu alveg eins og við viljum að hægt sé að fá meðhöndlun við sykursýki, hjartasjúkdómum o.s.frv. Þau sem verst verða úti í þjónustu geðsjúkra sýnist mér vera einstaklingar sem bæði hafa geðsjúkdóm og áfengis- og fíkniefnivanda. Þessir einstaklingar verða gjarnan á milli. Áfengismeðferðarpakkinn úthýsir þeim af því þeir hafa of miklar geðraskanir og geðpakkinn vísar á áfengisdeildina. Þessir einstaklingar fá minnst af öllum, þeim er mjög hætt við að ýtast fram af brúninni og deyja. Það er óásættanlegt fyrir jafn þróað samfélag og okkar. Það er þörf á að stjórnvöld sjái sóma sinn í að byggja upp forvarnir og stuðning fyrir geðfatlaða og vímuefnasjúka svo að skaði fjölskyldna og samfélags verði minni, lífsgæði aukist og kostnaður við málaflokkinn minnki. Það er skylda stjórnvalda að koma upp öflugum forvörnum til að fækka dauðsföllum af völdum geðraskana. Greinarhöfundur er prestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Það er gott að geðheilbrigðismál eru loks komin í umræðuna. Því miður var hvatinn að því hörmulegt andlát tveggja ungra manna sem sviptu sig lífi inni á geðdeild nýverið. Votta ég ástvinum þeirra samúð og hlýju. Það sem er svo grátlegt er að stjórnvöld hafa í áratugi sett geðheilbrigðismál skör lægra öðru heilbrigði. Geðsjúkdómar eru ennþá földu börnin hennar Evu, það ríkja miklir fordómar þó að vissulega höfum við færst áfram síðasta áratug eða svo. Staðreyndin er sú að geðheilsa allra sveiflast frá einum tíma til annars. Það geta allir fengið alvarlegar geðraskanir. Þær geta fylgt áföllum, langvarandi streitu án hvíldar, genum eða ávana- og fíkniefnum. Nýlegar vísbendingar gefa til kynna að mikil og stöðug netnotkun kalli á geðraskanir. Sumir ná sér alveg eftir eitt áfall, aðrir hafa geðröskunardrauginn nærri af og til alla ævi. Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, sagði í Fréttblaðinu 14.08.2017: „Kerfið er löngu sprungið innan Landspítalans.“ Hún bendir einnig á að styrkja þurfi frekar þær einingar sem eru að styðja við fólk með geðraskanir eins og Hugarafl og samfélagslega geðþjónustu. Eins þarf að gera sálfræðiþjónustu aðgengilegri með þátttöku ríkisins.Öflugur stuðningur nauðsyn Ungum öryrkjum fjölgar óþægilega hratt, nú þarf að koma inn með öflugan stuðning. Þegar upp er staðið er ég viss um að mikill stuðningur við geðfatlaða sé ódýrari fyrir samfélagið því með því móti er hægt að virkja margfalt fleiri til virkara lífs og atvinnu og minni veikinda. Ef hugurinn virkar ekki þá virkar manneskjan engan veginn. Ef kvíði, þunglyndi eða aðrir geðsjúkdómar lama svo hugann eða brengla skynjunina verulega þá eru lífsgæði afar takmörkuð. Ef manneskjan sér ekki von í neinu í lífi sínu þá er stutt í öngstræti. Lyf og aðhlynning faglærðra sem ófaglærðra getur gert kraftaverk og komið fólki aftur inn í eðlilegt líf. Það er skylda okkar sem samfélags að skapa geðfötluðum möguleika til heilsu alveg eins og við viljum að hægt sé að fá meðhöndlun við sykursýki, hjartasjúkdómum o.s.frv. Þau sem verst verða úti í þjónustu geðsjúkra sýnist mér vera einstaklingar sem bæði hafa geðsjúkdóm og áfengis- og fíkniefnivanda. Þessir einstaklingar verða gjarnan á milli. Áfengismeðferðarpakkinn úthýsir þeim af því þeir hafa of miklar geðraskanir og geðpakkinn vísar á áfengisdeildina. Þessir einstaklingar fá minnst af öllum, þeim er mjög hætt við að ýtast fram af brúninni og deyja. Það er óásættanlegt fyrir jafn þróað samfélag og okkar. Það er þörf á að stjórnvöld sjái sóma sinn í að byggja upp forvarnir og stuðning fyrir geðfatlaða og vímuefnasjúka svo að skaði fjölskyldna og samfélags verði minni, lífsgæði aukist og kostnaður við málaflokkinn minnki. Það er skylda stjórnvalda að koma upp öflugum forvörnum til að fækka dauðsföllum af völdum geðraskana. Greinarhöfundur er prestur.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun