Séreign er ekki sýnd veiði, heldur þín eign Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 31. ágúst 2017 07:00 Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifaði grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 17. ágúst undir fyrirsögninni „Séreign er sýnd veiði en ekki gefin“. Þar er hann meðal annars að tala um samkomulag vegna 3,5% viðbótariðgjalda í tilgreinda séreign að hluta eða öllu leyti, þegar iðgjald atvinnurekanda í lífeyrissjóði hækkar úr 8% í 11,5% og heildariðgjaldið verður komið í 15,5% um mitt næsta ár.Séreign eða samtrygging? Þar segir Hrafn orðrétt: „Séreign er einkaeign sjóðsfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðsfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans.“ Og síðan lofar hann samtrygginguna sem ódýrasta og skilvirkasta tryggingarform sem fyrirfinnst hér á landi. Láglaunamaður á lágmarkslaunum með 300 þúsund krónur á mánuði fær bara 160 þúsund krónur á mánuði í örorkubætur frá lífeyrissjóði. Þá er eftir að skatta og skerða þær bætur og einnig keðjuverkandi skerða þær. Af 160.000 krónunum er 51.000 krónur núll. Gefur viðkomandi lífeyrislaunaþega ekki krónu í vasann. Eftir skatt og skerðingar skila 160.000 krónu lífeyrislaun bara 40.000 krónum í vasann og samtals 236.000 króna heildartekjur eftir skatt og skerðingar með tekjum frá TR. Skattur og skerðingar eru heilar 120.000 krónur af lífeyrissjóðslaununum eða um 75% skattur. Þá er eftir að gera keðjuverkandi skerðingar á því sem eftir er, því lífeyrissjóðslaunin skerða einnig húsaleigubætur, vaxtabætur, barnabætur og alla styrki verkalýðsfélaga, t.d. námsstyrki og fleiri styrki. Niðurstaðan er því sú að 160.000 krónu lífeyrissjóðslaunin eru í sumum tilfellum núll. Skila ekki krónu til þeirra sem hafa safnað þeim sem lögþvinguðum sparnaði, sem á að vera eignavarinn. Þá fer hann í mínus í þeim tilfellum sem vinnulaun koma við sögu hjá þeim öryrkjum og eldri borgurum sem eru svo hugaðir að reyna að vinna fyrir smá tekjum og geta það heilsu sinnar vegna.Upplýst ákvörðun Hrafn segir tryggingaverndina það dýrmætasta og henni má ekki fórna. Jú, það er rétt fyrir hann og aðra hálaunaða starfsmenn lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Fyrir þá er hún flott, því þeir hafa ekkert með TR, öðru nafni skerðingarstofnun ríkisins, að gera. Þeir Hrafn og aðrir hátekjumenn ASÍ, BSRB og SA missa ekki styrki og eru ekki keðjuverkandi skertir í mínus og vinna ekki þannig að þeir verði að borga fyrir að vinna, ekki bara öll launin, heldur meira en það og fara í mínus. Nei, séreignin er það eina sem láglaunþeginn á og vonandi velja allir almennir launþegar að ávaxta 3,5% þar og þá á ekki í áhættufjárfestingu, heldur þar sem hún er örugg.Að veðja við sjálfan sig Ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin lífeyrissjóðstekna lífeyrisþega yrði aukakostnaður ríkissjóðs 37.012 milljarðar króna á ári. Örorkulífeyrir er 7.447 milljarðar og ellilífeyrir 29.565 milljarðar króna. Kostnaður ríkisins vegna atvinnutekna lífeyrisþega er 3,2 milljarðar hjá öryrkjum og 2,5 milljarðar hjá ellilífeyrisþegum eða samtals 5,7 milljarða króna. Skerðingar vegna fjármagnstekna eru um 4,5 milljarðar króna og því eru skerðingarnar um 48 milljarðar króna í heildina og þá er skatturinn ekki undir 60 milljörðum króna. Samtals eru þetta yfir 108 milljarðar króna. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonsku kerfi. Jú, það er hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur í lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú er í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Miðgildi ráðstöfunartekna eru í dag um 719.000 krónur og lágmarkslífeyrir 228.774 krónur. Fátæktarmörkin eru því í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en sárafátækt. Þá eru 300.000 króna lágmarkslaun í landinu einnig vel undir fátæktarmörkum og hvað segir það um verkalýðsfélögin, ríkið og SA, sem stjórna launastefnunni og lífeyrissjóðskerfunum á Íslandi? Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og formaður BÓTar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hrafn Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, skrifaði grein í Fréttablaðið fimmtudaginn 17. ágúst undir fyrirsögninni „Séreign er sýnd veiði en ekki gefin“. Þar er hann meðal annars að tala um samkomulag vegna 3,5% viðbótariðgjalda í tilgreinda séreign að hluta eða öllu leyti, þegar iðgjald atvinnurekanda í lífeyrissjóði hækkar úr 8% í 11,5% og heildariðgjaldið verður komið í 15,5% um mitt næsta ár.Séreign eða samtrygging? Þar segir Hrafn orðrétt: „Séreign er einkaeign sjóðsfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðsfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans.“ Og síðan lofar hann samtrygginguna sem ódýrasta og skilvirkasta tryggingarform sem fyrirfinnst hér á landi. Láglaunamaður á lágmarkslaunum með 300 þúsund krónur á mánuði fær bara 160 þúsund krónur á mánuði í örorkubætur frá lífeyrissjóði. Þá er eftir að skatta og skerða þær bætur og einnig keðjuverkandi skerða þær. Af 160.000 krónunum er 51.000 krónur núll. Gefur viðkomandi lífeyrislaunaþega ekki krónu í vasann. Eftir skatt og skerðingar skila 160.000 krónu lífeyrislaun bara 40.000 krónum í vasann og samtals 236.000 króna heildartekjur eftir skatt og skerðingar með tekjum frá TR. Skattur og skerðingar eru heilar 120.000 krónur af lífeyrissjóðslaununum eða um 75% skattur. Þá er eftir að gera keðjuverkandi skerðingar á því sem eftir er, því lífeyrissjóðslaunin skerða einnig húsaleigubætur, vaxtabætur, barnabætur og alla styrki verkalýðsfélaga, t.d. námsstyrki og fleiri styrki. Niðurstaðan er því sú að 160.000 krónu lífeyrissjóðslaunin eru í sumum tilfellum núll. Skila ekki krónu til þeirra sem hafa safnað þeim sem lögþvinguðum sparnaði, sem á að vera eignavarinn. Þá fer hann í mínus í þeim tilfellum sem vinnulaun koma við sögu hjá þeim öryrkjum og eldri borgurum sem eru svo hugaðir að reyna að vinna fyrir smá tekjum og geta það heilsu sinnar vegna.Upplýst ákvörðun Hrafn segir tryggingaverndina það dýrmætasta og henni má ekki fórna. Jú, það er rétt fyrir hann og aðra hálaunaða starfsmenn lífeyrissjóða og verkalýðsfélaga. Fyrir þá er hún flott, því þeir hafa ekkert með TR, öðru nafni skerðingarstofnun ríkisins, að gera. Þeir Hrafn og aðrir hátekjumenn ASÍ, BSRB og SA missa ekki styrki og eru ekki keðjuverkandi skertir í mínus og vinna ekki þannig að þeir verði að borga fyrir að vinna, ekki bara öll launin, heldur meira en það og fara í mínus. Nei, séreignin er það eina sem láglaunþeginn á og vonandi velja allir almennir launþegar að ávaxta 3,5% þar og þá á ekki í áhættufjárfestingu, heldur þar sem hún er örugg.Að veðja við sjálfan sig Ef hætt yrði að skerða bætur vegna eigin lífeyrissjóðstekna lífeyrisþega yrði aukakostnaður ríkissjóðs 37.012 milljarðar króna á ári. Örorkulífeyrir er 7.447 milljarðar og ellilífeyrir 29.565 milljarðar króna. Kostnaður ríkisins vegna atvinnutekna lífeyrisþega er 3,2 milljarðar hjá öryrkjum og 2,5 milljarðar hjá ellilífeyrisþegum eða samtals 5,7 milljarða króna. Skerðingar vegna fjármagnstekna eru um 4,5 milljarðar króna og því eru skerðingarnar um 48 milljarðar króna í heildina og þá er skatturinn ekki undir 60 milljörðum króna. Samtals eru þetta yfir 108 milljarðar króna. Hver er það sem græðir því á þessu spillta mannvonsku kerfi. Jú, það er hátekjufólkið og aðrir útvaldir auðmenn. Við sem erum föst í þessu mannvonskukerfi þeirra lifum í fátækt og stór hópur í sárafátækt. Sköttum því strax lífeyrissjóðsgreiðslur í lífeyrissjóðina, því það er fáránlegt að sjóðirnir séu að leika sér á markaði með skatttekjur framtíðarinnar. Tapaðar skatttekjur vegna hrunsins 2007 voru ekki undir 250 milljörðum króna og nú er í lífeyrissjóðunum skattur á markaði upp á um 1.500 milljarða króna. Spáið í það og hvað væri hægt að gera við þá milljarða fyrir fólkið í landinu, en ekki bara útvalið hálaunafólk ríkisins, verkalýðsforingja og Samtaka atvinnulífsins. Miðgildi ráðstöfunartekna eru í dag um 719.000 krónur og lágmarkslífeyrir 228.774 krónur. Fátæktarmörkin eru því í dag tekjur sem eru undir 360.000 krónum og því eru lífeyrislaunin um 130.000 undir fátæktarmörkum sem er ekkert annað en sárafátækt. Þá eru 300.000 króna lágmarkslaun í landinu einnig vel undir fátæktarmörkum og hvað segir það um verkalýðsfélögin, ríkið og SA, sem stjórna launastefnunni og lífeyrissjóðskerfunum á Íslandi? Höfundur er varaformaður Flokks fólksins og formaður BÓTar.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar