Spurt er um stöðugleika Kristrún Frostadóttir og Ásta S. Fjeldsted skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Íslendingar eru háðir viðskiptum við önnur lönd. Það er takmörkunum háð hvað við getum framleitt og hvers konar þjónustu við getum boðið upp á sem eyland. Þess vegna er gengið þjóðinni svo hugleikið, það hreyfir við öllum innfluttum kostnaði og verðmæti útfluttra vara. Sögulega hefur gengi krónunnar verið mjög óstöðugt. Til marks um það var meðalgengi hennar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum 100 sumarið 2007. Í byrjun sumars 2009 var það 200. Fyrir ári síðan, 160. Nú síðast í júní, 130. Í síðustu viku, 140. Örmyntin tekur við sér Eftir að höftum var lyft fyrr á árinu hafa vikulegar og daglegar hreyfingar gengisins snaraukist í báðar áttir. Tveggja mánaða flökt á krónunni er í dag sjöfalt meira en það var síðustu mánuðina í höftum. Rekstraráætlanir milli vikna bregðast og verð í hillum breytist örar. Örmyntin hefur tekið við sér á ný eftir tæp 9 ár í höftum. Það er erfitt að segja til um hvort er betra – hátt eða lágt gengi. Það fer eftir aðstæðum þeirra sem eiga við gjaldmiðilinn. Flöktið er þó engum í hag, því engar áætlanir standast, hvorki til skamms né langs tíma. Þetta bæði flækir fyrirtækjarekstur og hefur áhrif á almenning. Fyrirtæki geta ekki aukið framleiðni í svo ófyrirsjáanlegu umhverfi og gengisbreytingar hafa mikil áhrif á verðbólgu sem aftur hefur áhrif á kjör heimila og efnahag. Með eða án krónu? Umræðan á komandi misserum þarf að snúa að því hvernig tryggja megi stöðugleika í peningamálum, með eða án krónu. Verkefnisstjórn um endurskoðun peningastefnu skilar t.a.m. skýrslu í lok árs um hvernig bæta megi fyrirkomulag peningamála hérlendis. Í því samhengi leikur gengi krónunnar stórt hlutverk. Viðskiptaráð skorast ekki undan þátttöku í slíkri umræðu og deilir hér spurningum sem eru þess verðar að ræða í vetur: Getur Seðlabankinn náð markmiði um stöðugt verðlag þegar mæld verðbólga hreyfist að miklu leyti með gengi krónunnar, sem flýtur nú frjáls og hreyfist að jafnaði of mikið? Er vaxtamunur við útlönd áhyggjuefni? Er þá betra að fylgja vaxtaákvörðunum erlendis og minnka muninn? Hvað þýðir það fyrir sjálfstæði peningastefnunnar? Er þá vilji fyrir því að taka upp annan gjaldmiðil? Eru vextir rétta tólið yfir höfuð? Ef stjórnmálamenn segja Seðlabankanum að lækka vexti hvað segir það um traust þeirra á peningastefnunni og bankanum? Er þá bæði núverandi stefnu illa sinnt og stefnan sjálf röng? Gætu þeir treyst öðrum betur fyrir? Einhverjum hér heima? Einhverjum í Frankfurt? Er eðlilegt að stærri fyrirtæki reki sig nú þegar í evrukerfinu en þau smærri geti það ekki? Hvort er raunhæfara, innganga í myntbandalag eða önnur og betri leið með krónunni en áður hefur verið farin? Kemur stöðugleikinn kannski með breyttri atvinnuuppbyggingu, fleiri stoðum í hagkerfinu? Getum við fjölgað stoðunum með flöktandi krónu? Ræðum allar hliðar málsins Svörin við þessum spurningum eru ekki einföld en í þeim gæti falist lykillinn að farsælli stefnu í peningamálum á Íslandi. Í þessu samhengi má minnast orða Gylfa Zoega hagfræðiprófessors, sem fyrr í sumar vitnaði til aldagamallar umræðuhefðar á Íslandi þar sem í fyrsta lagi væri „einungis unnt að líta á aðra hlið máls“ og í öðru lagi væri „ekki gerður greinarmunur á hugmyndinni og þeim sem hana setur fram“. Umræðan snúist oftar en ekki um að viðkomandi sé með skrítnar eða óraunsæjar hugmyndir, frekar en að hugmyndin sé rædd, bæði kostir hennar og gallar. Það er ekkert skrítið og óraunsætt að vilja breytingar á innlendum peningamálum með krónuna, og ekkert skrítið og óraunsætt að vilja skipta um gjaldmiðil. Þetta eru tvær hliðar á sama máli. Kostir og gallar fylgja hvorri hlið, sem og óvissa. Viðskiptaráð vill ræða allar hliðar málsins, og taka upplýsta ákvörðun um breytingar að því loknu. Höfundar greinar eru framkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Kristrún Frostadóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru háðir viðskiptum við önnur lönd. Það er takmörkunum háð hvað við getum framleitt og hvers konar þjónustu við getum boðið upp á sem eyland. Þess vegna er gengið þjóðinni svo hugleikið, það hreyfir við öllum innfluttum kostnaði og verðmæti útfluttra vara. Sögulega hefur gengi krónunnar verið mjög óstöðugt. Til marks um það var meðalgengi hennar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum 100 sumarið 2007. Í byrjun sumars 2009 var það 200. Fyrir ári síðan, 160. Nú síðast í júní, 130. Í síðustu viku, 140. Örmyntin tekur við sér Eftir að höftum var lyft fyrr á árinu hafa vikulegar og daglegar hreyfingar gengisins snaraukist í báðar áttir. Tveggja mánaða flökt á krónunni er í dag sjöfalt meira en það var síðustu mánuðina í höftum. Rekstraráætlanir milli vikna bregðast og verð í hillum breytist örar. Örmyntin hefur tekið við sér á ný eftir tæp 9 ár í höftum. Það er erfitt að segja til um hvort er betra – hátt eða lágt gengi. Það fer eftir aðstæðum þeirra sem eiga við gjaldmiðilinn. Flöktið er þó engum í hag, því engar áætlanir standast, hvorki til skamms né langs tíma. Þetta bæði flækir fyrirtækjarekstur og hefur áhrif á almenning. Fyrirtæki geta ekki aukið framleiðni í svo ófyrirsjáanlegu umhverfi og gengisbreytingar hafa mikil áhrif á verðbólgu sem aftur hefur áhrif á kjör heimila og efnahag. Með eða án krónu? Umræðan á komandi misserum þarf að snúa að því hvernig tryggja megi stöðugleika í peningamálum, með eða án krónu. Verkefnisstjórn um endurskoðun peningastefnu skilar t.a.m. skýrslu í lok árs um hvernig bæta megi fyrirkomulag peningamála hérlendis. Í því samhengi leikur gengi krónunnar stórt hlutverk. Viðskiptaráð skorast ekki undan þátttöku í slíkri umræðu og deilir hér spurningum sem eru þess verðar að ræða í vetur: Getur Seðlabankinn náð markmiði um stöðugt verðlag þegar mæld verðbólga hreyfist að miklu leyti með gengi krónunnar, sem flýtur nú frjáls og hreyfist að jafnaði of mikið? Er vaxtamunur við útlönd áhyggjuefni? Er þá betra að fylgja vaxtaákvörðunum erlendis og minnka muninn? Hvað þýðir það fyrir sjálfstæði peningastefnunnar? Er þá vilji fyrir því að taka upp annan gjaldmiðil? Eru vextir rétta tólið yfir höfuð? Ef stjórnmálamenn segja Seðlabankanum að lækka vexti hvað segir það um traust þeirra á peningastefnunni og bankanum? Er þá bæði núverandi stefnu illa sinnt og stefnan sjálf röng? Gætu þeir treyst öðrum betur fyrir? Einhverjum hér heima? Einhverjum í Frankfurt? Er eðlilegt að stærri fyrirtæki reki sig nú þegar í evrukerfinu en þau smærri geti það ekki? Hvort er raunhæfara, innganga í myntbandalag eða önnur og betri leið með krónunni en áður hefur verið farin? Kemur stöðugleikinn kannski með breyttri atvinnuuppbyggingu, fleiri stoðum í hagkerfinu? Getum við fjölgað stoðunum með flöktandi krónu? Ræðum allar hliðar málsins Svörin við þessum spurningum eru ekki einföld en í þeim gæti falist lykillinn að farsælli stefnu í peningamálum á Íslandi. Í þessu samhengi má minnast orða Gylfa Zoega hagfræðiprófessors, sem fyrr í sumar vitnaði til aldagamallar umræðuhefðar á Íslandi þar sem í fyrsta lagi væri „einungis unnt að líta á aðra hlið máls“ og í öðru lagi væri „ekki gerður greinarmunur á hugmyndinni og þeim sem hana setur fram“. Umræðan snúist oftar en ekki um að viðkomandi sé með skrítnar eða óraunsæjar hugmyndir, frekar en að hugmyndin sé rædd, bæði kostir hennar og gallar. Það er ekkert skrítið og óraunsætt að vilja breytingar á innlendum peningamálum með krónuna, og ekkert skrítið og óraunsætt að vilja skipta um gjaldmiðil. Þetta eru tvær hliðar á sama máli. Kostir og gallar fylgja hvorri hlið, sem og óvissa. Viðskiptaráð vill ræða allar hliðar málsins, og taka upplýsta ákvörðun um breytingar að því loknu. Höfundar greinar eru framkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar