Spurt er um stöðugleika Kristrún Frostadóttir og Ásta S. Fjeldsted skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Íslendingar eru háðir viðskiptum við önnur lönd. Það er takmörkunum háð hvað við getum framleitt og hvers konar þjónustu við getum boðið upp á sem eyland. Þess vegna er gengið þjóðinni svo hugleikið, það hreyfir við öllum innfluttum kostnaði og verðmæti útfluttra vara. Sögulega hefur gengi krónunnar verið mjög óstöðugt. Til marks um það var meðalgengi hennar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum 100 sumarið 2007. Í byrjun sumars 2009 var það 200. Fyrir ári síðan, 160. Nú síðast í júní, 130. Í síðustu viku, 140. Örmyntin tekur við sér Eftir að höftum var lyft fyrr á árinu hafa vikulegar og daglegar hreyfingar gengisins snaraukist í báðar áttir. Tveggja mánaða flökt á krónunni er í dag sjöfalt meira en það var síðustu mánuðina í höftum. Rekstraráætlanir milli vikna bregðast og verð í hillum breytist örar. Örmyntin hefur tekið við sér á ný eftir tæp 9 ár í höftum. Það er erfitt að segja til um hvort er betra – hátt eða lágt gengi. Það fer eftir aðstæðum þeirra sem eiga við gjaldmiðilinn. Flöktið er þó engum í hag, því engar áætlanir standast, hvorki til skamms né langs tíma. Þetta bæði flækir fyrirtækjarekstur og hefur áhrif á almenning. Fyrirtæki geta ekki aukið framleiðni í svo ófyrirsjáanlegu umhverfi og gengisbreytingar hafa mikil áhrif á verðbólgu sem aftur hefur áhrif á kjör heimila og efnahag. Með eða án krónu? Umræðan á komandi misserum þarf að snúa að því hvernig tryggja megi stöðugleika í peningamálum, með eða án krónu. Verkefnisstjórn um endurskoðun peningastefnu skilar t.a.m. skýrslu í lok árs um hvernig bæta megi fyrirkomulag peningamála hérlendis. Í því samhengi leikur gengi krónunnar stórt hlutverk. Viðskiptaráð skorast ekki undan þátttöku í slíkri umræðu og deilir hér spurningum sem eru þess verðar að ræða í vetur: Getur Seðlabankinn náð markmiði um stöðugt verðlag þegar mæld verðbólga hreyfist að miklu leyti með gengi krónunnar, sem flýtur nú frjáls og hreyfist að jafnaði of mikið? Er vaxtamunur við útlönd áhyggjuefni? Er þá betra að fylgja vaxtaákvörðunum erlendis og minnka muninn? Hvað þýðir það fyrir sjálfstæði peningastefnunnar? Er þá vilji fyrir því að taka upp annan gjaldmiðil? Eru vextir rétta tólið yfir höfuð? Ef stjórnmálamenn segja Seðlabankanum að lækka vexti hvað segir það um traust þeirra á peningastefnunni og bankanum? Er þá bæði núverandi stefnu illa sinnt og stefnan sjálf röng? Gætu þeir treyst öðrum betur fyrir? Einhverjum hér heima? Einhverjum í Frankfurt? Er eðlilegt að stærri fyrirtæki reki sig nú þegar í evrukerfinu en þau smærri geti það ekki? Hvort er raunhæfara, innganga í myntbandalag eða önnur og betri leið með krónunni en áður hefur verið farin? Kemur stöðugleikinn kannski með breyttri atvinnuuppbyggingu, fleiri stoðum í hagkerfinu? Getum við fjölgað stoðunum með flöktandi krónu? Ræðum allar hliðar málsins Svörin við þessum spurningum eru ekki einföld en í þeim gæti falist lykillinn að farsælli stefnu í peningamálum á Íslandi. Í þessu samhengi má minnast orða Gylfa Zoega hagfræðiprófessors, sem fyrr í sumar vitnaði til aldagamallar umræðuhefðar á Íslandi þar sem í fyrsta lagi væri „einungis unnt að líta á aðra hlið máls“ og í öðru lagi væri „ekki gerður greinarmunur á hugmyndinni og þeim sem hana setur fram“. Umræðan snúist oftar en ekki um að viðkomandi sé með skrítnar eða óraunsæjar hugmyndir, frekar en að hugmyndin sé rædd, bæði kostir hennar og gallar. Það er ekkert skrítið og óraunsætt að vilja breytingar á innlendum peningamálum með krónuna, og ekkert skrítið og óraunsætt að vilja skipta um gjaldmiðil. Þetta eru tvær hliðar á sama máli. Kostir og gallar fylgja hvorri hlið, sem og óvissa. Viðskiptaráð vill ræða allar hliðar málsins, og taka upplýsta ákvörðun um breytingar að því loknu. Höfundar greinar eru framkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Kristrún Frostadóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru háðir viðskiptum við önnur lönd. Það er takmörkunum háð hvað við getum framleitt og hvers konar þjónustu við getum boðið upp á sem eyland. Þess vegna er gengið þjóðinni svo hugleikið, það hreyfir við öllum innfluttum kostnaði og verðmæti útfluttra vara. Sögulega hefur gengi krónunnar verið mjög óstöðugt. Til marks um það var meðalgengi hennar gagnvart okkar helstu viðskiptamyntum 100 sumarið 2007. Í byrjun sumars 2009 var það 200. Fyrir ári síðan, 160. Nú síðast í júní, 130. Í síðustu viku, 140. Örmyntin tekur við sér Eftir að höftum var lyft fyrr á árinu hafa vikulegar og daglegar hreyfingar gengisins snaraukist í báðar áttir. Tveggja mánaða flökt á krónunni er í dag sjöfalt meira en það var síðustu mánuðina í höftum. Rekstraráætlanir milli vikna bregðast og verð í hillum breytist örar. Örmyntin hefur tekið við sér á ný eftir tæp 9 ár í höftum. Það er erfitt að segja til um hvort er betra – hátt eða lágt gengi. Það fer eftir aðstæðum þeirra sem eiga við gjaldmiðilinn. Flöktið er þó engum í hag, því engar áætlanir standast, hvorki til skamms né langs tíma. Þetta bæði flækir fyrirtækjarekstur og hefur áhrif á almenning. Fyrirtæki geta ekki aukið framleiðni í svo ófyrirsjáanlegu umhverfi og gengisbreytingar hafa mikil áhrif á verðbólgu sem aftur hefur áhrif á kjör heimila og efnahag. Með eða án krónu? Umræðan á komandi misserum þarf að snúa að því hvernig tryggja megi stöðugleika í peningamálum, með eða án krónu. Verkefnisstjórn um endurskoðun peningastefnu skilar t.a.m. skýrslu í lok árs um hvernig bæta megi fyrirkomulag peningamála hérlendis. Í því samhengi leikur gengi krónunnar stórt hlutverk. Viðskiptaráð skorast ekki undan þátttöku í slíkri umræðu og deilir hér spurningum sem eru þess verðar að ræða í vetur: Getur Seðlabankinn náð markmiði um stöðugt verðlag þegar mæld verðbólga hreyfist að miklu leyti með gengi krónunnar, sem flýtur nú frjáls og hreyfist að jafnaði of mikið? Er vaxtamunur við útlönd áhyggjuefni? Er þá betra að fylgja vaxtaákvörðunum erlendis og minnka muninn? Hvað þýðir það fyrir sjálfstæði peningastefnunnar? Er þá vilji fyrir því að taka upp annan gjaldmiðil? Eru vextir rétta tólið yfir höfuð? Ef stjórnmálamenn segja Seðlabankanum að lækka vexti hvað segir það um traust þeirra á peningastefnunni og bankanum? Er þá bæði núverandi stefnu illa sinnt og stefnan sjálf röng? Gætu þeir treyst öðrum betur fyrir? Einhverjum hér heima? Einhverjum í Frankfurt? Er eðlilegt að stærri fyrirtæki reki sig nú þegar í evrukerfinu en þau smærri geti það ekki? Hvort er raunhæfara, innganga í myntbandalag eða önnur og betri leið með krónunni en áður hefur verið farin? Kemur stöðugleikinn kannski með breyttri atvinnuuppbyggingu, fleiri stoðum í hagkerfinu? Getum við fjölgað stoðunum með flöktandi krónu? Ræðum allar hliðar málsins Svörin við þessum spurningum eru ekki einföld en í þeim gæti falist lykillinn að farsælli stefnu í peningamálum á Íslandi. Í þessu samhengi má minnast orða Gylfa Zoega hagfræðiprófessors, sem fyrr í sumar vitnaði til aldagamallar umræðuhefðar á Íslandi þar sem í fyrsta lagi væri „einungis unnt að líta á aðra hlið máls“ og í öðru lagi væri „ekki gerður greinarmunur á hugmyndinni og þeim sem hana setur fram“. Umræðan snúist oftar en ekki um að viðkomandi sé með skrítnar eða óraunsæjar hugmyndir, frekar en að hugmyndin sé rædd, bæði kostir hennar og gallar. Það er ekkert skrítið og óraunsætt að vilja breytingar á innlendum peningamálum með krónuna, og ekkert skrítið og óraunsætt að vilja skipta um gjaldmiðil. Þetta eru tvær hliðar á sama máli. Kostir og gallar fylgja hvorri hlið, sem og óvissa. Viðskiptaráð vill ræða allar hliðar málsins, og taka upplýsta ákvörðun um breytingar að því loknu. Höfundar greinar eru framkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar