Auratal Hannes Pétursson skrifar 29. ágúst 2017 07:00 Og svo er það krónan okkar enn og aftur, íslenzka krónan, arðránskrónan, skisófreníska krónan (stundum „hátt uppi“, stundum „langt niðri“). Ég minnist þeirra daga þegar ein íslenzk króna var svo þung á metum að henni var skipt niður í smærri einingar: einseyringa, tveggjeyringa og svo framvegis. Á kreppuárunum þóttumst við krakkarnir vel stæðir, lægi tíeyringur í vasanum. Fyrir tveggjeyring gat maður jafnvel keypt sér bolsíu. Sá okkar sem átti krónkall var grósseri. Ekki man ég til þess að sú króna sem hófst á einseyringi væri forðum höfð í hávegum sem eitt helzta kennitákn fullveldisins, en kannski stafar það af rangminni. Ég held þó sannast að fullveldiskrónan (sem slík!) hafi ekki orðið til fyrr en talsvert leið á fullveldistímann og sérsniðnir þjóðvinir fóru að láta að sér kveða. Hvað um það, eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði fullveldisaurunum, einseyringar hurfu, tveggjeyringar hurfu og síðan hinir smáaurarnir koll af kolli. Loks stóð eftir ein ný króna, því gamla krónan var leidd til slátrunar þegar tvö fullveldisnúll voru skorin af hundraðkallinum. Og nú dettur engum manni sú firra í hug að hafa fullveldisaura innan nýju fullveldiskrónunnar, enda bíður hennar hvort sem er fátt annað en líksöngur og amen. Sumarið 1930 var haldin geysimikil alþingishátíð á Þingvöllum við Öxará svo sem flestir vita. Af því tilefni voru gefin út vegleg frímerki til heiðurs löggjafarsamkomunni, landi og þjóð. Verðgildi eins merkisins hljóðaði upp á þrjá aura. Það þótti henta eins og þá hagaði til um burðargjöld. Póstburðargjöld, skráð á frímerki, fóru vitanlega sömu leið og smáaurarnir gömlu: eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði auramerkjunum. Og gott betur, því yfirvöld hafa meira að segja sleppt þeim tittlingaskít að tilgreina verðgildi frímerkja í krónum, á merkjunum er um þessar mundir einungis vísað til þyngdar póstsendingar í grömmum. Nú geta menn sagt hvort heldur sem þeir kjósa: að á þessu tiltekna sviði, í póstburðargjöldunum, hafi íslenzka krónan fallið úr hor ellegar hitt að þarna hafi hún loks náð fyllsta og æðsta jafnvægi, risið til þeirra hæða sem kallast í dulvísi nirvana, en á því stigi leysast uppallar útlínur, öll jarðarbönd og við tekur algleymi. Næsta ár verður þess minnzt að öld er liðin frá stofnun fullveldis hér á landi. Þá munu sjálfstæðismenn, framsóknarmenn, vinstri grænir og fleiri varðhaldsenglar okkar Íslendinga vegsama krónuna sem aldrei fyrr. Og trúlega verður gefin út henni til lofs frímerkjasería með svo og svo mörgum fullveldisgrömmum, allt eftir þörfum. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hannes Pétursson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Og svo er það krónan okkar enn og aftur, íslenzka krónan, arðránskrónan, skisófreníska krónan (stundum „hátt uppi“, stundum „langt niðri“). Ég minnist þeirra daga þegar ein íslenzk króna var svo þung á metum að henni var skipt niður í smærri einingar: einseyringa, tveggjeyringa og svo framvegis. Á kreppuárunum þóttumst við krakkarnir vel stæðir, lægi tíeyringur í vasanum. Fyrir tveggjeyring gat maður jafnvel keypt sér bolsíu. Sá okkar sem átti krónkall var grósseri. Ekki man ég til þess að sú króna sem hófst á einseyringi væri forðum höfð í hávegum sem eitt helzta kennitákn fullveldisins, en kannski stafar það af rangminni. Ég held þó sannast að fullveldiskrónan (sem slík!) hafi ekki orðið til fyrr en talsvert leið á fullveldistímann og sérsniðnir þjóðvinir fóru að láta að sér kveða. Hvað um það, eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði fullveldisaurunum, einseyringar hurfu, tveggjeyringar hurfu og síðan hinir smáaurarnir koll af kolli. Loks stóð eftir ein ný króna, því gamla krónan var leidd til slátrunar þegar tvö fullveldisnúll voru skorin af hundraðkallinum. Og nú dettur engum manni sú firra í hug að hafa fullveldisaura innan nýju fullveldiskrónunnar, enda bíður hennar hvort sem er fátt annað en líksöngur og amen. Sumarið 1930 var haldin geysimikil alþingishátíð á Þingvöllum við Öxará svo sem flestir vita. Af því tilefni voru gefin út vegleg frímerki til heiðurs löggjafarsamkomunni, landi og þjóð. Verðgildi eins merkisins hljóðaði upp á þrjá aura. Það þótti henta eins og þá hagaði til um burðargjöld. Póstburðargjöld, skráð á frímerki, fóru vitanlega sömu leið og smáaurarnir gömlu: eftir því sem fullveldisárunum fjölgaði fækkaði auramerkjunum. Og gott betur, því yfirvöld hafa meira að segja sleppt þeim tittlingaskít að tilgreina verðgildi frímerkja í krónum, á merkjunum er um þessar mundir einungis vísað til þyngdar póstsendingar í grömmum. Nú geta menn sagt hvort heldur sem þeir kjósa: að á þessu tiltekna sviði, í póstburðargjöldunum, hafi íslenzka krónan fallið úr hor ellegar hitt að þarna hafi hún loks náð fyllsta og æðsta jafnvægi, risið til þeirra hæða sem kallast í dulvísi nirvana, en á því stigi leysast uppallar útlínur, öll jarðarbönd og við tekur algleymi. Næsta ár verður þess minnzt að öld er liðin frá stofnun fullveldis hér á landi. Þá munu sjálfstæðismenn, framsóknarmenn, vinstri grænir og fleiri varðhaldsenglar okkar Íslendinga vegsama krónuna sem aldrei fyrr. Og trúlega verður gefin út henni til lofs frímerkjasería með svo og svo mörgum fullveldisgrömmum, allt eftir þörfum. Höfundur er rithöfundur.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun