Körfubolti

LeBron: Þurfum að sýna meiri ást og kærleika

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron er ekki sáttur við Trump.
LeBron er ekki sáttur við Trump. vísir/getty
NBA-stjarnan LeBron James, leikmaður Cleveland, hefur tjáð sig um átökin í Charlottesville og Donald Trump Bandaríkjaforseta.

„Það eru sorglegir hlutir að gerast í Charlottesville og ég verð að tjá mig um þá. Eina leiðin fyrir okkar samfélag til þess að komast áfram er að sýna meiri ást og kærleika,“ sagði James.

„Það er eina leiðin til þess að ná árangri. Þetta snýst ekki um gaurinn sem er kallaður forseti Bandaríkjanna. Þetta snýst um okkur og að við lítum í spegil og spyrjum okkur að því hvað við getum gert til þess að bæta samfélagið.“

James hélt á dóttur sinni er hann hélt ræðuna á góðgerðardegi sem hann stendur fyrir.

NBA

Tengdar fréttir

Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta

Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum.

„Þetta er okkar land“

Fréttakona Vice News fylgdi leiðtogum þjóðernissinna eftir í Charlottesville.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×