„Staðreyndir“ Sigurðar Inga Ólafur Stephensen skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, umgengst staðreyndir býsna kæruleysislega í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag. Þar segir: „Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði.“ Skoðum þessa fullyrðingu nánar. Einu matartollarnir sem voru felldir niður á síðasta kjörtímabili voru af vörum úr jurtamjólk og af kartöflusnakki – sem vissulega hefur lækkað í verði. Aðrir matartollar eru áfram einhverjir þeir hæstu í heimi. Síðasta ríkisstjórn gerði samning við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla og stækkun tollkvóta. Sá samningur mun, ef rétt er á haldið, hafa jákvæð áhrif á matarverð. Meinið er bara að hann hefur ekki tekið gildi og gerir það ekki fyrr en um mitt næsta ár. Hann hefur því ekki haft nokkur einustu áhrif á matvælaverð á Íslandi. Búvörusamningurinn, sem Sigurður Ingi gerði við Bændasamtökin, hefur hins vegar skert hlut neytenda. Þar var samið um að hækka duglega tolla á innflutt mjólkur- og undanrennuduft og osta. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að þannig hækkaði kostnaðarverð innflytjanda á algengri tegund af osti sem flutt er inn til landsins um 285 krónur á kílóið. Þá er eftir að taka tillit til annarra opinberra gjalda og álagningar, þannig að hækkun til neytenda er enn meiri. Í íslenzku tollskránni er alla jafna lagður 30% verðtollur á kjöt og mjólkurvörur og svo bætist við magntollur, föst krónutala á kíló sem yfirleitt nemur nokkur hundruð krónum. Samanlagt geta þessir tollar lagzt út á 170-180% rauntoll. Íslenzka ríkið tryggir með öðrum orðum að við komuna til landsins hækki kostnaðarverð innfluttrar vöru hátt í þrefalt. Tollvernd nemur helmingi útsöluverðs alifuglakjöts svo dæmi sé tekið. Ofurtollar eru einn meginskýringarþátturinn í háu matvöruverði á Íslandi, þótt þeir séu ekki eina skýringin. Þetta eru staðreyndirnar sem formaður Framsóknarflokksins skautar svo létt yfir í grein sinni.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ólafur Stephensen Skoðun Tengdar fréttir Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, umgengst staðreyndir býsna kæruleysislega í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag. Þar segir: „Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði.“ Skoðum þessa fullyrðingu nánar. Einu matartollarnir sem voru felldir niður á síðasta kjörtímabili voru af vörum úr jurtamjólk og af kartöflusnakki – sem vissulega hefur lækkað í verði. Aðrir matartollar eru áfram einhverjir þeir hæstu í heimi. Síðasta ríkisstjórn gerði samning við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla og stækkun tollkvóta. Sá samningur mun, ef rétt er á haldið, hafa jákvæð áhrif á matarverð. Meinið er bara að hann hefur ekki tekið gildi og gerir það ekki fyrr en um mitt næsta ár. Hann hefur því ekki haft nokkur einustu áhrif á matvælaverð á Íslandi. Búvörusamningurinn, sem Sigurður Ingi gerði við Bændasamtökin, hefur hins vegar skert hlut neytenda. Þar var samið um að hækka duglega tolla á innflutt mjólkur- og undanrennuduft og osta. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að þannig hækkaði kostnaðarverð innflytjanda á algengri tegund af osti sem flutt er inn til landsins um 285 krónur á kílóið. Þá er eftir að taka tillit til annarra opinberra gjalda og álagningar, þannig að hækkun til neytenda er enn meiri. Í íslenzku tollskránni er alla jafna lagður 30% verðtollur á kjöt og mjólkurvörur og svo bætist við magntollur, föst krónutala á kíló sem yfirleitt nemur nokkur hundruð krónum. Samanlagt geta þessir tollar lagzt út á 170-180% rauntoll. Íslenzka ríkið tryggir með öðrum orðum að við komuna til landsins hækki kostnaðarverð innfluttrar vöru hátt í þrefalt. Tollvernd nemur helmingi útsöluverðs alifuglakjöts svo dæmi sé tekið. Ofurtollar eru einn meginskýringarþátturinn í háu matvöruverði á Íslandi, þótt þeir séu ekki eina skýringin. Þetta eru staðreyndirnar sem formaður Framsóknarflokksins skautar svo létt yfir í grein sinni.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun