„Staðreyndir“ Sigurðar Inga Ólafur Stephensen skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, umgengst staðreyndir býsna kæruleysislega í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag. Þar segir: „Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði.“ Skoðum þessa fullyrðingu nánar. Einu matartollarnir sem voru felldir niður á síðasta kjörtímabili voru af vörum úr jurtamjólk og af kartöflusnakki – sem vissulega hefur lækkað í verði. Aðrir matartollar eru áfram einhverjir þeir hæstu í heimi. Síðasta ríkisstjórn gerði samning við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla og stækkun tollkvóta. Sá samningur mun, ef rétt er á haldið, hafa jákvæð áhrif á matarverð. Meinið er bara að hann hefur ekki tekið gildi og gerir það ekki fyrr en um mitt næsta ár. Hann hefur því ekki haft nokkur einustu áhrif á matvælaverð á Íslandi. Búvörusamningurinn, sem Sigurður Ingi gerði við Bændasamtökin, hefur hins vegar skert hlut neytenda. Þar var samið um að hækka duglega tolla á innflutt mjólkur- og undanrennuduft og osta. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að þannig hækkaði kostnaðarverð innflytjanda á algengri tegund af osti sem flutt er inn til landsins um 285 krónur á kílóið. Þá er eftir að taka tillit til annarra opinberra gjalda og álagningar, þannig að hækkun til neytenda er enn meiri. Í íslenzku tollskránni er alla jafna lagður 30% verðtollur á kjöt og mjólkurvörur og svo bætist við magntollur, föst krónutala á kíló sem yfirleitt nemur nokkur hundruð krónum. Samanlagt geta þessir tollar lagzt út á 170-180% rauntoll. Íslenzka ríkið tryggir með öðrum orðum að við komuna til landsins hækki kostnaðarverð innfluttrar vöru hátt í þrefalt. Tollvernd nemur helmingi útsöluverðs alifuglakjöts svo dæmi sé tekið. Ofurtollar eru einn meginskýringarþátturinn í háu matvöruverði á Íslandi, þótt þeir séu ekki eina skýringin. Þetta eru staðreyndirnar sem formaður Framsóknarflokksins skautar svo létt yfir í grein sinni.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ólafur Stephensen Skoðun Tengdar fréttir Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra og landbúnaðarráðherra, umgengst staðreyndir býsna kæruleysislega í grein sem hann skrifaði í Fréttablaðið síðastliðinn þriðjudag. Þar segir: „Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði.“ Skoðum þessa fullyrðingu nánar. Einu matartollarnir sem voru felldir niður á síðasta kjörtímabili voru af vörum úr jurtamjólk og af kartöflusnakki – sem vissulega hefur lækkað í verði. Aðrir matartollar eru áfram einhverjir þeir hæstu í heimi. Síðasta ríkisstjórn gerði samning við Evrópusambandið um gagnkvæma niðurfellingu tolla og stækkun tollkvóta. Sá samningur mun, ef rétt er á haldið, hafa jákvæð áhrif á matarverð. Meinið er bara að hann hefur ekki tekið gildi og gerir það ekki fyrr en um mitt næsta ár. Hann hefur því ekki haft nokkur einustu áhrif á matvælaverð á Íslandi. Búvörusamningurinn, sem Sigurður Ingi gerði við Bændasamtökin, hefur hins vegar skert hlut neytenda. Þar var samið um að hækka duglega tolla á innflutt mjólkur- og undanrennuduft og osta. Félag atvinnurekenda hefur reiknað út að þannig hækkaði kostnaðarverð innflytjanda á algengri tegund af osti sem flutt er inn til landsins um 285 krónur á kílóið. Þá er eftir að taka tillit til annarra opinberra gjalda og álagningar, þannig að hækkun til neytenda er enn meiri. Í íslenzku tollskránni er alla jafna lagður 30% verðtollur á kjöt og mjólkurvörur og svo bætist við magntollur, föst krónutala á kíló sem yfirleitt nemur nokkur hundruð krónum. Samanlagt geta þessir tollar lagzt út á 170-180% rauntoll. Íslenzka ríkið tryggir með öðrum orðum að við komuna til landsins hækki kostnaðarverð innfluttrar vöru hátt í þrefalt. Tollvernd nemur helmingi útsöluverðs alifuglakjöts svo dæmi sé tekið. Ofurtollar eru einn meginskýringarþátturinn í háu matvöruverði á Íslandi, þótt þeir séu ekki eina skýringin. Þetta eru staðreyndirnar sem formaður Framsóknarflokksins skautar svo létt yfir í grein sinni.Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Viðreisn á villigötum Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. 15. ágúst 2017 06:00
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun